Joel Embiid spilaði meiddur í nótt og gæti þurft að fara í aðgerð Atli Arason skrifar 24. apríl 2022 09:30 Joel Embiid spilaði með spelku yfir hægri þumalputta í nótt. Hérna sést hann í eitt af mörgum skiptum setja þrýsting á puttan til að mæta sársaukanum. Getty Images Fjórir leikir voru spilaðir í 8-liða úrslitum úrslitakeppninar í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Nets á í hættu að vera sópað í sumarfrí á meðan Raptors stöðvaði sópinn. Joel Embiid, leikmaður Sixers, spilaði meiddur í tapi Philadelphia 76ers. Philadelphia 76ers 102-110 Toronto Raptors Toronto Raptors náði að forða því að vera sópað út úr úrslitakeppninni er þeir unnu 8 stiga sigur á Philadelphia 76ers, 102-110. Staðan í einvíginu er nú 3-1 fyrir Sixers en liðið sem er fryst til að vinna fjóra leiki vinnur einvígið. Sixers fær því annað tækifæri til að slá Raptors úr leik á heimavelli á mánudaginn. Joel Embiid, leikmaður Sixers, spilaði þrátt fyrir þumalputta meiðsli og hann byrjaði leikinn illa en tókst samt að gera 21 stig. Meiðsli Embiid verða skoðuð betur á morgun en hann gæti þurft að fara í aðgerð á puttanum en segist þó ætla að fresta því þangað til eftir tímabilið og spila í gegnum sársaukann, sama hver niðurstaða læknanna verður. Pascal Siakam, leikmaður Raptors, skoraði flest stig allra í leiknum en hann gerði 34 stig. 🌶️ 34 points for Pascal Siakam🌶️ New playoff-career high@pskills43 and the @Raptors force Game 5! pic.twitter.com/xZDQNybqul— NBA (@NBA) April 23, 2022 Memphis Grizzlies 118-119 Minnesota Timberwolves Minnesota Timberwolves vann eins stigs sigur á Memphis Grizzlies, 118-119, í leik þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndum leiksins. Liðin skiptust á að vinna leikhluta en Timberwolves hafði betur í síðustu sóknum leiksins þar sem Karl-Anthony Towns var öruggur á vítalínunni en Towns skoraði alls úr 14 af 17 vítum sínum í leiknum og var stigahæstur hjá Timberwolves með 33 stig. Desmond Bane gerði flest stig í liði Grizzlies, alls 34 punktar. Með sigrinum jafnaði Timberwolves einvígi liðanna í 8-liða úrslitum vesturdeildar. Staðan er núna 2-2 fyrir næsta leik liðanna sem er í Memphis á þriðjudaginn. Playoff career-high 30 for KAT!@Timberwolves 110@memgrizz 1074:29 left on ESPN pic.twitter.com/Trs7cv99sT— NBA (@NBA) April 24, 2022 Dallas Mavericks 99-100 Utah Jazz Utah Jazz vann eins stigs sigur á Dallas Mavericks, 99-100, í endurkomuleik Luka Doncic, leikmanns Mavericks. Þrátt fyrir að vera nýkominn til baka úr kálfa meiðslum þá var Doncic samt stigahæsti leikmaður vallarins með 30 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Þetta var fyrsti leikur Doncic í úrslitakeppninni í ár en hann hefur misst af síðustu þremur leikjum vegna meiðslanna. Einvígið er nú allt jafnt í stöðunni 2-2 en liðin mætast í leik fimm í Dallas á mánudaginn. DONOVAN MITCHELL LOBS IT UP TO RUDY GOBERT FOR THE @utahjazz WIN!!! pic.twitter.com/2kBrp8Vzkn— NBA (@NBA) April 23, 2022 Boston Celtics 109-103 Brooklyn Nets Kyrie Irving og Kevin Durant eiga í hættu að vera sópað í sumarfrí þar sem Brooklyn Nets tapaði þriðja leik sínum í röð gegn Boston Celtics, 109-103. Aftur var það frábær varnarleikur Celtics sem skóp sigurinn en gestirnir frá Boston þvinguðu Nets í 21 tapaðan bolta sem urðu að 37 stigum fyrir Celtics. Irving og Durant skoruðu báðir einungis 16 stig en Jayson Tatum fór á kostum í liði Celtics og var lang stigahæstur með 39 punkta. Liðinn mætast í fjórða sinn aftur í Brooklyn á mánudaginn þar sem heimamenn í Nets verða með bakið upp við veginn. 15 second-half points for Jaylen Brown help the @celtics go up 3-0 🔥GAME 4: Monday, 7 PM ET, TNT pic.twitter.com/83MN0vYI6R— NBA (@NBA) April 24, 2022 NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Philadelphia 76ers 102-110 Toronto Raptors Toronto Raptors náði að forða því að vera sópað út úr úrslitakeppninni er þeir unnu 8 stiga sigur á Philadelphia 76ers, 102-110. Staðan í einvíginu er nú 3-1 fyrir Sixers en liðið sem er fryst til að vinna fjóra leiki vinnur einvígið. Sixers fær því annað tækifæri til að slá Raptors úr leik á heimavelli á mánudaginn. Joel Embiid, leikmaður Sixers, spilaði þrátt fyrir þumalputta meiðsli og hann byrjaði leikinn illa en tókst samt að gera 21 stig. Meiðsli Embiid verða skoðuð betur á morgun en hann gæti þurft að fara í aðgerð á puttanum en segist þó ætla að fresta því þangað til eftir tímabilið og spila í gegnum sársaukann, sama hver niðurstaða læknanna verður. Pascal Siakam, leikmaður Raptors, skoraði flest stig allra í leiknum en hann gerði 34 stig. 🌶️ 34 points for Pascal Siakam🌶️ New playoff-career high@pskills43 and the @Raptors force Game 5! pic.twitter.com/xZDQNybqul— NBA (@NBA) April 23, 2022 Memphis Grizzlies 118-119 Minnesota Timberwolves Minnesota Timberwolves vann eins stigs sigur á Memphis Grizzlies, 118-119, í leik þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndum leiksins. Liðin skiptust á að vinna leikhluta en Timberwolves hafði betur í síðustu sóknum leiksins þar sem Karl-Anthony Towns var öruggur á vítalínunni en Towns skoraði alls úr 14 af 17 vítum sínum í leiknum og var stigahæstur hjá Timberwolves með 33 stig. Desmond Bane gerði flest stig í liði Grizzlies, alls 34 punktar. Með sigrinum jafnaði Timberwolves einvígi liðanna í 8-liða úrslitum vesturdeildar. Staðan er núna 2-2 fyrir næsta leik liðanna sem er í Memphis á þriðjudaginn. Playoff career-high 30 for KAT!@Timberwolves 110@memgrizz 1074:29 left on ESPN pic.twitter.com/Trs7cv99sT— NBA (@NBA) April 24, 2022 Dallas Mavericks 99-100 Utah Jazz Utah Jazz vann eins stigs sigur á Dallas Mavericks, 99-100, í endurkomuleik Luka Doncic, leikmanns Mavericks. Þrátt fyrir að vera nýkominn til baka úr kálfa meiðslum þá var Doncic samt stigahæsti leikmaður vallarins með 30 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Þetta var fyrsti leikur Doncic í úrslitakeppninni í ár en hann hefur misst af síðustu þremur leikjum vegna meiðslanna. Einvígið er nú allt jafnt í stöðunni 2-2 en liðin mætast í leik fimm í Dallas á mánudaginn. DONOVAN MITCHELL LOBS IT UP TO RUDY GOBERT FOR THE @utahjazz WIN!!! pic.twitter.com/2kBrp8Vzkn— NBA (@NBA) April 23, 2022 Boston Celtics 109-103 Brooklyn Nets Kyrie Irving og Kevin Durant eiga í hættu að vera sópað í sumarfrí þar sem Brooklyn Nets tapaði þriðja leik sínum í röð gegn Boston Celtics, 109-103. Aftur var það frábær varnarleikur Celtics sem skóp sigurinn en gestirnir frá Boston þvinguðu Nets í 21 tapaðan bolta sem urðu að 37 stigum fyrir Celtics. Irving og Durant skoruðu báðir einungis 16 stig en Jayson Tatum fór á kostum í liði Celtics og var lang stigahæstur með 39 punkta. Liðinn mætast í fjórða sinn aftur í Brooklyn á mánudaginn þar sem heimamenn í Nets verða með bakið upp við veginn. 15 second-half points for Jaylen Brown help the @celtics go up 3-0 🔥GAME 4: Monday, 7 PM ET, TNT pic.twitter.com/83MN0vYI6R— NBA (@NBA) April 24, 2022
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira