Rússi og Úkraínumaður brjóta saman páskaegg Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. apríl 2022 23:01 Fjöldi úkraínskra flóttamanna kom saman í Neskirkju í dag til að fagna páskunum sem eru haldnir hátíðlegir í Rétttrúnaðarkirkjunni í dag. Óttar fékk að fylgjast með og læra inn á alvöru úkraínskar páskahefðir. Í rétttrúnaðarkirkjunni er páskadagur í dag og var honum fagnað víða um Úkraínu. Páskarnir í ár falla þó í skuggann á skelfilegu stríði við Rússa en í dag eru einmitt sléttir tveir mánuðir frá því að innrás Rússa í landið hófst. Víða um landið mátti því heyra sprengjugnýinn við páskamessuna. Á meðan héldu úkraínskir flóttamenn á Íslandi páskana hátíðlega í Neskirkju. Mikilvægasta hátíð Úkraínu Anastasiia Krasnoselska kom til landsins í byrjun mánaðarins en hún flúði frá heimili sínu í Kænugarði. „Þetta er mikilvæg hátíð, líka fyrir þá sem sækja ekki kirkju reglulaga. Þetta er fjölskylduhefð. Til að halda í hefðina fara margir til kirkju og borða hefðbundinn mat. Alvöruegg, ekki súkkulaðiegg eins og á Íslandi, máluð í mismunandi litum. Svo þetta er mikilvæg hátíð í Úkraínu,“ segir Anastasiia. Anastasiia flúði heimili sitt í Kænugarði og kom til Íslands í byrjun apríl.vísir/ívar Biskup Íslands hélt ræðu fyrir hópinn áður en hann safnaðist saman í safnaðarhúsinu til að gæða sér á ýmsum páskaréttum eftir langa föstu. „Aðalhefðirnar eru egg og brauð sem kallast „ paska“. Fólk bakar það alltaf og þeir sem geta það ekki kaupa það. Og eggin eru yfirleitt skreytt. Við dóttir mín búum á hóteli hérna á Íslandi og í gær tókst okkur að skreyta eggin með því litla sem við höfum hérna á Íslandi, til dæmis með blaðaúrklippum. Svo okkur tókst að gera smáhluta af Úkraínu hérna á Íslandi,“ segir Anastasiia. Eggjastríð sem Úkraína vann Sergej Kjartan Artamonov, sem kemur frá Úkraínu, og Anastasía Dodonova, sem er frá Rússlandi, hafa búið á Íslandi í nokkur ár og eru ein þeirra sem skipulögðu daginn í dag. Þau sýna okkur eina helstu páskahefð sína í myndbandinu hér að ofan þar sem þau brjóta saman páskaegg. „Þetta er bara hefð sem við gerum á páskunum,“ segir Sergej. Anastasía og Sergej brjóta páskaeggin að úkraínskum sið. „Þetta er svona eggstríð og sá sem er búinn að vinna þetta stríð hann þarf að fara til annarrar manneskju og gera aftur,“ segir Anastasía. „Og úkraínska hliðin hefur sigrað!“ segir Sergej og hlær. Já, úkraínska hliðin vann þennan bardaga og nú verður Anastasía, sem tapaði að borða sitt egg á meðan Sergej fer um salinn og finnur sér nýjan mótherja. Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Páskar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Í rétttrúnaðarkirkjunni er páskadagur í dag og var honum fagnað víða um Úkraínu. Páskarnir í ár falla þó í skuggann á skelfilegu stríði við Rússa en í dag eru einmitt sléttir tveir mánuðir frá því að innrás Rússa í landið hófst. Víða um landið mátti því heyra sprengjugnýinn við páskamessuna. Á meðan héldu úkraínskir flóttamenn á Íslandi páskana hátíðlega í Neskirkju. Mikilvægasta hátíð Úkraínu Anastasiia Krasnoselska kom til landsins í byrjun mánaðarins en hún flúði frá heimili sínu í Kænugarði. „Þetta er mikilvæg hátíð, líka fyrir þá sem sækja ekki kirkju reglulaga. Þetta er fjölskylduhefð. Til að halda í hefðina fara margir til kirkju og borða hefðbundinn mat. Alvöruegg, ekki súkkulaðiegg eins og á Íslandi, máluð í mismunandi litum. Svo þetta er mikilvæg hátíð í Úkraínu,“ segir Anastasiia. Anastasiia flúði heimili sitt í Kænugarði og kom til Íslands í byrjun apríl.vísir/ívar Biskup Íslands hélt ræðu fyrir hópinn áður en hann safnaðist saman í safnaðarhúsinu til að gæða sér á ýmsum páskaréttum eftir langa föstu. „Aðalhefðirnar eru egg og brauð sem kallast „ paska“. Fólk bakar það alltaf og þeir sem geta það ekki kaupa það. Og eggin eru yfirleitt skreytt. Við dóttir mín búum á hóteli hérna á Íslandi og í gær tókst okkur að skreyta eggin með því litla sem við höfum hérna á Íslandi, til dæmis með blaðaúrklippum. Svo okkur tókst að gera smáhluta af Úkraínu hérna á Íslandi,“ segir Anastasiia. Eggjastríð sem Úkraína vann Sergej Kjartan Artamonov, sem kemur frá Úkraínu, og Anastasía Dodonova, sem er frá Rússlandi, hafa búið á Íslandi í nokkur ár og eru ein þeirra sem skipulögðu daginn í dag. Þau sýna okkur eina helstu páskahefð sína í myndbandinu hér að ofan þar sem þau brjóta saman páskaegg. „Þetta er bara hefð sem við gerum á páskunum,“ segir Sergej. Anastasía og Sergej brjóta páskaeggin að úkraínskum sið. „Þetta er svona eggstríð og sá sem er búinn að vinna þetta stríð hann þarf að fara til annarrar manneskju og gera aftur,“ segir Anastasía. „Og úkraínska hliðin hefur sigrað!“ segir Sergej og hlær. Já, úkraínska hliðin vann þennan bardaga og nú verður Anastasía, sem tapaði að borða sitt egg á meðan Sergej fer um salinn og finnur sér nýjan mótherja.
Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Páskar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira