Umfjöllun og viðtöl: KA 1–0 Leiknir R. | Akureyringar unnu á Dalvík Árni Gísli Magnússon skrifar 20. apríl 2022 20:30 Steinþár Már Auðunsson, Stubbur, og félagar í KA tóku Leikni Reykjavík 1-0 á Dalvík. Vísir/Hulda Margrét KA mætti Leikni frá Reykjavík í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Dalvíkurvelli í kvöld. Aðstöðuleysi norðanmanna hefur vart farið fram hjá mörgum og mun KA því þurfa að spila nokkra leiki á Dalvík í byrjun móts. KA hafði að lokum 1-0 sigur eftir leik sem var ekki mikið fyrir augað. Leikurinn byrjaði heldur rólega en KA menn héldu þó boltanum mun meira og Leiknismennirnir leyfðu þeim það og lágu frekar til baka. Á 10. mínútu fékk Ásgeir Sigurgeirsson boltann inn á teig Leiknis og var að hlaða í skot þegar Bjarki Aðalsteinsson bjargaði með frábærri tæklingu og vann boltann. Innan við mínútu síðar fékk Majiec Makuszewski boltann í gegnum vörn KA og var í svipaðri stöðu og Ásgeir rétt áður en þá renndi Oleksii Bykov sér í boltann og bjargaði annars góðu marktækifæri. Það var svo skarð fyrir skildi fyrir Leiknismenn á eftir rúmlega 20 mínútna leik þegar Óttar Bjarni Guðmundsson þurfti að fara af velli vegna höfuðmeiðsla sem hann hlaut eftir baráttu í loftinu inn á eigin vígateig. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kom inn í hans stað. Eftir rúmlega hálftíma leik átti Oleksii Bykov, miðvörður KA, vonda þversendingu í öftustu línu sem fór beint í fæturnar á Majiec Makuszewski sem var einn á móti Steinþóri Má í marki KA en skotið virkilega slappt beint í hendurnar á Steinþóri. Lítið annað markvert gerðist í hálfleiknum þangað til undir lokin þegar KA menn voru í tvígang mjög tæpir í öfustu línu og gáfu boltann beint í fæturnar á sóknarmönnum Leiknis. Í fyrra skiptið rétt náði Steinþór að hreinsa í innkast og í það seinna náði Makuszewski tveimur skotum sem rötuðu þá ekki á markið. Síðari hálfleikur fór betur af stað en sá fyrri og á 53. mínútu komu KA menn boltanum í netið þegar Elfar Árni Aðalsteinsson stangaði boltann í netið eftir góða fyrirgjöf frá hægri frá Ásgeiri Sigurgeirssyni. Eftir markið settu Leiknismenn pressu á KA í 20 mínútur eða svo sem virkaði ágætlega. KA menn fundu ekki lausnir og enduðu yfirleitt á því að sparka boltanum hátt og langt sem skilaði engu. Heimamenn héldu svo vel í boltann síðasta stundarfjórðnginn en bæðu lið fengu nokkur hálffæri sem þau náðu ekki að nýta sér og tempóið var alls ekki mikið þessar síðustu 15-20 mínútur og sigldu KA menn sigrinum heim. Af hverju vann KA? Þeir héldu betur í boltann og sköpuðu sér aðeins fleiri færi og þeim tókst að nýta sér eitt þeirra og það í rauninni skilur liðin að. Leiknismenn voru klaufar að nýta færin sín ekki betur í dag. Hverjir stóðu upp úr? Ásgeir Sigurgeirsson var nokkuð sprækur í dag og lagði m.a. upp markið á Elfar sem átti einnig ágætis leik. Þá var Bjarni Aðalsteinsson sá maður sem KA leitaði mest til og skilaði hann fínum leik. Hjá Leikni var Majiec Makuszewski hættulegastu en það vantaði alltaf hjá honum að klára færin sín betur. Brynjar Hlöðversson og Bjarki Aðalsteinsson áttu líka fínan leik í öftustu línu og voru ekki í miklum vandræðum. Hvað gekk illa? Leikni gekk heilt yfir illa að halda í boltann en þeir voru sem undirbúnir fyrir það að KA yrði meira með boltann. Þeir hefðu svo þurft að nýta færin sín betur. KA gekk ekki nægilega vel að klára sóknirnar sínar og áttu í vandræðum með að spila sig upp völlinn þegar Leiknir setti pressu á þá í seinni hálfleik Hvað gerist næst? KA mætir ÍBV úti í Eyjum á sunnudaginn kemur kl. 14:00 Leiknir fær Stjörnuna í heimsókn í Breiðholtið sama dag kl. 16:00. „Einhver gulrót að sjá þetta sjötta sæti” Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.Leiknir/Haukur Gunnarsson Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, segir frammistöðuna hafa verið fína þrátt fyrir 1-0 tap gegn KA. „Mér fannst frammistaðan nokkuð fín, mér fannst við gera í fyrri hálfleik það sem við ætluðum að gera, vera þéttir og svona refsa þeim á breikinu og við fengum alltof marga sénsa til að refsa þeim í fyrri hálfleik en náum ekki að skora og það er mjög svekkjandi. Í seinni hálfleik þá kemur augnablik sem að þeir skora úr og þeir gera það vel, það er svona sofandaháttur hjá okkur nánast í fyrsta og eina skiptið í leiknum fannst mér við off í staðsetningum og þeir bara refsa fyrir það og gera það vel og svo fórum við framar og pressuðum og áttum mjög góða kafla í seinni hálfleik. Svo einhvernveginn síðustu 10 mínúturnar gera KA vel og við töpum of mörgum seinni boltum og þetta verður svona barátta og við verðum undir í því undir lokin en mér fannst við bara fínir og flottir sko.” Leiknismenn fengu oftar en einu sinni góð færi eftir að varnarmenn KA fóru óvarlega með boltann í öftustu línu sem að gestirnir hefðu þurft að nýta betur. „Við vinnum örugglega boltann fjórum sinnum í kringum teiginn þeirra og fáum dauðafæri og sénsa og svona á einhverjum breikum sem mér fannst við eiga vera búnir að skora eitt ef ekki fleiri mörk og eins og ég sagði erum við mjög svekktir með það.” Óttar Bjarni Guðmundsson þurfti að fara velli eftir einungis 20 mínútna leik þegar hann fékk höfuðhögg eftir baráttu í loftinu. Hvernig er staðan á honum? „Bara ekkert sérstök, bara höfuðhögg og líður ekkert sérstaklega, það var mikill missir að missa hann í byrjun.” Leikni er spáð í neðri hlutann í sumar, í kringum 9. sæti, en hver eru markmið liðsins í sumar? „Við erum búnir að tala um það að það sé einhver gulrót að sjá þetta sjötta sæti, ég held að við séum með nægilega gott lið til þess að vera í svoleiðis pælingum en þetta er hrikalega öflugt mót í ár og mörg lið að styrkja sig og þetta verður bara alvöru barátta.” „Bara hópurinn sem við erum með og stór og breiður og sterkur hópur og virkilega ánægður með hópinn og ég held að það væri ekki nógu sniðugt að fara bæta eitthvað í hann”, sagði Sigurður aðspurður hvort þetta væri hópurinn sem hann ætlaði að vinna með eða hvort félagið vildi sækja fleiri leikmenn. „Bara vel, þetta hefur kosti og galla og þetta er bara svona og ég velti mér ekkert mikið upp úr því, bara spila mótið og bara spennandi”, sagði Sigurður að lokum um hans skoðun á nýja móta fyrirkomulaginu. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Leiknir Reykjavík
KA mætti Leikni frá Reykjavík í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Dalvíkurvelli í kvöld. Aðstöðuleysi norðanmanna hefur vart farið fram hjá mörgum og mun KA því þurfa að spila nokkra leiki á Dalvík í byrjun móts. KA hafði að lokum 1-0 sigur eftir leik sem var ekki mikið fyrir augað. Leikurinn byrjaði heldur rólega en KA menn héldu þó boltanum mun meira og Leiknismennirnir leyfðu þeim það og lágu frekar til baka. Á 10. mínútu fékk Ásgeir Sigurgeirsson boltann inn á teig Leiknis og var að hlaða í skot þegar Bjarki Aðalsteinsson bjargaði með frábærri tæklingu og vann boltann. Innan við mínútu síðar fékk Majiec Makuszewski boltann í gegnum vörn KA og var í svipaðri stöðu og Ásgeir rétt áður en þá renndi Oleksii Bykov sér í boltann og bjargaði annars góðu marktækifæri. Það var svo skarð fyrir skildi fyrir Leiknismenn á eftir rúmlega 20 mínútna leik þegar Óttar Bjarni Guðmundsson þurfti að fara af velli vegna höfuðmeiðsla sem hann hlaut eftir baráttu í loftinu inn á eigin vígateig. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kom inn í hans stað. Eftir rúmlega hálftíma leik átti Oleksii Bykov, miðvörður KA, vonda þversendingu í öftustu línu sem fór beint í fæturnar á Majiec Makuszewski sem var einn á móti Steinþóri Má í marki KA en skotið virkilega slappt beint í hendurnar á Steinþóri. Lítið annað markvert gerðist í hálfleiknum þangað til undir lokin þegar KA menn voru í tvígang mjög tæpir í öfustu línu og gáfu boltann beint í fæturnar á sóknarmönnum Leiknis. Í fyrra skiptið rétt náði Steinþór að hreinsa í innkast og í það seinna náði Makuszewski tveimur skotum sem rötuðu þá ekki á markið. Síðari hálfleikur fór betur af stað en sá fyrri og á 53. mínútu komu KA menn boltanum í netið þegar Elfar Árni Aðalsteinsson stangaði boltann í netið eftir góða fyrirgjöf frá hægri frá Ásgeiri Sigurgeirssyni. Eftir markið settu Leiknismenn pressu á KA í 20 mínútur eða svo sem virkaði ágætlega. KA menn fundu ekki lausnir og enduðu yfirleitt á því að sparka boltanum hátt og langt sem skilaði engu. Heimamenn héldu svo vel í boltann síðasta stundarfjórðnginn en bæðu lið fengu nokkur hálffæri sem þau náðu ekki að nýta sér og tempóið var alls ekki mikið þessar síðustu 15-20 mínútur og sigldu KA menn sigrinum heim. Af hverju vann KA? Þeir héldu betur í boltann og sköpuðu sér aðeins fleiri færi og þeim tókst að nýta sér eitt þeirra og það í rauninni skilur liðin að. Leiknismenn voru klaufar að nýta færin sín ekki betur í dag. Hverjir stóðu upp úr? Ásgeir Sigurgeirsson var nokkuð sprækur í dag og lagði m.a. upp markið á Elfar sem átti einnig ágætis leik. Þá var Bjarni Aðalsteinsson sá maður sem KA leitaði mest til og skilaði hann fínum leik. Hjá Leikni var Majiec Makuszewski hættulegastu en það vantaði alltaf hjá honum að klára færin sín betur. Brynjar Hlöðversson og Bjarki Aðalsteinsson áttu líka fínan leik í öftustu línu og voru ekki í miklum vandræðum. Hvað gekk illa? Leikni gekk heilt yfir illa að halda í boltann en þeir voru sem undirbúnir fyrir það að KA yrði meira með boltann. Þeir hefðu svo þurft að nýta færin sín betur. KA gekk ekki nægilega vel að klára sóknirnar sínar og áttu í vandræðum með að spila sig upp völlinn þegar Leiknir setti pressu á þá í seinni hálfleik Hvað gerist næst? KA mætir ÍBV úti í Eyjum á sunnudaginn kemur kl. 14:00 Leiknir fær Stjörnuna í heimsókn í Breiðholtið sama dag kl. 16:00. „Einhver gulrót að sjá þetta sjötta sæti” Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.Leiknir/Haukur Gunnarsson Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, segir frammistöðuna hafa verið fína þrátt fyrir 1-0 tap gegn KA. „Mér fannst frammistaðan nokkuð fín, mér fannst við gera í fyrri hálfleik það sem við ætluðum að gera, vera þéttir og svona refsa þeim á breikinu og við fengum alltof marga sénsa til að refsa þeim í fyrri hálfleik en náum ekki að skora og það er mjög svekkjandi. Í seinni hálfleik þá kemur augnablik sem að þeir skora úr og þeir gera það vel, það er svona sofandaháttur hjá okkur nánast í fyrsta og eina skiptið í leiknum fannst mér við off í staðsetningum og þeir bara refsa fyrir það og gera það vel og svo fórum við framar og pressuðum og áttum mjög góða kafla í seinni hálfleik. Svo einhvernveginn síðustu 10 mínúturnar gera KA vel og við töpum of mörgum seinni boltum og þetta verður svona barátta og við verðum undir í því undir lokin en mér fannst við bara fínir og flottir sko.” Leiknismenn fengu oftar en einu sinni góð færi eftir að varnarmenn KA fóru óvarlega með boltann í öftustu línu sem að gestirnir hefðu þurft að nýta betur. „Við vinnum örugglega boltann fjórum sinnum í kringum teiginn þeirra og fáum dauðafæri og sénsa og svona á einhverjum breikum sem mér fannst við eiga vera búnir að skora eitt ef ekki fleiri mörk og eins og ég sagði erum við mjög svekktir með það.” Óttar Bjarni Guðmundsson þurfti að fara velli eftir einungis 20 mínútna leik þegar hann fékk höfuðhögg eftir baráttu í loftinu. Hvernig er staðan á honum? „Bara ekkert sérstök, bara höfuðhögg og líður ekkert sérstaklega, það var mikill missir að missa hann í byrjun.” Leikni er spáð í neðri hlutann í sumar, í kringum 9. sæti, en hver eru markmið liðsins í sumar? „Við erum búnir að tala um það að það sé einhver gulrót að sjá þetta sjötta sæti, ég held að við séum með nægilega gott lið til þess að vera í svoleiðis pælingum en þetta er hrikalega öflugt mót í ár og mörg lið að styrkja sig og þetta verður bara alvöru barátta.” „Bara hópurinn sem við erum með og stór og breiður og sterkur hópur og virkilega ánægður með hópinn og ég held að það væri ekki nógu sniðugt að fara bæta eitthvað í hann”, sagði Sigurður aðspurður hvort þetta væri hópurinn sem hann ætlaði að vinna með eða hvort félagið vildi sækja fleiri leikmenn. „Bara vel, þetta hefur kosti og galla og þetta er bara svona og ég velti mér ekkert mikið upp úr því, bara spila mótið og bara spennandi”, sagði Sigurður að lokum um hans skoðun á nýja móta fyrirkomulaginu. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti