Embiid mundar sópinn, samheldni Celtics sigraði einstaklingsgæði og DeRozan jafnaði metin gegn Bucks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2022 11:00 Joel Embiid fagnar sigurkörfunni. NBA Það fóru þrír frábærir leikir fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. DeMar DeRozan var trylltur er Chicago Bulls jöfnuðu metin gegn meisturum Milwaukee Bucks. Boston Celtic komið 2-0 yfir gegn Brooklyn Nets og Joel Embiid kom Philadelphia 76ers 3-0 yfir gegn Toronto Raptors með flautuþrist í framlengdum leik. Frábær annar leikhluti Nautanna frá Chicago gerði það að verkum að liðið var með nægilega mikla forystu til að standast áhlaup meistaranna í síðari hálfleik en munurinn var 14 stig er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Það sem gerðist einnig í öðrum leikhluta var að Tristan Thompson rak olnbogann í andltið á Bobby Portis er þeir börðust um boltann og Portis lék ekkert í síðari hálfleik. Munaði um minna fyrir Bucks. There was no foul called on this play in which Tristan Thompson elbowed Bobby Portis in the face. pic.twitter.com/pB1mBtpjiz— Scott Grodsky (@ScottGrodsky) April 21, 2022 Þegar líða tók á þriðja leikhluta lifnuðu heimamenn við og minnkuðu muninn niður í aðeins fjögur stig en aftur tókst gestunum að ná tveggja tölu forystu. Staðan 80-92 þegar tæpar ellefu mínútur voru til leiksloka. Aftur gerðu heimamenn áhlaup en liðið missti annan leikmann út vegna meiðsla er Khris Middleton rann illa á gólfinu. Hann spilaði ekki meira og Bucks án Portis og Middleton síðustu sex mínútur leiksins. Það hefur eflaust hjálpað gestunum að halda út en Nautin unnu fjögurra stiga sigur, 114-110 og staðan í einvíginu er 1-1 þegar liðin færa sig frá Milwaukee og yfir til Chicago. Hjá heimamönnum var Giannis Antetokounmpo stigahæstur með 33 stig ásamt því að taka 18 fráköst og gefa 9 stoðsendingar. Þar á eftir kom Brook Lopez með 25 stig og Middleton skoraði 18 stig og gaf 8 stoðsendingar. Hjá Bulls var DeRozan með 41 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Þar á eftir kom Nikola Vucevic með 24 stig og 13 fráköst. Þá skoraði Zach Lavine 20 stig. DeMar DeRozan was IN HIS BAG in Game 2. He WENT OFF for a Playoff career-high 41 PTS to even the series at 1-1! #BullsNation@DeMar_DeRozan: 41 PTS, 7 REB, 4 AST, 2 BLKBUCKS/BULLS Game 3: Fri. 8:30pm/et on ABC#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/og9t7cXuZY— NBA (@NBA) April 21, 2022 Frábær fjórði leikhluti þýðir að Boston er nú 2-0 yfir gegn Brooklyn, lokatölur 114-107. Segja má að góð liðsheild hafi skapað sigurinn en sjö af átta leikmönnum Boston skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Jaylen Brown var stigahæstur með 22, Jayson Tatum skoraði 19 og gaf 10 stoðsendingar. Grant Williams skoraði 17, Al Horford 16, Daniel Theis 15, Marcus Smart 12 og Payton Pritchard 10. The @celtics closed out Game 2 with CLUTCH play by their BIG 3 (@FCHWPO, @jaytatum0, @smart_MS3) to take the 2-0 series lead! #BleedGreenGame 3: CELTICS/NETSSat. 7:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/fSi7bgy9tJ— NBA (@NBA) April 21, 2022 Hjá Nets var Kevin Durant stigahæstur með 27 stig, Bruce Brown Jr. kom þar á eftir með 23, Goran Dragić gerði 18 og Seth Curry 16. Svo virðist sem baulið og leiðindin í stuðningsfólki Boston hafi náð til Kyrie Irving sem skoraði aðeins 10 stig á þeim 40 mínútum sem hann spilaði. Að lokum þurfti Philadelphia 76ers framlengingu til að leggja Toronto Raptors að velli, lokatölur 104-101 þökk sé sigurkörfu Embiid. Staðan 3-0 í einvíginu og sópurinn við það að sveiflast. JOEL WINS IT FOR THE SIXERS FROM DEEP IN OT!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/gYFaKf6GY9— NBA (@NBA) April 21, 2022 Embiid skoraði 33 stig og tók 14 fráköst á meðan Thyrese Maxey og James Harden skoruðu 19 stig hvor. Harden einnig með 10 stoðsendingar. Hjá Raptors skoraði OG Anunoby 26 stig, Gary Trent Jr. 24 og Precious Achiuwa skoraði 20 stig. The Playoff Bracket after Wednesday Night's GamesThe #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. pic.twitter.com/9lWETWa3HJ— NBA (@NBA) April 21, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Frábær annar leikhluti Nautanna frá Chicago gerði það að verkum að liðið var með nægilega mikla forystu til að standast áhlaup meistaranna í síðari hálfleik en munurinn var 14 stig er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Það sem gerðist einnig í öðrum leikhluta var að Tristan Thompson rak olnbogann í andltið á Bobby Portis er þeir börðust um boltann og Portis lék ekkert í síðari hálfleik. Munaði um minna fyrir Bucks. There was no foul called on this play in which Tristan Thompson elbowed Bobby Portis in the face. pic.twitter.com/pB1mBtpjiz— Scott Grodsky (@ScottGrodsky) April 21, 2022 Þegar líða tók á þriðja leikhluta lifnuðu heimamenn við og minnkuðu muninn niður í aðeins fjögur stig en aftur tókst gestunum að ná tveggja tölu forystu. Staðan 80-92 þegar tæpar ellefu mínútur voru til leiksloka. Aftur gerðu heimamenn áhlaup en liðið missti annan leikmann út vegna meiðsla er Khris Middleton rann illa á gólfinu. Hann spilaði ekki meira og Bucks án Portis og Middleton síðustu sex mínútur leiksins. Það hefur eflaust hjálpað gestunum að halda út en Nautin unnu fjögurra stiga sigur, 114-110 og staðan í einvíginu er 1-1 þegar liðin færa sig frá Milwaukee og yfir til Chicago. Hjá heimamönnum var Giannis Antetokounmpo stigahæstur með 33 stig ásamt því að taka 18 fráköst og gefa 9 stoðsendingar. Þar á eftir kom Brook Lopez með 25 stig og Middleton skoraði 18 stig og gaf 8 stoðsendingar. Hjá Bulls var DeRozan með 41 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Þar á eftir kom Nikola Vucevic með 24 stig og 13 fráköst. Þá skoraði Zach Lavine 20 stig. DeMar DeRozan was IN HIS BAG in Game 2. He WENT OFF for a Playoff career-high 41 PTS to even the series at 1-1! #BullsNation@DeMar_DeRozan: 41 PTS, 7 REB, 4 AST, 2 BLKBUCKS/BULLS Game 3: Fri. 8:30pm/et on ABC#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/og9t7cXuZY— NBA (@NBA) April 21, 2022 Frábær fjórði leikhluti þýðir að Boston er nú 2-0 yfir gegn Brooklyn, lokatölur 114-107. Segja má að góð liðsheild hafi skapað sigurinn en sjö af átta leikmönnum Boston skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Jaylen Brown var stigahæstur með 22, Jayson Tatum skoraði 19 og gaf 10 stoðsendingar. Grant Williams skoraði 17, Al Horford 16, Daniel Theis 15, Marcus Smart 12 og Payton Pritchard 10. The @celtics closed out Game 2 with CLUTCH play by their BIG 3 (@FCHWPO, @jaytatum0, @smart_MS3) to take the 2-0 series lead! #BleedGreenGame 3: CELTICS/NETSSat. 7:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/fSi7bgy9tJ— NBA (@NBA) April 21, 2022 Hjá Nets var Kevin Durant stigahæstur með 27 stig, Bruce Brown Jr. kom þar á eftir með 23, Goran Dragić gerði 18 og Seth Curry 16. Svo virðist sem baulið og leiðindin í stuðningsfólki Boston hafi náð til Kyrie Irving sem skoraði aðeins 10 stig á þeim 40 mínútum sem hann spilaði. Að lokum þurfti Philadelphia 76ers framlengingu til að leggja Toronto Raptors að velli, lokatölur 104-101 þökk sé sigurkörfu Embiid. Staðan 3-0 í einvíginu og sópurinn við það að sveiflast. JOEL WINS IT FOR THE SIXERS FROM DEEP IN OT!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/gYFaKf6GY9— NBA (@NBA) April 21, 2022 Embiid skoraði 33 stig og tók 14 fráköst á meðan Thyrese Maxey og James Harden skoruðu 19 stig hvor. Harden einnig með 10 stoðsendingar. Hjá Raptors skoraði OG Anunoby 26 stig, Gary Trent Jr. 24 og Precious Achiuwa skoraði 20 stig. The Playoff Bracket after Wednesday Night's GamesThe #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. pic.twitter.com/9lWETWa3HJ— NBA (@NBA) April 21, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira