Segir Rússa geta ráðist inn í fleiri Evrópulönd Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. apríl 2022 12:08 Zelensky við daglegt ávarp sitt til úkraínsku þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar í gær. ap Bretar ætla að opna aftur sendiráð sitt í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og munu aðstoða Pólverja við að gefa Úkraínumönnum skriðdreka. Forseti Úkraínu varar Vesturlönd við því að Rússar ætli sér að ráðast inn í fleiri lönd í álfunni. Rússum hefur orðið lítið ágengt í hernaði sínum á Donbas-svæðinu í austurhluta Úkraínu síðasta sólarhringinn. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, sagði í daglegu ávarpi sínu í gær að Rússar hygðust ná undir sig öllum suðurhluta landsins. Innrás Rússa í Úkraínu væri aðeins byrjunin og sagði Zelensky þá ætla sér að ráðast inn í önnur Evrópulönd í framhaldinu. Fréttastofa fylgist með nýjustu vendingum í Úkraínu í beinni í vaktinni hér að neðan: Zelensky hefur ítrekað beðið vestrænar þjóðir um beina aðstoð með liðstyrk í stríðinu gegn Rússum. Þetta hafa NATO-ríkin ekki viljað gera af ótta við að út brjótist allsherjarstyrjöld í Evrópu en Bretar tilkynntu það í gær að þeir ætluðu sér að stíga skrefinu lengra en þeir hafa gert hingað til og senda skriðdreka til Póllands. Pólverjar geta þannig gefið nágrönnum sínum í austri sína skriðdreka án þess að veikja sínar hersveitir. „Við erum þakklát öllum samherjum okkar sem viðrast loks hafa heyrt í okkur og veita okkur þá aðstoð sem við þurfum. Við vitum fyrir víst að þessi vopn verða notuð til að bjarga þúsundum mannslífa,“ sagði Zelensky meðal annars í gær. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, fór yfir stöðuna á átökunum í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Einblína á viðkvæma hópa Meira en fimm milljónir eru nú á flótta um Evrópu vegna stríðsins. Aldrei hafa fleiri flóttamenn komið hingað til lands í einu og síðustu vikurnar en þeir sem koma frá Úkraínu eru orðnir rúmlega 830 talsins. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að einblína sérstaklega á viðkvæma hópa á næstunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Þar er verið að horfa til þess að taka á móti allt að 100 manns frá Moldóvu. Moldóva er auðvitað búin að taka á móti mjög mörgu fólki frá Úkraínu núna og hefur sent heimsbyggðinni ákall um að styðja við þau í því,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Einnig var samþykkt að taka á móti fimm til tíu fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra sem hafa flúið Úkraínu og eru nú í stödd í Póllandi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Evrópusambandið NATO Hernaður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Rússum hefur orðið lítið ágengt í hernaði sínum á Donbas-svæðinu í austurhluta Úkraínu síðasta sólarhringinn. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, sagði í daglegu ávarpi sínu í gær að Rússar hygðust ná undir sig öllum suðurhluta landsins. Innrás Rússa í Úkraínu væri aðeins byrjunin og sagði Zelensky þá ætla sér að ráðast inn í önnur Evrópulönd í framhaldinu. Fréttastofa fylgist með nýjustu vendingum í Úkraínu í beinni í vaktinni hér að neðan: Zelensky hefur ítrekað beðið vestrænar þjóðir um beina aðstoð með liðstyrk í stríðinu gegn Rússum. Þetta hafa NATO-ríkin ekki viljað gera af ótta við að út brjótist allsherjarstyrjöld í Evrópu en Bretar tilkynntu það í gær að þeir ætluðu sér að stíga skrefinu lengra en þeir hafa gert hingað til og senda skriðdreka til Póllands. Pólverjar geta þannig gefið nágrönnum sínum í austri sína skriðdreka án þess að veikja sínar hersveitir. „Við erum þakklát öllum samherjum okkar sem viðrast loks hafa heyrt í okkur og veita okkur þá aðstoð sem við þurfum. Við vitum fyrir víst að þessi vopn verða notuð til að bjarga þúsundum mannslífa,“ sagði Zelensky meðal annars í gær. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, fór yfir stöðuna á átökunum í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Einblína á viðkvæma hópa Meira en fimm milljónir eru nú á flótta um Evrópu vegna stríðsins. Aldrei hafa fleiri flóttamenn komið hingað til lands í einu og síðustu vikurnar en þeir sem koma frá Úkraínu eru orðnir rúmlega 830 talsins. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að einblína sérstaklega á viðkvæma hópa á næstunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Þar er verið að horfa til þess að taka á móti allt að 100 manns frá Moldóvu. Moldóva er auðvitað búin að taka á móti mjög mörgu fólki frá Úkraínu núna og hefur sent heimsbyggðinni ákall um að styðja við þau í því,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Einnig var samþykkt að taka á móti fimm til tíu fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra sem hafa flúið Úkraínu og eru nú í stödd í Póllandi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Evrópusambandið NATO Hernaður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira