Strokufanginn ófundinn: Ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. apríl 2022 12:14 Gabríel Douane Boama slapp úr haldi eftir að dómsmál hans vegna ráns við Kjarvalsstaði síðastliðið sumar var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Gabríel Douane Boama, sá sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær, er ófundinn. Hann er ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði síðastliðið sumar. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. Lögreglan lýsti eftir Gabríel í gærkvöldi. Kom fram í gær að þegar var verið að flytja hann eftir aðalmeðferð í máli hans, sleit hann sig lausan frá lögreglu. Gabríel var ákærður, ásamt fjórum öðrum, fyrir að hafa þann 18. júlí síðastliðinn, veist að einstaklingi við Kjarvalsstaði í Reykjavík. Fréttastofa hefur ákæruna í málinu undir höndum. Er Gabríel og félögum hans fjórum gefið að sök að hafa hótað honum líkamsmeiðingum og lífláti. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þá er þeim einnig gefið að sök að hafa fengið manninn til að opna fyrir aðgang að heimabanka hans og neytt hann til að millifæra alls 892 þúsund krónur í þremur millifærslum inn á bankareikning í eigu Gabríels. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær og slapp Gabríel úr haldi eftir að henni lauk, eins og fyrr segir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, sem vill annars litlar upplýsignar um málið gefa, er Gabríel ófundinn. Greint hefur verið frá því að hann hafi verið virkur á samfélagsmiðlinum Instagram eftir að hann slapp og meðal annars merkt staðsetningu sína í Vesturbæ Reykjavíkur í myndbandi í hringrás Instagram-síðu hans. Biðla til Gabríels að gefa sig fram strax Að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni er Gabríel 192 sentímetrar á hæð, með brún augu og um 85 kíló að þyngd. Hann er klæddur í hvíta hettupeysu, gallabuxur og hvíta skó. Lögregla biðlar til þeirra sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gabríels eða vita hvar hann er niðurkominn að hafa tafarlaust samband við 112. Þá er Gabríel sjálfur hvattur til að gefa sig strax fram. Dómsmál Lögreglumál Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglan lýsir eftir manninum sem strauk úr héraðsdómi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gabríel Douane Boama, tuttugu ára gömlum karlmanni, sem strauk úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Mál hans var til meðferðar þegar hann flúði en hann er hvattur til að gefa sig strax fram. 19. apríl 2022 22:53 Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. 19. apríl 2022 21:58 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Lögreglan lýsti eftir Gabríel í gærkvöldi. Kom fram í gær að þegar var verið að flytja hann eftir aðalmeðferð í máli hans, sleit hann sig lausan frá lögreglu. Gabríel var ákærður, ásamt fjórum öðrum, fyrir að hafa þann 18. júlí síðastliðinn, veist að einstaklingi við Kjarvalsstaði í Reykjavík. Fréttastofa hefur ákæruna í málinu undir höndum. Er Gabríel og félögum hans fjórum gefið að sök að hafa hótað honum líkamsmeiðingum og lífláti. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þá er þeim einnig gefið að sök að hafa fengið manninn til að opna fyrir aðgang að heimabanka hans og neytt hann til að millifæra alls 892 þúsund krónur í þremur millifærslum inn á bankareikning í eigu Gabríels. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær og slapp Gabríel úr haldi eftir að henni lauk, eins og fyrr segir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, sem vill annars litlar upplýsignar um málið gefa, er Gabríel ófundinn. Greint hefur verið frá því að hann hafi verið virkur á samfélagsmiðlinum Instagram eftir að hann slapp og meðal annars merkt staðsetningu sína í Vesturbæ Reykjavíkur í myndbandi í hringrás Instagram-síðu hans. Biðla til Gabríels að gefa sig fram strax Að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni er Gabríel 192 sentímetrar á hæð, með brún augu og um 85 kíló að þyngd. Hann er klæddur í hvíta hettupeysu, gallabuxur og hvíta skó. Lögregla biðlar til þeirra sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gabríels eða vita hvar hann er niðurkominn að hafa tafarlaust samband við 112. Þá er Gabríel sjálfur hvattur til að gefa sig strax fram.
Dómsmál Lögreglumál Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglan lýsir eftir manninum sem strauk úr héraðsdómi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gabríel Douane Boama, tuttugu ára gömlum karlmanni, sem strauk úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Mál hans var til meðferðar þegar hann flúði en hann er hvattur til að gefa sig strax fram. 19. apríl 2022 22:53 Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. 19. apríl 2022 21:58 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Lögreglan lýsir eftir manninum sem strauk úr héraðsdómi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gabríel Douane Boama, tuttugu ára gömlum karlmanni, sem strauk úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Mál hans var til meðferðar þegar hann flúði en hann er hvattur til að gefa sig strax fram. 19. apríl 2022 22:53
Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. 19. apríl 2022 21:58