Úkraínuforseti segir Rússa undirbúa innlimun tveggja héraða Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2022 12:59 Áttatíu manns tókst að komast frá Mariupol í gær og segja hryllinginn þar ólýsanlegan. AP/Leo Correa Úkraínuforseti segir líklegt að Rússar séu að undirbúa sýndar þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun tveggja héraða í suðausturhluta Úkraínu og varar íbúana við að veita Rússum persónuupplýsingar. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings boðaði enn frekari stuðning við Úkraínu á fundi með forsætisráðherra landsins. Rússar beita nú öllum sínum hernaðarþunga að austur og suðausturhluta Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy forseti landsins segir þá ætla að reyna að endurtaka leikinn frá Krímskaga árið 2014 þegar þeir hafi sett á svið þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem íbúarnir samþykktu innlimun Krímskaga í Rússland. Í miðnæturávarpi sínu sagði forsetinn Rússa nú undirbúi slíka falska þjóðaratkvæðagreiðslu í héruðunum Kherson og Zaporizhia beint norður af Krím en austan þeirra eru Donetsk og Luhansk þar sem barist hefur verið allt frá árinu 2014. Volodymyr Zelenskyy segir Rússa undirbúa innlimun tveggja hérða eftir falska þjóðaratkvæðagreiðslu.AP/forsetaembætti Úkraínu „Ég brýni íbúa héraðanna Kherson og Zaporizhzhia til að vera sérstaklega varkára varðandi hvaða upplýsingar þið gefið innrásarhernum. Ef þeir krefjast þess að þið fyllið út einhver eyðiblöð ekki gefa upp vegabréfsnúmerin ykkar,“ sagði Zelenskyy. Forsetinn þakkaði Bandaríkjunum fyrir þann aukna stuðning sem Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá í gær upp á 800 milljónir dollara til vopnakaupa. Nauðsynlegt væri að flýta vopnaflutningum til Úkraínu þar sem árásir Rússa færðust í aukana í austur- og suðurhéruðum landsins. Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu ræddu við fréttamenn í Washington í gær.AP/Jacquelyn Martin Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu er í heimsókn í Washington í Bandaríkjunum og fundaði með Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Hún sagði báða flokka á Bandaríkjaþingi nú þegar hafa samþykkt mannúðar-, efnahags- og hernaðaraðstoð við Úkraínu upp á 13,6 milljarða dollara, sem svarar til 1.700 milljarða íslenskra króna. „Við viljum gera meira. Biden forseti hefur boðað að hann muni óska eftir frekari stuðningi þingsins sem kemur í ljós á næstu dögum og við munum taka þær óskir fyrir strax í næstu viku,“ sagði Pelosi. Um áttatíu íbúum Mariupol tókst að komast frá borginni í gær og sögðu hryllinginn þar ólýsanlegan. Vladimir Putin hefur lýst því yfir að rússneskar hersveitir hafi náð borginni að fullu á sitt vald fyrir utan stáliðjuver þar sem úkraínskar hersveitir hafi verið umkringdar. Zelenskyy segir hins vegar af og frá að borgin sé á valdi Rússa. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Fleiri fréttir Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Sjá meira
Rússar beita nú öllum sínum hernaðarþunga að austur og suðausturhluta Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy forseti landsins segir þá ætla að reyna að endurtaka leikinn frá Krímskaga árið 2014 þegar þeir hafi sett á svið þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem íbúarnir samþykktu innlimun Krímskaga í Rússland. Í miðnæturávarpi sínu sagði forsetinn Rússa nú undirbúi slíka falska þjóðaratkvæðagreiðslu í héruðunum Kherson og Zaporizhia beint norður af Krím en austan þeirra eru Donetsk og Luhansk þar sem barist hefur verið allt frá árinu 2014. Volodymyr Zelenskyy segir Rússa undirbúa innlimun tveggja hérða eftir falska þjóðaratkvæðagreiðslu.AP/forsetaembætti Úkraínu „Ég brýni íbúa héraðanna Kherson og Zaporizhzhia til að vera sérstaklega varkára varðandi hvaða upplýsingar þið gefið innrásarhernum. Ef þeir krefjast þess að þið fyllið út einhver eyðiblöð ekki gefa upp vegabréfsnúmerin ykkar,“ sagði Zelenskyy. Forsetinn þakkaði Bandaríkjunum fyrir þann aukna stuðning sem Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá í gær upp á 800 milljónir dollara til vopnakaupa. Nauðsynlegt væri að flýta vopnaflutningum til Úkraínu þar sem árásir Rússa færðust í aukana í austur- og suðurhéruðum landsins. Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu ræddu við fréttamenn í Washington í gær.AP/Jacquelyn Martin Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu er í heimsókn í Washington í Bandaríkjunum og fundaði með Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Hún sagði báða flokka á Bandaríkjaþingi nú þegar hafa samþykkt mannúðar-, efnahags- og hernaðaraðstoð við Úkraínu upp á 13,6 milljarða dollara, sem svarar til 1.700 milljarða íslenskra króna. „Við viljum gera meira. Biden forseti hefur boðað að hann muni óska eftir frekari stuðningi þingsins sem kemur í ljós á næstu dögum og við munum taka þær óskir fyrir strax í næstu viku,“ sagði Pelosi. Um áttatíu íbúum Mariupol tókst að komast frá borginni í gær og sögðu hryllinginn þar ólýsanlegan. Vladimir Putin hefur lýst því yfir að rússneskar hersveitir hafi náð borginni að fullu á sitt vald fyrir utan stáliðjuver þar sem úkraínskar hersveitir hafi verið umkringdar. Zelenskyy segir hins vegar af og frá að borgin sé á valdi Rússa.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Fleiri fréttir Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Sjá meira