Úkraínuforseti segir Rússa undirbúa innlimun tveggja héraða Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2022 12:59 Áttatíu manns tókst að komast frá Mariupol í gær og segja hryllinginn þar ólýsanlegan. AP/Leo Correa Úkraínuforseti segir líklegt að Rússar séu að undirbúa sýndar þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun tveggja héraða í suðausturhluta Úkraínu og varar íbúana við að veita Rússum persónuupplýsingar. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings boðaði enn frekari stuðning við Úkraínu á fundi með forsætisráðherra landsins. Rússar beita nú öllum sínum hernaðarþunga að austur og suðausturhluta Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy forseti landsins segir þá ætla að reyna að endurtaka leikinn frá Krímskaga árið 2014 þegar þeir hafi sett á svið þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem íbúarnir samþykktu innlimun Krímskaga í Rússland. Í miðnæturávarpi sínu sagði forsetinn Rússa nú undirbúi slíka falska þjóðaratkvæðagreiðslu í héruðunum Kherson og Zaporizhia beint norður af Krím en austan þeirra eru Donetsk og Luhansk þar sem barist hefur verið allt frá árinu 2014. Volodymyr Zelenskyy segir Rússa undirbúa innlimun tveggja hérða eftir falska þjóðaratkvæðagreiðslu.AP/forsetaembætti Úkraínu „Ég brýni íbúa héraðanna Kherson og Zaporizhzhia til að vera sérstaklega varkára varðandi hvaða upplýsingar þið gefið innrásarhernum. Ef þeir krefjast þess að þið fyllið út einhver eyðiblöð ekki gefa upp vegabréfsnúmerin ykkar,“ sagði Zelenskyy. Forsetinn þakkaði Bandaríkjunum fyrir þann aukna stuðning sem Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá í gær upp á 800 milljónir dollara til vopnakaupa. Nauðsynlegt væri að flýta vopnaflutningum til Úkraínu þar sem árásir Rússa færðust í aukana í austur- og suðurhéruðum landsins. Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu ræddu við fréttamenn í Washington í gær.AP/Jacquelyn Martin Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu er í heimsókn í Washington í Bandaríkjunum og fundaði með Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Hún sagði báða flokka á Bandaríkjaþingi nú þegar hafa samþykkt mannúðar-, efnahags- og hernaðaraðstoð við Úkraínu upp á 13,6 milljarða dollara, sem svarar til 1.700 milljarða íslenskra króna. „Við viljum gera meira. Biden forseti hefur boðað að hann muni óska eftir frekari stuðningi þingsins sem kemur í ljós á næstu dögum og við munum taka þær óskir fyrir strax í næstu viku,“ sagði Pelosi. Um áttatíu íbúum Mariupol tókst að komast frá borginni í gær og sögðu hryllinginn þar ólýsanlegan. Vladimir Putin hefur lýst því yfir að rússneskar hersveitir hafi náð borginni að fullu á sitt vald fyrir utan stáliðjuver þar sem úkraínskar hersveitir hafi verið umkringdar. Zelenskyy segir hins vegar af og frá að borgin sé á valdi Rússa. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Rússar beita nú öllum sínum hernaðarþunga að austur og suðausturhluta Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy forseti landsins segir þá ætla að reyna að endurtaka leikinn frá Krímskaga árið 2014 þegar þeir hafi sett á svið þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem íbúarnir samþykktu innlimun Krímskaga í Rússland. Í miðnæturávarpi sínu sagði forsetinn Rússa nú undirbúi slíka falska þjóðaratkvæðagreiðslu í héruðunum Kherson og Zaporizhia beint norður af Krím en austan þeirra eru Donetsk og Luhansk þar sem barist hefur verið allt frá árinu 2014. Volodymyr Zelenskyy segir Rússa undirbúa innlimun tveggja hérða eftir falska þjóðaratkvæðagreiðslu.AP/forsetaembætti Úkraínu „Ég brýni íbúa héraðanna Kherson og Zaporizhzhia til að vera sérstaklega varkára varðandi hvaða upplýsingar þið gefið innrásarhernum. Ef þeir krefjast þess að þið fyllið út einhver eyðiblöð ekki gefa upp vegabréfsnúmerin ykkar,“ sagði Zelenskyy. Forsetinn þakkaði Bandaríkjunum fyrir þann aukna stuðning sem Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá í gær upp á 800 milljónir dollara til vopnakaupa. Nauðsynlegt væri að flýta vopnaflutningum til Úkraínu þar sem árásir Rússa færðust í aukana í austur- og suðurhéruðum landsins. Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu ræddu við fréttamenn í Washington í gær.AP/Jacquelyn Martin Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu er í heimsókn í Washington í Bandaríkjunum og fundaði með Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Hún sagði báða flokka á Bandaríkjaþingi nú þegar hafa samþykkt mannúðar-, efnahags- og hernaðaraðstoð við Úkraínu upp á 13,6 milljarða dollara, sem svarar til 1.700 milljarða íslenskra króna. „Við viljum gera meira. Biden forseti hefur boðað að hann muni óska eftir frekari stuðningi þingsins sem kemur í ljós á næstu dögum og við munum taka þær óskir fyrir strax í næstu viku,“ sagði Pelosi. Um áttatíu íbúum Mariupol tókst að komast frá borginni í gær og sögðu hryllinginn þar ólýsanlegan. Vladimir Putin hefur lýst því yfir að rússneskar hersveitir hafi náð borginni að fullu á sitt vald fyrir utan stáliðjuver þar sem úkraínskar hersveitir hafi verið umkringdar. Zelenskyy segir hins vegar af og frá að borgin sé á valdi Rússa.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira