Ef ég myndi vilja gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn Sveinn Kristjánsson skrifar 20. apríl 2022 11:31 Þá myndi ég fara um víðan völl því af nógu er að taka. Í Sjálfstæðisflokkinn eða „flokkinn” einsog hann er nefndur í daglegu tali, velst margt vel meinandi og gott fólk sem vill láta gott af sér leiða og bæta samfélagið fyrir okkur öll. Ég þekki nokkra, toppfólk. Það er mikilvægt að hafa það á hreinu að þessi pistill snýr ekki að starfsmanni á plani. Það er leitt þegar fólkið á gólfinu er látið svara fyrir gjörðir siðspilltra flokkssystkyna sinna og ýjað að því að þau þurfi að fórna sínum heilindum til að réttlæta gjörðir flokksystkyna á einhvern mis góðan máta. Verst er þó þegar þau segja ekki neitt. Muniði eftir línunni úr Boondock Saints? „Now, we must all fear evil men. But there is another kind of evil which we must fear most, and that is the indifference of good men.” Jú, þessi pistill sendir þeim kannski íka smá pillu en ég skil að ef þú gagnrýnir forystuna þá er framtíð þín í flokknum í hættu. Ansi er það rússneskt? Allt gott er þeim að þakka, og allt sem aflaga fer er einhverjum öðrum að kenna. Húsnæðismarkaðurinn og salan á Íslandsbanka eru nýjustu dæmin. Svo ég komi þvi að. Muniði þegar Bjarni okkar var gripinn í fjölmennu partýi, grímulaus og nýbúinn að samþykkja Covid umgengnisreglur pöpulsins. Bjarni var ekki í veislu rétt fyrir miðnætti, hann var á sölusýningu. Ég verð hræddur við þann sem er jafn fljótur að réttlæta eigin misgjörðir. Því eins má segja að handrukkarar séu í raun bara að hjálpa öðrum aðilanum að ná fram réttlæti. Rétt áður en þeir láta einhvern kyngja gaffli. Muniði svo hvað Áslaug Arna (þá félagsmálaráðherra) gerði? Þessi flokkur er að verða frægur fyrir símtöl á óþæginlegum augnablikum. Ég myndi benda á af eigin þekkingu, þá eru börn sjálfstæðismanna líklegri en annað fólk til að kjósa eins og mamma og pabbi. Skortur á sjálfstæðri hugsun eða meðvirkni? Sem leiðir mig að næsta punkt. Mætti segja að orðið Sjálfstæðisflokkurinn sé álíka mikið rangnefni og orðið „orkudrykkur” ? Það síðara sem er eitrað sull sem er alls ekki gott fyrir heilsuna þína. Það fyrra pínu líka. Drekk hann samt stundum. Varðandi söluna á Íslandsbanka þá erum við í besta falli að tala um handónýt vinnubrögð fjármálaráðherra eða í versta falli spillingu, það er kvarðinn, vanhæfni til spillingar, hvort um sig er tilefni til breytinga. Ég myndi benda á að Sjálfstæðisflokkurinn í orði, Sjálfstæðisflokkurinn á borði og Sjálfstæðisflokkurinn í huga fólks gefur þrjár mismunandi niðurstöður. Vitur maður sagði eitt sinn að spilling væri falinn skattur. Tjah, ég veit um einn flokk í ríkisstjórn sem segist vera á móti skattahækkunum. Vald spillir. Það er augljóst ef við skoðum forystu flokksins síðustu ár. Fólk sem hefur verið lengi á þingi er mjög ólíkt sjálfu sér er það kom inn á þing. Sjáið bara Kötu eitt sinn var hún reiðubúin að hella vítiseldum úr skál reiði sinnar yfir fyrrnefnda hluti. Nú heyrist ansi lítið. Ég held við þurfum minni „reynslu” því með „reynslu” fylgja oft óvönduð vinnubrögð og vinagreiðar. Við þurfum fleiri eintök af Kristrúnu Frosta inn á þing og Birni Leví, og Simma í Viðreisn. Ég er ekki alltaf samnála þeim en ég virði hvaðan skoðanir þeirra koma. Fólk sem þarf aðstoð við að tengja routerinn heima hjá sér er ekki líklegt til afreka við að stjórna landinu. Sjálfstæðisflokkurinn fær sífellt færri atkvæði. 24% í síðustu alþingiskosningum. Ég myndi alveg vilja sjá Sjálfstæðisflokkinn ná mun meira kjörgengi en án þess að einhver segi við þá sem draga niður heilindi flokksins „stopp” og svona gjörðir fljúga ekki, sé ég það ekki gerast. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í naflaskoðun því inn á milli í ávaxtakörfunni eru of mörg skemmd epli. Ég lærði eitt sinn kenningu í HR er hét „broken window theory”. Þú ert með yfirgefna verksmiðju sem þú gengur daglega framhjá. Í lengri tíma er húsnæðið óspjallað þar til einn daginn er brotin rúða svo fljótlega bætist við veggjakrot, rusl og fleiri brotnar rúður. Ef skipt hefði verið um eina brotna rúðu í upphafi hefði byggingin fengið að standa lengur óspjölluð og heildar kostnaður lægri. Það er sama með trúverðugleika flokksins. Þegar einn meðlimur er staðinn að opinberum niðurgangi í formi gjörða sinna og hann látinn óáreittur þá er ástandið fljótt að vinda upp á sig. Ég hef í raun ekkert á móti flokknum, ég hef hinsvegar óbeit á fólki sem starfar í almannaþágu en tekur reglulega ákvarðanir um hagsmuni sér og sinna á kostnað fjöldans. Þetta er brot af því sem ég myndi benda á, ef ég ætlaði að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn. Og ef það sem þú lesandi góður tókst út úr þessum pistli er að Áslaug Arna var sko dómsmálaráðherra þegar hún hringdi í lögreglustjórann þá skaltu endilega lesa þetta aftur. Höfundur er rekstrarverkfræðingur eða samfélagsþegn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þá myndi ég fara um víðan völl því af nógu er að taka. Í Sjálfstæðisflokkinn eða „flokkinn” einsog hann er nefndur í daglegu tali, velst margt vel meinandi og gott fólk sem vill láta gott af sér leiða og bæta samfélagið fyrir okkur öll. Ég þekki nokkra, toppfólk. Það er mikilvægt að hafa það á hreinu að þessi pistill snýr ekki að starfsmanni á plani. Það er leitt þegar fólkið á gólfinu er látið svara fyrir gjörðir siðspilltra flokkssystkyna sinna og ýjað að því að þau þurfi að fórna sínum heilindum til að réttlæta gjörðir flokksystkyna á einhvern mis góðan máta. Verst er þó þegar þau segja ekki neitt. Muniði eftir línunni úr Boondock Saints? „Now, we must all fear evil men. But there is another kind of evil which we must fear most, and that is the indifference of good men.” Jú, þessi pistill sendir þeim kannski íka smá pillu en ég skil að ef þú gagnrýnir forystuna þá er framtíð þín í flokknum í hættu. Ansi er það rússneskt? Allt gott er þeim að þakka, og allt sem aflaga fer er einhverjum öðrum að kenna. Húsnæðismarkaðurinn og salan á Íslandsbanka eru nýjustu dæmin. Svo ég komi þvi að. Muniði þegar Bjarni okkar var gripinn í fjölmennu partýi, grímulaus og nýbúinn að samþykkja Covid umgengnisreglur pöpulsins. Bjarni var ekki í veislu rétt fyrir miðnætti, hann var á sölusýningu. Ég verð hræddur við þann sem er jafn fljótur að réttlæta eigin misgjörðir. Því eins má segja að handrukkarar séu í raun bara að hjálpa öðrum aðilanum að ná fram réttlæti. Rétt áður en þeir láta einhvern kyngja gaffli. Muniði svo hvað Áslaug Arna (þá félagsmálaráðherra) gerði? Þessi flokkur er að verða frægur fyrir símtöl á óþæginlegum augnablikum. Ég myndi benda á af eigin þekkingu, þá eru börn sjálfstæðismanna líklegri en annað fólk til að kjósa eins og mamma og pabbi. Skortur á sjálfstæðri hugsun eða meðvirkni? Sem leiðir mig að næsta punkt. Mætti segja að orðið Sjálfstæðisflokkurinn sé álíka mikið rangnefni og orðið „orkudrykkur” ? Það síðara sem er eitrað sull sem er alls ekki gott fyrir heilsuna þína. Það fyrra pínu líka. Drekk hann samt stundum. Varðandi söluna á Íslandsbanka þá erum við í besta falli að tala um handónýt vinnubrögð fjármálaráðherra eða í versta falli spillingu, það er kvarðinn, vanhæfni til spillingar, hvort um sig er tilefni til breytinga. Ég myndi benda á að Sjálfstæðisflokkurinn í orði, Sjálfstæðisflokkurinn á borði og Sjálfstæðisflokkurinn í huga fólks gefur þrjár mismunandi niðurstöður. Vitur maður sagði eitt sinn að spilling væri falinn skattur. Tjah, ég veit um einn flokk í ríkisstjórn sem segist vera á móti skattahækkunum. Vald spillir. Það er augljóst ef við skoðum forystu flokksins síðustu ár. Fólk sem hefur verið lengi á þingi er mjög ólíkt sjálfu sér er það kom inn á þing. Sjáið bara Kötu eitt sinn var hún reiðubúin að hella vítiseldum úr skál reiði sinnar yfir fyrrnefnda hluti. Nú heyrist ansi lítið. Ég held við þurfum minni „reynslu” því með „reynslu” fylgja oft óvönduð vinnubrögð og vinagreiðar. Við þurfum fleiri eintök af Kristrúnu Frosta inn á þing og Birni Leví, og Simma í Viðreisn. Ég er ekki alltaf samnála þeim en ég virði hvaðan skoðanir þeirra koma. Fólk sem þarf aðstoð við að tengja routerinn heima hjá sér er ekki líklegt til afreka við að stjórna landinu. Sjálfstæðisflokkurinn fær sífellt færri atkvæði. 24% í síðustu alþingiskosningum. Ég myndi alveg vilja sjá Sjálfstæðisflokkinn ná mun meira kjörgengi en án þess að einhver segi við þá sem draga niður heilindi flokksins „stopp” og svona gjörðir fljúga ekki, sé ég það ekki gerast. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í naflaskoðun því inn á milli í ávaxtakörfunni eru of mörg skemmd epli. Ég lærði eitt sinn kenningu í HR er hét „broken window theory”. Þú ert með yfirgefna verksmiðju sem þú gengur daglega framhjá. Í lengri tíma er húsnæðið óspjallað þar til einn daginn er brotin rúða svo fljótlega bætist við veggjakrot, rusl og fleiri brotnar rúður. Ef skipt hefði verið um eina brotna rúðu í upphafi hefði byggingin fengið að standa lengur óspjölluð og heildar kostnaður lægri. Það er sama með trúverðugleika flokksins. Þegar einn meðlimur er staðinn að opinberum niðurgangi í formi gjörða sinna og hann látinn óáreittur þá er ástandið fljótt að vinda upp á sig. Ég hef í raun ekkert á móti flokknum, ég hef hinsvegar óbeit á fólki sem starfar í almannaþágu en tekur reglulega ákvarðanir um hagsmuni sér og sinna á kostnað fjöldans. Þetta er brot af því sem ég myndi benda á, ef ég ætlaði að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn. Og ef það sem þú lesandi góður tókst út úr þessum pistli er að Áslaug Arna var sko dómsmálaráðherra þegar hún hringdi í lögreglustjórann þá skaltu endilega lesa þetta aftur. Höfundur er rekstrarverkfræðingur eða samfélagsþegn.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar