Sagði skilið við fjármálaheiminn til að gerast vínbóndi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. apríl 2022 23:16 Íslenskur doktor í stærðfræði ákvað að segja skilið við fjármálaheiminn, láta drauminn rætast og gerast vínbóndi í Sviss. Hann er nú á landinu að kynna vín sitt fyrir Íslendingum og býður öllum sem vilja að koma að smakka. Þeir eru ekki margir íslensku vínbændurnir - hvað þá íslensku vínbændurnir sem eru með doktorspróf í stærðfræði. En hér er einn slíkur: Höskuldur Ari Hauksson sem ákvað að segja skilið við fjármálaheiminn úti í Sviss og helga líf sitt vínbúskap. Höskuldur hélt vínsmakk fyrir alla sem vildu á Hilton Nordica milli 14 og 19 í dag. Það verður aftur á sama tíma á morgun. Við litum við í vínsmakkið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag - hægt er að sjá hvernig var þar í myndbandinu hér að ofan. vísir/arnar „Þetta er nú bara hobbí sem að varð allt of stórt allt í einu. Ég byrjaði að kaupa eitt tonn af pinot noir þrúgum - fór með það ofan í þvottahús og bjó til vín heima. Gerði það í tvö, þrjú ár og þriðja árið tók ég við fyrstu ekrunni minni. Á fjórða árinu þá gerðist ég svo bara bóndi,“ segir Höskuldur Ari. Það var fyrir fimm árum sem Höskuldur keypti vínekru í sveitarfélaginu Rüfenach í Sviss. Þar er lífið líkast draumi - allavega á myndum... Vínekrur Höskuldar í Rüfenach eru óneitanlega fallegar.aðsend „Ég held það hafi nú margir kannski verið með þann draum, sérstaklega þegar menn eru saman komnir á flösku númer tvö og farið að dreyma um það hvað það væri nú yndislegt að vera með eigin vínekru... og svona þetta ljúfa líf, la dolce vita. En staðreyndin er sú að þetta er bara hörkumikið púl. En það er rosa skemmtilegt,“ segir Höskuldur Ari. Notar dvergkindur víkinga við víngerðina Hann er til dæmis nýbúinn að fá sér kindur til að hjálpa sér að halda grasinu á vínekrunum niðri. En það eru engar venjulegar kindur sem Höskuldur er með. „Þetta eru dvergkindur. Þetta er minnsta kindakyn í heiminum. En það er svo áhugavert við það að það voru upphaflega víkingarnir sem komu með þessar kindur til eyjunnar Ouessant [í Bretaníuskaga]. Nú segi ég svona í gríni að víkingarnir séu búnir að taka þær til baka,“ segir Höskuldur Ari. Það er því einhver Íslandstenging í víngerð Höskuldar í Sviss. Hann nefnir einnig mörg vína sinna íslenskum nöfnum; til dæmis Sólskin, Horn, Rauð, Hvít, Tunglskin og nýjasta vín hans - freyðivín sem nefnist Perlur. Dverkkindurnar koma upprunalega frá víkingum.aðsend Höskuldi hefur gengið vel að selja vínið og er nú að flytja það til sex landa, meðal annars Íslands en það hefur verið hægt að fá nokkrar tegundir af víni hans í ríkinu síðustu árin. Hann hélt smakk á vínum sínum í dag á Hótel Hilton Nordica og verður þar aftur á morgun milli klukkan tvö og sjö. Því geta allir sem vilja komið og smakkað. „Hver sem er sem er á lögaldri hann er hjartanlega velkominn að koma og smakka,“ segir Höskuldur Ari. Höskuldur með einni af dvergkindum sinum. Eins og sést á myndinni eru þær ansi smávaxnar.aðsend Íslendingar erlendis Áfengi og tóbak Sviss Reykjavík Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Þeir eru ekki margir íslensku vínbændurnir - hvað þá íslensku vínbændurnir sem eru með doktorspróf í stærðfræði. En hér er einn slíkur: Höskuldur Ari Hauksson sem ákvað að segja skilið við fjármálaheiminn úti í Sviss og helga líf sitt vínbúskap. Höskuldur hélt vínsmakk fyrir alla sem vildu á Hilton Nordica milli 14 og 19 í dag. Það verður aftur á sama tíma á morgun. Við litum við í vínsmakkið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag - hægt er að sjá hvernig var þar í myndbandinu hér að ofan. vísir/arnar „Þetta er nú bara hobbí sem að varð allt of stórt allt í einu. Ég byrjaði að kaupa eitt tonn af pinot noir þrúgum - fór með það ofan í þvottahús og bjó til vín heima. Gerði það í tvö, þrjú ár og þriðja árið tók ég við fyrstu ekrunni minni. Á fjórða árinu þá gerðist ég svo bara bóndi,“ segir Höskuldur Ari. Það var fyrir fimm árum sem Höskuldur keypti vínekru í sveitarfélaginu Rüfenach í Sviss. Þar er lífið líkast draumi - allavega á myndum... Vínekrur Höskuldar í Rüfenach eru óneitanlega fallegar.aðsend „Ég held það hafi nú margir kannski verið með þann draum, sérstaklega þegar menn eru saman komnir á flösku númer tvö og farið að dreyma um það hvað það væri nú yndislegt að vera með eigin vínekru... og svona þetta ljúfa líf, la dolce vita. En staðreyndin er sú að þetta er bara hörkumikið púl. En það er rosa skemmtilegt,“ segir Höskuldur Ari. Notar dvergkindur víkinga við víngerðina Hann er til dæmis nýbúinn að fá sér kindur til að hjálpa sér að halda grasinu á vínekrunum niðri. En það eru engar venjulegar kindur sem Höskuldur er með. „Þetta eru dvergkindur. Þetta er minnsta kindakyn í heiminum. En það er svo áhugavert við það að það voru upphaflega víkingarnir sem komu með þessar kindur til eyjunnar Ouessant [í Bretaníuskaga]. Nú segi ég svona í gríni að víkingarnir séu búnir að taka þær til baka,“ segir Höskuldur Ari. Það er því einhver Íslandstenging í víngerð Höskuldar í Sviss. Hann nefnir einnig mörg vína sinna íslenskum nöfnum; til dæmis Sólskin, Horn, Rauð, Hvít, Tunglskin og nýjasta vín hans - freyðivín sem nefnist Perlur. Dverkkindurnar koma upprunalega frá víkingum.aðsend Höskuldi hefur gengið vel að selja vínið og er nú að flytja það til sex landa, meðal annars Íslands en það hefur verið hægt að fá nokkrar tegundir af víni hans í ríkinu síðustu árin. Hann hélt smakk á vínum sínum í dag á Hótel Hilton Nordica og verður þar aftur á morgun milli klukkan tvö og sjö. Því geta allir sem vilja komið og smakkað. „Hver sem er sem er á lögaldri hann er hjartanlega velkominn að koma og smakka,“ segir Höskuldur Ari. Höskuldur með einni af dvergkindum sinum. Eins og sést á myndinni eru þær ansi smávaxnar.aðsend
Íslendingar erlendis Áfengi og tóbak Sviss Reykjavík Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent