Vertíð hjá dekkjaverkstæðum sem ná illa utan um aðsóknina Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. apríl 2022 23:51 Röðin við Dekkjahöllina náði langt út á götu í dag. Stöð 2 80 þúsund krónu sekt fyrir þá sem slugsa við að skipta út nagladekkjunum. Þeir eru margir í ár og komast varla að á dekkjaverkstæðum á næstu dögum. Lögregla sýnir málinu skilning og bíður með sektirnar í bili. Það er brjálað að gera hjá dekkjaverkstæðum landsins þessa dagana enda var löglegt nagladekkjatímabil að klárast síðasta föstudag. Sannkölluð vertíð í dekkjabransanum eins og við sjáum í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni en þar tókum við hús á Dekkjahöllinni. Þar er gríðarlega lög röð sem nær langt út á götu. „Hún er búin að vera svona frá því klukkan korter í átta í morgun og verður svona til klukkan sex sirka,“ segir Haraldur Hallór Guðbrandsson. „Það er brjálað að gera. Það er vertíð hjá okkur núna í dekkjabransanum,“ segir Haraldur Hallór. Haraldur Halldór Guðbrandsson, rekstrarstjóri Dekkjahallarinnar. Stöð 2 Samkvæmt lögum er bannað að nota nagladekk frá 15. apríl til 31. október. Þó að naglarnir geti verið ansi hentugir á veturna þá eru þeir bæði slæmir fyrir umhverfið og svo er bara svo ótrúlega leiðinlegur hávaði í þeim. „Maður heyrir bara þetta er leiðinleg hávaðamengun. Það glamrar hérna í öðrum hverjum bíl. Þetta er leiðinleg hávaðamengun þegar svona aðstæður eru. Þannig við hvetjum bara alla til að skipta sem fyrst og bara gleðilegt sumar!“ segir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Og það er ekki ódýrt að vera of seinn að skipta. Sektin fyrir að aka á nagladekkjum utan leyfilegs tíma var nýlega hækkuð úr 5 þúsund krónum á dekk í 20 þúsund. Því getur sektin numið 80 þúsund krónum. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 „Það er nú ekkert langt síðan það var snjór hér í Reykjavík. Og ég bý nú hér í efri byggðum Kópavogs og ég þurfti að skafa hér í morgun. Það er vetur enn þá á köflum,“ segir Haraldur Hallór. Tekur mánuð að skipta á öllum flotanum Þetta er lögreglan meðvituð um og byrjar ekki strax að sekta þá sem eru enn á nöglum. „Við verðum að taka tillit til þess að við búum á Íslandi,“ segir Árni. Þannig þið eruð ekki byrjaðir að sekta alveg strax? „Nei við erum ekki byrjaðir að sekta. Við höfum líka verið í góðu sambandi við dekkjaverkstæðin og það virðist vera sem að dekkjaverkstæðin anni ekki allri þessari vertíð sem kemur núna.“ Nei, verkstæðin ná ekki með góðu móti utan um allan bílaflotann. Það styttist þó í að lögreglan fari að sekta. „Þetta tekur mánuð að taka flotan af vetrardekkjum og setja hann á sumardekk. Það er sirka þannig,“ segir Haraldur. Umferð Lögreglumál Bílar Nagladekk Reykjavík Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Það er brjálað að gera hjá dekkjaverkstæðum landsins þessa dagana enda var löglegt nagladekkjatímabil að klárast síðasta föstudag. Sannkölluð vertíð í dekkjabransanum eins og við sjáum í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni en þar tókum við hús á Dekkjahöllinni. Þar er gríðarlega lög röð sem nær langt út á götu. „Hún er búin að vera svona frá því klukkan korter í átta í morgun og verður svona til klukkan sex sirka,“ segir Haraldur Hallór Guðbrandsson. „Það er brjálað að gera. Það er vertíð hjá okkur núna í dekkjabransanum,“ segir Haraldur Hallór. Haraldur Halldór Guðbrandsson, rekstrarstjóri Dekkjahallarinnar. Stöð 2 Samkvæmt lögum er bannað að nota nagladekk frá 15. apríl til 31. október. Þó að naglarnir geti verið ansi hentugir á veturna þá eru þeir bæði slæmir fyrir umhverfið og svo er bara svo ótrúlega leiðinlegur hávaði í þeim. „Maður heyrir bara þetta er leiðinleg hávaðamengun. Það glamrar hérna í öðrum hverjum bíl. Þetta er leiðinleg hávaðamengun þegar svona aðstæður eru. Þannig við hvetjum bara alla til að skipta sem fyrst og bara gleðilegt sumar!“ segir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Og það er ekki ódýrt að vera of seinn að skipta. Sektin fyrir að aka á nagladekkjum utan leyfilegs tíma var nýlega hækkuð úr 5 þúsund krónum á dekk í 20 þúsund. Því getur sektin numið 80 þúsund krónum. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 „Það er nú ekkert langt síðan það var snjór hér í Reykjavík. Og ég bý nú hér í efri byggðum Kópavogs og ég þurfti að skafa hér í morgun. Það er vetur enn þá á köflum,“ segir Haraldur Hallór. Tekur mánuð að skipta á öllum flotanum Þetta er lögreglan meðvituð um og byrjar ekki strax að sekta þá sem eru enn á nöglum. „Við verðum að taka tillit til þess að við búum á Íslandi,“ segir Árni. Þannig þið eruð ekki byrjaðir að sekta alveg strax? „Nei við erum ekki byrjaðir að sekta. Við höfum líka verið í góðu sambandi við dekkjaverkstæðin og það virðist vera sem að dekkjaverkstæðin anni ekki allri þessari vertíð sem kemur núna.“ Nei, verkstæðin ná ekki með góðu móti utan um allan bílaflotann. Það styttist þó í að lögreglan fari að sekta. „Þetta tekur mánuð að taka flotan af vetrardekkjum og setja hann á sumardekk. Það er sirka þannig,“ segir Haraldur.
Umferð Lögreglumál Bílar Nagladekk Reykjavík Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira