Segir Rússa geta ráðist inn í fleiri Evrópulönd Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. apríl 2022 12:08 Zelensky við daglegt ávarp sitt til úkraínsku þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar í gær. ap Bretar ætla að opna aftur sendiráð sitt í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og munu aðstoða Pólverja við að gefa Úkraínumönnum skriðdreka. Forseti Úkraínu varar Vesturlönd við því að Rússar ætli sér að ráðast inn í fleiri lönd í álfunni. Rússum hefur orðið lítið ágengt í hernaði sínum á Donbas-svæðinu í austurhluta Úkraínu síðasta sólarhringinn. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, sagði í daglegu ávarpi sínu í gær að Rússar hygðust ná undir sig öllum suðurhluta landsins. Innrás Rússa í Úkraínu væri aðeins byrjunin og sagði Zelensky þá ætla sér að ráðast inn í önnur Evrópulönd í framhaldinu. Fréttastofa fylgist með nýjustu vendingum í Úkraínu í beinni í vaktinni hér að neðan: Zelensky hefur ítrekað beðið vestrænar þjóðir um beina aðstoð með liðstyrk í stríðinu gegn Rússum. Þetta hafa NATO-ríkin ekki viljað gera af ótta við að út brjótist allsherjarstyrjöld í Evrópu en Bretar tilkynntu það í gær að þeir ætluðu sér að stíga skrefinu lengra en þeir hafa gert hingað til og senda skriðdreka til Póllands. Pólverjar geta þannig gefið nágrönnum sínum í austri sína skriðdreka án þess að veikja sínar hersveitir. „Við erum þakklát öllum samherjum okkar sem viðrast loks hafa heyrt í okkur og veita okkur þá aðstoð sem við þurfum. Við vitum fyrir víst að þessi vopn verða notuð til að bjarga þúsundum mannslífa,“ sagði Zelensky meðal annars í gær. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, fór yfir stöðuna á átökunum í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Einblína á viðkvæma hópa Meira en fimm milljónir eru nú á flótta um Evrópu vegna stríðsins. Aldrei hafa fleiri flóttamenn komið hingað til lands í einu og síðustu vikurnar en þeir sem koma frá Úkraínu eru orðnir rúmlega 830 talsins. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að einblína sérstaklega á viðkvæma hópa á næstunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Þar er verið að horfa til þess að taka á móti allt að 100 manns frá Moldóvu. Moldóva er auðvitað búin að taka á móti mjög mörgu fólki frá Úkraínu núna og hefur sent heimsbyggðinni ákall um að styðja við þau í því,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Einnig var samþykkt að taka á móti fimm til tíu fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra sem hafa flúið Úkraínu og eru nú í stödd í Póllandi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Evrópusambandið NATO Hernaður Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira
Rússum hefur orðið lítið ágengt í hernaði sínum á Donbas-svæðinu í austurhluta Úkraínu síðasta sólarhringinn. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, sagði í daglegu ávarpi sínu í gær að Rússar hygðust ná undir sig öllum suðurhluta landsins. Innrás Rússa í Úkraínu væri aðeins byrjunin og sagði Zelensky þá ætla sér að ráðast inn í önnur Evrópulönd í framhaldinu. Fréttastofa fylgist með nýjustu vendingum í Úkraínu í beinni í vaktinni hér að neðan: Zelensky hefur ítrekað beðið vestrænar þjóðir um beina aðstoð með liðstyrk í stríðinu gegn Rússum. Þetta hafa NATO-ríkin ekki viljað gera af ótta við að út brjótist allsherjarstyrjöld í Evrópu en Bretar tilkynntu það í gær að þeir ætluðu sér að stíga skrefinu lengra en þeir hafa gert hingað til og senda skriðdreka til Póllands. Pólverjar geta þannig gefið nágrönnum sínum í austri sína skriðdreka án þess að veikja sínar hersveitir. „Við erum þakklát öllum samherjum okkar sem viðrast loks hafa heyrt í okkur og veita okkur þá aðstoð sem við þurfum. Við vitum fyrir víst að þessi vopn verða notuð til að bjarga þúsundum mannslífa,“ sagði Zelensky meðal annars í gær. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, fór yfir stöðuna á átökunum í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Einblína á viðkvæma hópa Meira en fimm milljónir eru nú á flótta um Evrópu vegna stríðsins. Aldrei hafa fleiri flóttamenn komið hingað til lands í einu og síðustu vikurnar en þeir sem koma frá Úkraínu eru orðnir rúmlega 830 talsins. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að einblína sérstaklega á viðkvæma hópa á næstunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Þar er verið að horfa til þess að taka á móti allt að 100 manns frá Moldóvu. Moldóva er auðvitað búin að taka á móti mjög mörgu fólki frá Úkraínu núna og hefur sent heimsbyggðinni ákall um að styðja við þau í því,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Einnig var samþykkt að taka á móti fimm til tíu fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra sem hafa flúið Úkraínu og eru nú í stödd í Póllandi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Evrópusambandið NATO Hernaður Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira