Áratugi á biðlista hjá Borginni? Ólafur Hilmar Sverrisson skrifar 26. apríl 2022 10:31 Í byrjun þessa árs varð Kjartan Ólafsson, 25 ára. Slík tímamót þykja mörgum nokkuð markverð en ólíkt flestum jafnöldrum sínum vildi hann ekkert vita af afmælinu og neitaði því staðfastlega að hann hefði elst. Ástæðu þessara viðbragða má rekja til þess að Kjartan er bæði einhverfur og með verulegt þroskafrávik vegna Downs heilkennis. Kjartan er einnig með sykursýki. Líf Kjartans er því flókið og hann á mikið undir því að sú þjónusta sem fötluðum er tryggð í lögum og reglugerðum sé í raun í boði. Flestir ganga út frá því að þeir sem fæðist með flókinn vanda eins og Kjartan fái góðan stuðning og að þörfum þeirra sé mætt á þeirra forsendum þegar þeir þurfa á þjónustu hins opinbera að halda. Því miður hefur það ekki verið raunin í tilfelli Kjartans. Feðgarnir Ólafur og Kjartan.Aðsend Er það biðlisti ef maður veit ekki hvar maður er í röðinni? Þegar Kjartan var tæplega tvítugur sótti hann um búsetu við hæfi hjá Reykjavíkurborg, eins og hann á rétt á, lögum samkvæmt. Við, talsmenn hans, töldum að með því gæfist Reykjavíkurborg, sem er heimasveitafélag Kjartans, nægur tími til þess að undirbúa húsnæði við hæfi fyrir Kjartan þannig að hann myndi flytja að heiman á svipuðum tíma og jafnaldrar hans, kannski 25 til 27 ára. Staðfest var að Kjartan ætti fullan rétt á búsetuúrræði. Umsókn hans var sett á lista sem starfsmenn Reykjavíkurborgar kalla biðlista, sem er í raun biðhít, þar sem ekki er um raunverulegan biðlista að ræða. Þegar farið var að grennslast fyrir um hvar á umræddum „biðlista“ umsókn Kjartans væri, gripum við talsmenn hans í tómt. Engin ákveðin svör fengust af hálfu Reykjavíkurborgar. Síðar kom fram hjá fulltrúum Reykjavíkurborgar að Kjartan fengi engin svör fyrr en hann fengi úthlutað „úrræði“. Þá varð ljóst að leita yrði annarra leiða til þess að Kjartan fengi svar við þeirri eðlilegu spurningu hvenær röðin kæmi að honum á þessum svokallaða „biðlista“. Ákveðið var að stefna Reykjavíkurborg fyrir dóm til þess að fá viðurkennt að Kjartan ætti rétt á því að fá upplýst hvenær hann mætti vænta þess að fá húsnæðisúrræði við hæfi, eins og lög og reglur segja að hann eigi rétt á. 47 fatlaðir bíða, en leyst úr vanda 11 þeirra á næstu 5 árum. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur staðfesti rétt Kjartans til að fá upplýst hvenær hann mætti vænta þess að fá húsnæði við hæfi. Reykjavíkurborg ákvað að una ekki við dóminn og áfrýjaði honum til Landsréttar. Reykjavíkurborg telur þannig að Kjartan og aðrir í hans stöðu eigi ekki að fá að vita hvenær þeir megi eiga von á húsnæðisúrræði þó allt regluverk um húsnæði fyrir fatlaða tryggi rétt fatlaðs fólks til að fá upplýsingar um hvenær fyrirhugað sé að röðin komi að þeim. Ætla má að skýringin á þessari hörku Reykjavíkurborgar sé sú að þessar upplýsingar munu afhjúpa þann mikla uppsafnaða vanda sem fyrir er í þessum efnum. Reykjavíkurborg hefur upplýst að í þjónustuflokki Kjartans bíði 47 einstaklingar eftir búsetuúrræði. Áætlanir Reykjavíkurborgar gera ráð fyrir að til ársins 2027 fái 11 einstaklingar í þessum þjónustuflokki úrlausn sinna mála. Það þýðir að 36 einstaklingar fá ekki úrlausn sinna mála auk þeirra sem bætast við á þessum árum í þennan þjónustuflokk. Eftir fimm ár verður Kjartan búinn að halda upp á þrítugsafmæli sitt, á sinn einstaka hátt. Miðað við núverandi stöðu er ekkert sem bendir til þess að hann verði þá kominn í húsnæði við hæfi. Kjartan og allir aðrir í sömu stöðu og hann eru í algerri óvissu og eiga mikið undir því komið að Reykjavíkurborg verð gert að gefa þeim skýr svör um það hvenær búsetuúrræði verða í boði. Höfundur er faðir Kjartans og annar af tveimur persónulegum talsmönnum hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun þessa árs varð Kjartan Ólafsson, 25 ára. Slík tímamót þykja mörgum nokkuð markverð en ólíkt flestum jafnöldrum sínum vildi hann ekkert vita af afmælinu og neitaði því staðfastlega að hann hefði elst. Ástæðu þessara viðbragða má rekja til þess að Kjartan er bæði einhverfur og með verulegt þroskafrávik vegna Downs heilkennis. Kjartan er einnig með sykursýki. Líf Kjartans er því flókið og hann á mikið undir því að sú þjónusta sem fötluðum er tryggð í lögum og reglugerðum sé í raun í boði. Flestir ganga út frá því að þeir sem fæðist með flókinn vanda eins og Kjartan fái góðan stuðning og að þörfum þeirra sé mætt á þeirra forsendum þegar þeir þurfa á þjónustu hins opinbera að halda. Því miður hefur það ekki verið raunin í tilfelli Kjartans. Feðgarnir Ólafur og Kjartan.Aðsend Er það biðlisti ef maður veit ekki hvar maður er í röðinni? Þegar Kjartan var tæplega tvítugur sótti hann um búsetu við hæfi hjá Reykjavíkurborg, eins og hann á rétt á, lögum samkvæmt. Við, talsmenn hans, töldum að með því gæfist Reykjavíkurborg, sem er heimasveitafélag Kjartans, nægur tími til þess að undirbúa húsnæði við hæfi fyrir Kjartan þannig að hann myndi flytja að heiman á svipuðum tíma og jafnaldrar hans, kannski 25 til 27 ára. Staðfest var að Kjartan ætti fullan rétt á búsetuúrræði. Umsókn hans var sett á lista sem starfsmenn Reykjavíkurborgar kalla biðlista, sem er í raun biðhít, þar sem ekki er um raunverulegan biðlista að ræða. Þegar farið var að grennslast fyrir um hvar á umræddum „biðlista“ umsókn Kjartans væri, gripum við talsmenn hans í tómt. Engin ákveðin svör fengust af hálfu Reykjavíkurborgar. Síðar kom fram hjá fulltrúum Reykjavíkurborgar að Kjartan fengi engin svör fyrr en hann fengi úthlutað „úrræði“. Þá varð ljóst að leita yrði annarra leiða til þess að Kjartan fengi svar við þeirri eðlilegu spurningu hvenær röðin kæmi að honum á þessum svokallaða „biðlista“. Ákveðið var að stefna Reykjavíkurborg fyrir dóm til þess að fá viðurkennt að Kjartan ætti rétt á því að fá upplýst hvenær hann mætti vænta þess að fá húsnæðisúrræði við hæfi, eins og lög og reglur segja að hann eigi rétt á. 47 fatlaðir bíða, en leyst úr vanda 11 þeirra á næstu 5 árum. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur staðfesti rétt Kjartans til að fá upplýst hvenær hann mætti vænta þess að fá húsnæði við hæfi. Reykjavíkurborg ákvað að una ekki við dóminn og áfrýjaði honum til Landsréttar. Reykjavíkurborg telur þannig að Kjartan og aðrir í hans stöðu eigi ekki að fá að vita hvenær þeir megi eiga von á húsnæðisúrræði þó allt regluverk um húsnæði fyrir fatlaða tryggi rétt fatlaðs fólks til að fá upplýsingar um hvenær fyrirhugað sé að röðin komi að þeim. Ætla má að skýringin á þessari hörku Reykjavíkurborgar sé sú að þessar upplýsingar munu afhjúpa þann mikla uppsafnaða vanda sem fyrir er í þessum efnum. Reykjavíkurborg hefur upplýst að í þjónustuflokki Kjartans bíði 47 einstaklingar eftir búsetuúrræði. Áætlanir Reykjavíkurborgar gera ráð fyrir að til ársins 2027 fái 11 einstaklingar í þessum þjónustuflokki úrlausn sinna mála. Það þýðir að 36 einstaklingar fá ekki úrlausn sinna mála auk þeirra sem bætast við á þessum árum í þennan þjónustuflokk. Eftir fimm ár verður Kjartan búinn að halda upp á þrítugsafmæli sitt, á sinn einstaka hátt. Miðað við núverandi stöðu er ekkert sem bendir til þess að hann verði þá kominn í húsnæði við hæfi. Kjartan og allir aðrir í sömu stöðu og hann eru í algerri óvissu og eiga mikið undir því komið að Reykjavíkurborg verð gert að gefa þeim skýr svör um það hvenær búsetuúrræði verða í boði. Höfundur er faðir Kjartans og annar af tveimur persónulegum talsmönnum hans.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar