Lewis Hamilton búinn að gefast upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2022 08:01 Það eru bara búnar 4 keppnir af 23 en Lewis Hamilton er búinn að gefa frá sér heimsmeistaratitilinn. AP/Kamran Jebreili Lewis Hamilton var hársbreidd frá því að vinna fimmta heimsmeistaratitilinn í röð í formúlu eitt á síðasta tímabili en eftir alla þessa sigurgöngu eru hlutirnir ekki að ganga upp hjá breska ökukappanum á nýju tímabili. Hamilton hefur byrjað svo illa að hann er þegar búinn að gefa upp vonina að vinna sinn áttunda heimsmeistaratitil á ferlinum á þessu ári þrátt fyrir aðeins sé búnar fjórar keppnir af 23 á tímabilinu. „Ég er dottinn út úr keppninni um heimsmeistaratitilinn. Það er pottþétt. Engin spurning um það,“ sagði Lewis Hamilton eftir erfiðan dag á Imola-brautinni. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Það er ljóst að öllu að hann er búinn að afskrifa Mercedes-bílinn sinn í baráttunni því nóg af stigum er enn í pottinum enda nítján keppnir eftir. Hamilton er eins og er í sjöunda sæti í keppni ökumanna en hann endaði í þrettánda sæti í keppninni á Ítalíu um helgina. Hamilton er með 28 stig sem eru 58 stigum færra en Charles Leclerc hjá Ferrari sem er í forystu. Heimsmeistari síðasta tímabils, Max Verstappen, er 27 stigum frá toppnum en 31 stigi á undan Hamilton. Lewis náði þriðja sæti í fyrstu keppninni en hefur síðan ekki komist á pall og hefur aðeins fengið þrettán stig í síðustu þremur keppnum þar sem hann endaði í tíunda sæti, fjórða sæti og þrettánda sæti. Formúla Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hamilton hefur byrjað svo illa að hann er þegar búinn að gefa upp vonina að vinna sinn áttunda heimsmeistaratitil á ferlinum á þessu ári þrátt fyrir aðeins sé búnar fjórar keppnir af 23 á tímabilinu. „Ég er dottinn út úr keppninni um heimsmeistaratitilinn. Það er pottþétt. Engin spurning um það,“ sagði Lewis Hamilton eftir erfiðan dag á Imola-brautinni. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Það er ljóst að öllu að hann er búinn að afskrifa Mercedes-bílinn sinn í baráttunni því nóg af stigum er enn í pottinum enda nítján keppnir eftir. Hamilton er eins og er í sjöunda sæti í keppni ökumanna en hann endaði í þrettánda sæti í keppninni á Ítalíu um helgina. Hamilton er með 28 stig sem eru 58 stigum færra en Charles Leclerc hjá Ferrari sem er í forystu. Heimsmeistari síðasta tímabils, Max Verstappen, er 27 stigum frá toppnum en 31 stigi á undan Hamilton. Lewis náði þriðja sæti í fyrstu keppninni en hefur síðan ekki komist á pall og hefur aðeins fengið þrettán stig í síðustu þremur keppnum þar sem hann endaði í tíunda sæti, fjórða sæti og þrettánda sæti.
Formúla Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira