Átta íslenskar myndir á Cannes á síðustu tólf árum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. apríl 2022 14:15 Volaða land eftir Hlyn Pálmason verður á Cannes í ár. Myndin ber heitið Godland á ensku. Volaða land Kvikmyndin volaða land, eftir Hlyn Pálmason, keppir á Cannes-kvikmyndahátíðinni í maí. Um er að ræða 15. íslensku myndina sem keppir á hátíðinni í 75 ára sögu hennar. Sú fyrsta var sýnd á hátíðinni árið 1984. Regluleg þátttaka íslenskra mynda á hátíðinni er sögð kvikmyndaiðnaðinum hér á landi dýrmæt. Á vef Klapptrés er farið yfir sögu íslenskra kvikmynda á hátíðinni, sem er ein virtasta kvikmyndahátíð í heimi. Fyrsta íslenska myndin sem tók þátt var Atómstöðin, eftir Þorstein Jónsson, en það var árið 1984. Líkt og áður sagði hafa 15 íslenskar myndir keppt á hátíðinni, en síðustu átta þeirra hafa keppt á síðustu 12 árum. Íslenskar myndir virðast því vera orðnar reglulegir keppendur á hátíðinni. „Slík regluleg þátttaka skiptir verulegu máli hvað varðar prófíl íslenskra kvikmynda og meðvitund hins alþjóðlega kvikmyndaheims gagnvart íslenskri kvikmyndagerð, en að sjálfsögðu eru margir fleiri þættir sem spila inní. Samhliða þessu hefur íslenskum kvikmyndum fjölgað mikið á alþjóðlegum hátíðum um allan heim, bæði stórum og smáum. Á sama tíma hefur framleiðsla íslenskra kvikmynda aukist, alþjóðlegt samstarf eflst, heimsóknum erlendra tökuliða til Íslands fjölgað gríðarlega sem og framleiðsla þáttaraða í alþjóðlegu samstarfi,“ segir á vef Klapptrés. Hátíðin í ár fer fram dagana 17. til 28. maí, í Cannes í Frakklandi. Hér að neðan má sjá lista yfir allar kvikmyndir íslenskra leikstjóra sem sýndar hafa verið á hátíðinni frá upphafi og verið hluti af opinberu vali hátíðarinnar. Með listanum sjást nafn leikstjóra og sá dagskrárflokkur sem myndirnar hafa verið sýndar í: 1984: Atómstöðin / Þorsteinn Jónsson (Director’s Fortnight) 1992: Ingaló / Ásdís Thoroddsen (Critics’ Week)1993: Sódóma Reykjavík / Óskar Jónasson (Un Certain Regard)2003: Stormviðri / Sólveig Anspach (Un Certain Regard)2005: Voksne mennesker / Dagur Kári (Un Certain Regard)2008: Smáfuglar / Rúnar Rúnarsson (Stuttmyndaflokkur)2009: Anna / Rúnar Rúnarsson (Director’s Fortnight, stuttmynd)2011: Eldfjall / Rúnar Rúnarsson (Director’s Fortnight)2013: Hvalfjörður / Guðmundur Arnar Guðmundsson (Stuttmyndaflokkur)2015: Hrútar / Grímur Hákonarson (Un Certain Regard)2016: Sundáhrifin / Sólveig Anspach (Director’s Fortnight)2018: Kona fer í stríð / Benedikt Erlingsson (Critics’ Week)2019: Hvítur, hvítur dagur / Hlynur Pálmason (Critics’ Week)2021: Dýrið / Valdimar Jóhannsson (Un Certain Regard)2022: Volaða land / Hlynur Pálmason (Un Certain Regard) Cannes Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Á vef Klapptrés er farið yfir sögu íslenskra kvikmynda á hátíðinni, sem er ein virtasta kvikmyndahátíð í heimi. Fyrsta íslenska myndin sem tók þátt var Atómstöðin, eftir Þorstein Jónsson, en það var árið 1984. Líkt og áður sagði hafa 15 íslenskar myndir keppt á hátíðinni, en síðustu átta þeirra hafa keppt á síðustu 12 árum. Íslenskar myndir virðast því vera orðnar reglulegir keppendur á hátíðinni. „Slík regluleg þátttaka skiptir verulegu máli hvað varðar prófíl íslenskra kvikmynda og meðvitund hins alþjóðlega kvikmyndaheims gagnvart íslenskri kvikmyndagerð, en að sjálfsögðu eru margir fleiri þættir sem spila inní. Samhliða þessu hefur íslenskum kvikmyndum fjölgað mikið á alþjóðlegum hátíðum um allan heim, bæði stórum og smáum. Á sama tíma hefur framleiðsla íslenskra kvikmynda aukist, alþjóðlegt samstarf eflst, heimsóknum erlendra tökuliða til Íslands fjölgað gríðarlega sem og framleiðsla þáttaraða í alþjóðlegu samstarfi,“ segir á vef Klapptrés. Hátíðin í ár fer fram dagana 17. til 28. maí, í Cannes í Frakklandi. Hér að neðan má sjá lista yfir allar kvikmyndir íslenskra leikstjóra sem sýndar hafa verið á hátíðinni frá upphafi og verið hluti af opinberu vali hátíðarinnar. Með listanum sjást nafn leikstjóra og sá dagskrárflokkur sem myndirnar hafa verið sýndar í: 1984: Atómstöðin / Þorsteinn Jónsson (Director’s Fortnight) 1992: Ingaló / Ásdís Thoroddsen (Critics’ Week)1993: Sódóma Reykjavík / Óskar Jónasson (Un Certain Regard)2003: Stormviðri / Sólveig Anspach (Un Certain Regard)2005: Voksne mennesker / Dagur Kári (Un Certain Regard)2008: Smáfuglar / Rúnar Rúnarsson (Stuttmyndaflokkur)2009: Anna / Rúnar Rúnarsson (Director’s Fortnight, stuttmynd)2011: Eldfjall / Rúnar Rúnarsson (Director’s Fortnight)2013: Hvalfjörður / Guðmundur Arnar Guðmundsson (Stuttmyndaflokkur)2015: Hrútar / Grímur Hákonarson (Un Certain Regard)2016: Sundáhrifin / Sólveig Anspach (Director’s Fortnight)2018: Kona fer í stríð / Benedikt Erlingsson (Critics’ Week)2019: Hvítur, hvítur dagur / Hlynur Pálmason (Critics’ Week)2021: Dýrið / Valdimar Jóhannsson (Un Certain Regard)2022: Volaða land / Hlynur Pálmason (Un Certain Regard)
Cannes Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira