Aðstoðarráðherra segir af sér vegna veisluhalda Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2022 09:50 David Wolfson hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhaldanna. AP/Twitter Aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhalda í Downingstræti. Veisluhöldin voru haldin á meðan Covid faraldrinum stóð. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt veisluhöldin harðlega og krafist afsagnar forsætisráðherra og fjármálaráðherra. David Wolfson aðstoðarráðherra segir að hegðun Boris Johnson forsætisráðherra, auk annarra sem viðstaddir voru veisluhöldin, hafi verið óásættanleg. Wolfson er fyrsti ráðherrann sem segir af sér vegna málsins en hann kveðst ekki hafa annarra kosta völ. „Það er rangt að leiða hegðun forsætisráðherra hjá sér. Veisluhöldin voru óréttlætanleg og þá sérstaklega í því ljósi að flestir almennir borgarar hafi farið að sóttvarnareglum. Sumir voru sektaðir og aðrir sóttir til saka fyrir það sem virðast hafa verið léttvægari og minni brot en veisluhöldin,“ segir Wolfson. My letter to the Prime Minister today. pic.twitter.com/lADCvKDKbB— David Wolfson (@DXWQC) April 13, 2022 Afsögn Wolfson gæti haft áhrif á stjórnarsetu forsætisráðherra. Nigel Mills, þingmaður íhaldsflokksins í Bretlandi, sagði í gær að hann hygðist leggja fram vantrauststillögu á hendur Johnson vegna veisluhaldanna. Wolfson sagði í bréfi til forsætisráðherra í vikunni að allir ættu að vera jafnir í réttarríki: „Það er grundvallarregla í stjórnskipun réttarríkis að allir séu jafnir fyrir lögum. Ekki bara almennir borgarar heldur einnig ríkið sjálft.“ Þá gagnrýnir Wolfson einnig viðbragðsleysi ríkisstjórnarinnar eftir veisluhöldin. Forsætisráðherra þakkaði Wolfson fyrir vel unnin störf og kvaðst harma málalokin, segir í frétt Guardian um málið. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð að Wolfson væri dómsmálaráðherra. Það er ekki rétt. Dominic Raab er dómsmálaráðherra. Wolfson gegndi embætti aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneytinu. Fyrirsögn og texta í fréttinni hefur verið breytt til samræmis við þetta. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Tengdar fréttir Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18 Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54 Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
David Wolfson aðstoðarráðherra segir að hegðun Boris Johnson forsætisráðherra, auk annarra sem viðstaddir voru veisluhöldin, hafi verið óásættanleg. Wolfson er fyrsti ráðherrann sem segir af sér vegna málsins en hann kveðst ekki hafa annarra kosta völ. „Það er rangt að leiða hegðun forsætisráðherra hjá sér. Veisluhöldin voru óréttlætanleg og þá sérstaklega í því ljósi að flestir almennir borgarar hafi farið að sóttvarnareglum. Sumir voru sektaðir og aðrir sóttir til saka fyrir það sem virðast hafa verið léttvægari og minni brot en veisluhöldin,“ segir Wolfson. My letter to the Prime Minister today. pic.twitter.com/lADCvKDKbB— David Wolfson (@DXWQC) April 13, 2022 Afsögn Wolfson gæti haft áhrif á stjórnarsetu forsætisráðherra. Nigel Mills, þingmaður íhaldsflokksins í Bretlandi, sagði í gær að hann hygðist leggja fram vantrauststillögu á hendur Johnson vegna veisluhaldanna. Wolfson sagði í bréfi til forsætisráðherra í vikunni að allir ættu að vera jafnir í réttarríki: „Það er grundvallarregla í stjórnskipun réttarríkis að allir séu jafnir fyrir lögum. Ekki bara almennir borgarar heldur einnig ríkið sjálft.“ Þá gagnrýnir Wolfson einnig viðbragðsleysi ríkisstjórnarinnar eftir veisluhöldin. Forsætisráðherra þakkaði Wolfson fyrir vel unnin störf og kvaðst harma málalokin, segir í frétt Guardian um málið. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð að Wolfson væri dómsmálaráðherra. Það er ekki rétt. Dominic Raab er dómsmálaráðherra. Wolfson gegndi embætti aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneytinu. Fyrirsögn og texta í fréttinni hefur verið breytt til samræmis við þetta.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Tengdar fréttir Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18 Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54 Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18
Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54
Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54