Fáránlega ríkur maður með takmarkaðan skilning á málfrelsi Sunna Valgerðardóttir skrifar 26. apríl 2022 21:01 Elon Musk er ríkasti maður heims og í gær samþykkti stjórn Twitter að taka tilboði hans í miðilinn upp á 44 milljarða Bandaríkjadala. Það er um 20 prósent af heildarvirði Musk. Og viðbrögðin við kaupunum hafa ekki látið á sér standa. EPA/ALEXANDER BECHER Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter hafa vakið mikil viðbrögð um allan heim. Milljarðamæringurinn segist ætla að efla tjáningarfrelsi á miðlinum og útrýma gervimennum. Sérfræðingar setja stórt spurningamerki við þær fyrirætlanir. Elon Musk er ríkasti maður heims, metinn á 265 milljarða Bandaríkjadala. Meðal afreka þessa ríflega fimmtuga Suður Afríkumanns, er eignarhald og stjórnun á rafbílafyrirtækinu Teslu, stofnun og rekstur geimtúristabatteríisins SpaceX og svo á hann sjö börn. Yngsti sonurinn, X Æ A-12, fæddist 2020 og er í dag kallaður X svona til styttingar og vegna þess að nafnið reyndist óleyfilegt í Kaliforniu. Og nú ætlar Musk að kaupa Twitter - á 44 milljarða Bandaríkjadala - tæpa sex þúsund milljarða íslenskra króna. Og fólk um allan heim hefur áhyggjur af því - enda er Musk er ólíkindatól sem segir oft alls konar, en gerir svo eitthvað allt annað. Jakub Porzycki/Getty Hvíta húsið, Amnesty International og Evrópusambandið bregðast við Frægt fólk tilkynnti í hrönnum að það ætlaði að hætta á Twitter og myllumerkið #quittwitter, eða hættum á twitter, trendaði. Amnesty International tvítaði tvö orð: Eitraður Twitter, eða Toxic Twitter, og Evrópusambandið varar nýja eigandann við að hann þurfi að fara eftir lögum. Musk segist ætla að útrýma gervireikningum á Twitter, leyfa alla orðræðu og banna engan - svo framarlega sem notendur séu raunverulegir. „Hann hefur mjög takmarkaðan skilning á málfrelsi er mjög takmörkuð, eins og oft gerist hjá fólki í valdastöðu,“ segir David Greene mannréttindasérfræðingur í viðtali við fréttastofu AP. Ahmed Banafa, prófessor við Háskólann í San Jose tekur undir þetta og viðrar áhyggjur sínar af kaupunum. „Musk getur til að mynda ekki tekið því vel þegar fólk gagnrýnir ákveðnar vörur. Þetta á eftir að verða snúið fyrir hann þegar hann fer að reyna að réttlæta málfrelsi. „Málfrelsi fyrir einum getur verið hatursorðræða fyrir öðrum.“ Jen Psaki, talskona Hvíta hússins, var í dag spurð út í afstöðu Joe Biden Bandaríkjaforseta til kaupanna. „Það skiptir engu máli hver á eða stjórnar Twitter, forsetinn hefur lengi haft áhyggjur af því gífurlega valdi sem felst í stórum samfélagsmiðlum. Þeir hafa gífurleg áhrif á daglegt líf fólks og það hefur löngum verið lögð áhersla á að stjórnendur miðlanna þurfi að axla ábyrgð á þeim mikla skaða sem þeir geti valdið.“ Twitter Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Tesla Tengdar fréttir Stjórn Twitter samþykkir kauptilboð Musk Stjórn samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðkýfingsins Elon Musk í fyrirtækið. 25. apríl 2022 19:12 Telja stjórn Twitter á milli steins og sleggju Stjórn samfélagsmiðla fyrirtækisins Twitter eru undir þrýstingi vegna kauptilboðs auðkýfingsins Elon Musk samkvæmt frétt Financial Times. 22. apríl 2022 14:01 Musk getur ákveðið að gleypa eitruðu pilluna Fólk skiptist í fylkingar eftir afstöðu þess til áforma ríkasta manns heims um að kaupa Twitter. Stjórn fyrirtækisins reynir nú allt til að stöðva auðkýfinginn, Elon Musk. 19. apríl 2022 23:01 Elon Musk vill taka yfir Twitter Milljarðarmæringurinn Elon Musk hefur boðist til þess að kaupa Twitter á 41 milljarð bandaríkjadala. Hann segir nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum. 14. apríl 2022 11:42 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Elon Musk er ríkasti maður heims, metinn á 265 milljarða Bandaríkjadala. Meðal afreka þessa ríflega fimmtuga Suður Afríkumanns, er eignarhald og stjórnun á rafbílafyrirtækinu Teslu, stofnun og rekstur geimtúristabatteríisins SpaceX og svo á hann sjö börn. Yngsti sonurinn, X Æ A-12, fæddist 2020 og er í dag kallaður X svona til styttingar og vegna þess að nafnið reyndist óleyfilegt í Kaliforniu. Og nú ætlar Musk að kaupa Twitter - á 44 milljarða Bandaríkjadala - tæpa sex þúsund milljarða íslenskra króna. Og fólk um allan heim hefur áhyggjur af því - enda er Musk er ólíkindatól sem segir oft alls konar, en gerir svo eitthvað allt annað. Jakub Porzycki/Getty Hvíta húsið, Amnesty International og Evrópusambandið bregðast við Frægt fólk tilkynnti í hrönnum að það ætlaði að hætta á Twitter og myllumerkið #quittwitter, eða hættum á twitter, trendaði. Amnesty International tvítaði tvö orð: Eitraður Twitter, eða Toxic Twitter, og Evrópusambandið varar nýja eigandann við að hann þurfi að fara eftir lögum. Musk segist ætla að útrýma gervireikningum á Twitter, leyfa alla orðræðu og banna engan - svo framarlega sem notendur séu raunverulegir. „Hann hefur mjög takmarkaðan skilning á málfrelsi er mjög takmörkuð, eins og oft gerist hjá fólki í valdastöðu,“ segir David Greene mannréttindasérfræðingur í viðtali við fréttastofu AP. Ahmed Banafa, prófessor við Háskólann í San Jose tekur undir þetta og viðrar áhyggjur sínar af kaupunum. „Musk getur til að mynda ekki tekið því vel þegar fólk gagnrýnir ákveðnar vörur. Þetta á eftir að verða snúið fyrir hann þegar hann fer að reyna að réttlæta málfrelsi. „Málfrelsi fyrir einum getur verið hatursorðræða fyrir öðrum.“ Jen Psaki, talskona Hvíta hússins, var í dag spurð út í afstöðu Joe Biden Bandaríkjaforseta til kaupanna. „Það skiptir engu máli hver á eða stjórnar Twitter, forsetinn hefur lengi haft áhyggjur af því gífurlega valdi sem felst í stórum samfélagsmiðlum. Þeir hafa gífurleg áhrif á daglegt líf fólks og það hefur löngum verið lögð áhersla á að stjórnendur miðlanna þurfi að axla ábyrgð á þeim mikla skaða sem þeir geti valdið.“
Twitter Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Tesla Tengdar fréttir Stjórn Twitter samþykkir kauptilboð Musk Stjórn samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðkýfingsins Elon Musk í fyrirtækið. 25. apríl 2022 19:12 Telja stjórn Twitter á milli steins og sleggju Stjórn samfélagsmiðla fyrirtækisins Twitter eru undir þrýstingi vegna kauptilboðs auðkýfingsins Elon Musk samkvæmt frétt Financial Times. 22. apríl 2022 14:01 Musk getur ákveðið að gleypa eitruðu pilluna Fólk skiptist í fylkingar eftir afstöðu þess til áforma ríkasta manns heims um að kaupa Twitter. Stjórn fyrirtækisins reynir nú allt til að stöðva auðkýfinginn, Elon Musk. 19. apríl 2022 23:01 Elon Musk vill taka yfir Twitter Milljarðarmæringurinn Elon Musk hefur boðist til þess að kaupa Twitter á 41 milljarð bandaríkjadala. Hann segir nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum. 14. apríl 2022 11:42 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stjórn Twitter samþykkir kauptilboð Musk Stjórn samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðkýfingsins Elon Musk í fyrirtækið. 25. apríl 2022 19:12
Telja stjórn Twitter á milli steins og sleggju Stjórn samfélagsmiðla fyrirtækisins Twitter eru undir þrýstingi vegna kauptilboðs auðkýfingsins Elon Musk samkvæmt frétt Financial Times. 22. apríl 2022 14:01
Musk getur ákveðið að gleypa eitruðu pilluna Fólk skiptist í fylkingar eftir afstöðu þess til áforma ríkasta manns heims um að kaupa Twitter. Stjórn fyrirtækisins reynir nú allt til að stöðva auðkýfinginn, Elon Musk. 19. apríl 2022 23:01
Elon Musk vill taka yfir Twitter Milljarðarmæringurinn Elon Musk hefur boðist til þess að kaupa Twitter á 41 milljarð bandaríkjadala. Hann segir nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum. 14. apríl 2022 11:42