Auknar félagslegar aðgerðir í kjölfar Covid-19 Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 27. apríl 2022 11:30 Covid-19 faraldurinn hafði mikil áhrif á líf okkar allra. Úttektir sem gerðar hafa verið sýna fram á að faraldurinn, sóttvarnaraðgerðir og sá efnahagslegi samdráttur sem fylgdi í kjölfarið hafi bitnað verst á fólki sem þegar glímdi við erfiðleika eða tilheyrir viðkvæmum hópum. Viðhorfskannanir benda einnig til mjög mismunandi reynslu fólks af faraldrinum eftir aldri, kyni, kynþætti, þjóðerni, starfsstétt og tekjum. Ríkisstjórnin ákvað nú fyrir páska að verja allt að 750 milljónum króna á þessu ári til sértækra aðgerða til að mæta félags- og heilsufarslegum afleiðingum Covid-19 og var sérstaklega horft til viðkvæmra hópa með ákvörðuninni. Stór hluti þessa fjármagns fer til verkefna í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu eða tæpar 300 milljónir króna. Spornað gegn einmanaleika eldra fólks Félagsleg einangrun eldra fólks jókst í heimsfaraldrinum og það hreyfði sig minna. Eitt af stóru verkefnunum í nútímasamfélagi er að sporna gegn einangrun og einmanaleika, ekki síst meðal eldra fólks. Við ætlum að verja sextíu milljónum króna í að efla félagsstarf í sveitarfélögum, heilsueflingu og fræðslu, meðal annars um gildi hreyfingar og þátttöku í félagsstarfi eldra fólks. Aukinn stuðningur við viðkvæma hópa Það er afar mikilvægt að huga sérstaklega að stöðu viðkvæmra hópa í kjölfar faraldursins, en rannsóknir sýna að áhrif á þá vara lengur og koma fram síðar og við vitum að það var meðal annars reynslan eftir bankahrunið. Við munum því verja 80 milljónum króna á þessu ári til að styðja við félagasamtök sem þjónusta viðkvæma hópa, meðal annars til að takast á við einangrun og andlegt álag, veita mataraðstoð, félagslegan stuðning og stuðning við heimilislaust fólk. Úrræði fyrir þolendur og gerendur ofbeldis Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið mun verja 45 milljónum króna til að auka aðgang að úrræðum fyrir þolendur og gerendur kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis, en heimilisofbeldismál hafa aldrei verið fleiri en síðastliðin tvö ár. Við munum því veita auknu fjármagni til verkefna hjá félagasamtökum sem veita stuðning og ráðgjöf til þolenda ofbeldis og einnig til sálfræðimeðferða fyrir gerendur. Félagsstarf fatlaðs fólks styrkt Fatlað fólk hefur þurft að þola mikla einangrun vegna Covid-19 faraldursins og mikilvægt er að draga úr einmanaleika þess og auka aftur félagsleg tengsl. Til dæmis sýnir ein rannsókn að um helmingur svarenda sögðu að heimsfaraldurinn hefði raskað daglegu lífi þeirra frekar mikið eða mjög mikið. 95 milljónum króna verður varið í að efla félagsstarf fatlaðs fólks, meðal annars ævintýrabúðir fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra og auknu félagsstarfi fullorðins fatlaðs fólks sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun í kjölfar Covid-19. Milljarður árlega næstu þrjú ár Það er mikilvægt verkefni stjórnvalda að grípa til aðgerða vegna félagslegra og heilsufarslegra áhrifa faraldursins til lengri tíma. Þess vegna hyggst ríkisstjórnin verja einum milljarði króna árlega næstu þrjú árin til verkefna sem hafa það að markmiði að vinna gegn félagslegum- og heilsufarslegum langtímaáhrifum faraldursins. Útfærsla þeirra verkefna er í vinnslu. Við höfum frá upphafi faraldursins lagt mikla áherslu á að styðja við viðkvæma hópa og höldum áfram að setja það verkefni á oddinn. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Covid-19 faraldurinn hafði mikil áhrif á líf okkar allra. Úttektir sem gerðar hafa verið sýna fram á að faraldurinn, sóttvarnaraðgerðir og sá efnahagslegi samdráttur sem fylgdi í kjölfarið hafi bitnað verst á fólki sem þegar glímdi við erfiðleika eða tilheyrir viðkvæmum hópum. Viðhorfskannanir benda einnig til mjög mismunandi reynslu fólks af faraldrinum eftir aldri, kyni, kynþætti, þjóðerni, starfsstétt og tekjum. Ríkisstjórnin ákvað nú fyrir páska að verja allt að 750 milljónum króna á þessu ári til sértækra aðgerða til að mæta félags- og heilsufarslegum afleiðingum Covid-19 og var sérstaklega horft til viðkvæmra hópa með ákvörðuninni. Stór hluti þessa fjármagns fer til verkefna í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu eða tæpar 300 milljónir króna. Spornað gegn einmanaleika eldra fólks Félagsleg einangrun eldra fólks jókst í heimsfaraldrinum og það hreyfði sig minna. Eitt af stóru verkefnunum í nútímasamfélagi er að sporna gegn einangrun og einmanaleika, ekki síst meðal eldra fólks. Við ætlum að verja sextíu milljónum króna í að efla félagsstarf í sveitarfélögum, heilsueflingu og fræðslu, meðal annars um gildi hreyfingar og þátttöku í félagsstarfi eldra fólks. Aukinn stuðningur við viðkvæma hópa Það er afar mikilvægt að huga sérstaklega að stöðu viðkvæmra hópa í kjölfar faraldursins, en rannsóknir sýna að áhrif á þá vara lengur og koma fram síðar og við vitum að það var meðal annars reynslan eftir bankahrunið. Við munum því verja 80 milljónum króna á þessu ári til að styðja við félagasamtök sem þjónusta viðkvæma hópa, meðal annars til að takast á við einangrun og andlegt álag, veita mataraðstoð, félagslegan stuðning og stuðning við heimilislaust fólk. Úrræði fyrir þolendur og gerendur ofbeldis Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið mun verja 45 milljónum króna til að auka aðgang að úrræðum fyrir þolendur og gerendur kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis, en heimilisofbeldismál hafa aldrei verið fleiri en síðastliðin tvö ár. Við munum því veita auknu fjármagni til verkefna hjá félagasamtökum sem veita stuðning og ráðgjöf til þolenda ofbeldis og einnig til sálfræðimeðferða fyrir gerendur. Félagsstarf fatlaðs fólks styrkt Fatlað fólk hefur þurft að þola mikla einangrun vegna Covid-19 faraldursins og mikilvægt er að draga úr einmanaleika þess og auka aftur félagsleg tengsl. Til dæmis sýnir ein rannsókn að um helmingur svarenda sögðu að heimsfaraldurinn hefði raskað daglegu lífi þeirra frekar mikið eða mjög mikið. 95 milljónum króna verður varið í að efla félagsstarf fatlaðs fólks, meðal annars ævintýrabúðir fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra og auknu félagsstarfi fullorðins fatlaðs fólks sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun í kjölfar Covid-19. Milljarður árlega næstu þrjú ár Það er mikilvægt verkefni stjórnvalda að grípa til aðgerða vegna félagslegra og heilsufarslegra áhrifa faraldursins til lengri tíma. Þess vegna hyggst ríkisstjórnin verja einum milljarði króna árlega næstu þrjú árin til verkefna sem hafa það að markmiði að vinna gegn félagslegum- og heilsufarslegum langtímaáhrifum faraldursins. Útfærsla þeirra verkefna er í vinnslu. Við höfum frá upphafi faraldursins lagt mikla áherslu á að styðja við viðkvæma hópa og höldum áfram að setja það verkefni á oddinn. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar