Vertíð hjá dekkjaverkstæðum sem ná illa utan um aðsóknina Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. apríl 2022 23:51 Röðin við Dekkjahöllina náði langt út á götu í dag. Stöð 2 80 þúsund krónu sekt fyrir þá sem slugsa við að skipta út nagladekkjunum. Þeir eru margir í ár og komast varla að á dekkjaverkstæðum á næstu dögum. Lögregla sýnir málinu skilning og bíður með sektirnar í bili. Það er brjálað að gera hjá dekkjaverkstæðum landsins þessa dagana enda var löglegt nagladekkjatímabil að klárast síðasta föstudag. Sannkölluð vertíð í dekkjabransanum eins og við sjáum í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni en þar tókum við hús á Dekkjahöllinni. Þar er gríðarlega lög röð sem nær langt út á götu. „Hún er búin að vera svona frá því klukkan korter í átta í morgun og verður svona til klukkan sex sirka,“ segir Haraldur Hallór Guðbrandsson. „Það er brjálað að gera. Það er vertíð hjá okkur núna í dekkjabransanum,“ segir Haraldur Hallór. Haraldur Halldór Guðbrandsson, rekstrarstjóri Dekkjahallarinnar. Stöð 2 Samkvæmt lögum er bannað að nota nagladekk frá 15. apríl til 31. október. Þó að naglarnir geti verið ansi hentugir á veturna þá eru þeir bæði slæmir fyrir umhverfið og svo er bara svo ótrúlega leiðinlegur hávaði í þeim. „Maður heyrir bara þetta er leiðinleg hávaðamengun. Það glamrar hérna í öðrum hverjum bíl. Þetta er leiðinleg hávaðamengun þegar svona aðstæður eru. Þannig við hvetjum bara alla til að skipta sem fyrst og bara gleðilegt sumar!“ segir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Og það er ekki ódýrt að vera of seinn að skipta. Sektin fyrir að aka á nagladekkjum utan leyfilegs tíma var nýlega hækkuð úr 5 þúsund krónum á dekk í 20 þúsund. Því getur sektin numið 80 þúsund krónum. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 „Það er nú ekkert langt síðan það var snjór hér í Reykjavík. Og ég bý nú hér í efri byggðum Kópavogs og ég þurfti að skafa hér í morgun. Það er vetur enn þá á köflum,“ segir Haraldur Hallór. Tekur mánuð að skipta á öllum flotanum Þetta er lögreglan meðvituð um og byrjar ekki strax að sekta þá sem eru enn á nöglum. „Við verðum að taka tillit til þess að við búum á Íslandi,“ segir Árni. Þannig þið eruð ekki byrjaðir að sekta alveg strax? „Nei við erum ekki byrjaðir að sekta. Við höfum líka verið í góðu sambandi við dekkjaverkstæðin og það virðist vera sem að dekkjaverkstæðin anni ekki allri þessari vertíð sem kemur núna.“ Nei, verkstæðin ná ekki með góðu móti utan um allan bílaflotann. Það styttist þó í að lögreglan fari að sekta. „Þetta tekur mánuð að taka flotan af vetrardekkjum og setja hann á sumardekk. Það er sirka þannig,“ segir Haraldur. Umferð Lögreglumál Bílar Nagladekk Reykjavík Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Erlendir ferðamann talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Sjá meira
Það er brjálað að gera hjá dekkjaverkstæðum landsins þessa dagana enda var löglegt nagladekkjatímabil að klárast síðasta föstudag. Sannkölluð vertíð í dekkjabransanum eins og við sjáum í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni en þar tókum við hús á Dekkjahöllinni. Þar er gríðarlega lög röð sem nær langt út á götu. „Hún er búin að vera svona frá því klukkan korter í átta í morgun og verður svona til klukkan sex sirka,“ segir Haraldur Hallór Guðbrandsson. „Það er brjálað að gera. Það er vertíð hjá okkur núna í dekkjabransanum,“ segir Haraldur Hallór. Haraldur Halldór Guðbrandsson, rekstrarstjóri Dekkjahallarinnar. Stöð 2 Samkvæmt lögum er bannað að nota nagladekk frá 15. apríl til 31. október. Þó að naglarnir geti verið ansi hentugir á veturna þá eru þeir bæði slæmir fyrir umhverfið og svo er bara svo ótrúlega leiðinlegur hávaði í þeim. „Maður heyrir bara þetta er leiðinleg hávaðamengun. Það glamrar hérna í öðrum hverjum bíl. Þetta er leiðinleg hávaðamengun þegar svona aðstæður eru. Þannig við hvetjum bara alla til að skipta sem fyrst og bara gleðilegt sumar!“ segir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Og það er ekki ódýrt að vera of seinn að skipta. Sektin fyrir að aka á nagladekkjum utan leyfilegs tíma var nýlega hækkuð úr 5 þúsund krónum á dekk í 20 þúsund. Því getur sektin numið 80 þúsund krónum. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 „Það er nú ekkert langt síðan það var snjór hér í Reykjavík. Og ég bý nú hér í efri byggðum Kópavogs og ég þurfti að skafa hér í morgun. Það er vetur enn þá á köflum,“ segir Haraldur Hallór. Tekur mánuð að skipta á öllum flotanum Þetta er lögreglan meðvituð um og byrjar ekki strax að sekta þá sem eru enn á nöglum. „Við verðum að taka tillit til þess að við búum á Íslandi,“ segir Árni. Þannig þið eruð ekki byrjaðir að sekta alveg strax? „Nei við erum ekki byrjaðir að sekta. Við höfum líka verið í góðu sambandi við dekkjaverkstæðin og það virðist vera sem að dekkjaverkstæðin anni ekki allri þessari vertíð sem kemur núna.“ Nei, verkstæðin ná ekki með góðu móti utan um allan bílaflotann. Það styttist þó í að lögreglan fari að sekta. „Þetta tekur mánuð að taka flotan af vetrardekkjum og setja hann á sumardekk. Það er sirka þannig,“ segir Haraldur.
Umferð Lögreglumál Bílar Nagladekk Reykjavík Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Erlendir ferðamann talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Sjá meira