Hinseginmál eru mannréttindamál Anna Sigrún Jóhönnudóttir og Steinunn Dagmar Björgvinsdóttir skrifa 13. apríl 2022 18:32 Þann 31. mars síðastliðinn var sýnileikadagur trans fólks. Slíkir dagar eru mikilvægir fyrir jaðarsetta hópa vegna þess að sýnileiki gefur fólki styrk og rými til þess að vera það sjálft. Með því að taka þátt í slíkum dögum og veita þeim athygli segjum við „ég sé þig, ég styð þig, áfram þú!”. Sem eru óneitanlega skilaboð sem öll hafa gott af því að heyra, en sérstaklega þau sem hafa fram að þessu ekki getað sýnt sitt rétta sjálf. Á seinustu misserum hefur orðið mikið bakslag í bandaríska skólakerfinu hvað hinsegin málefni varðar. Frá upphafi skólaársins hafa skólayfirvöld í ýmsum ríkjum bannað bækur sem fjalla um reynsluheim hinsegin fólks og fjarlægt fána og plaköt sem minna á hinseginleika. Staðan er svo alvarleg að börn sem falla undir hinseginleika verða fyrir árásum af hendi samnemenda sinna. Skólastofan er því að verða vígvöllur fyrir mismunun og hatur, þvert á skólastefnur og löggjöf. Sumir skólafulltrúar, þingfólk og foreldrar eru þeirrar skoðunar að hinsegin málefni eigi ekki heima í skólastofunni vegna þess að það sé pólitískt mál og ekki við hæfi ungra barna. Upplifun hinsegin barna og aðstandenda þeirra er aftur á móti sú að verið sé að útrýma þeim úr bandaríska menntakerfinu og þagga niður þeirra raunveruleika. Er það staða sem við viljum stefna á? Sem betur fer er staða trans og kynsegin fólks hér á Íslandi í mun betri farvegi en betur má ef duga skal. Verið er að byggja nýtt íþróttamannvirki án þess að hugsa sérstaklega um þennan hóp þegar kemur að búningsklefum. Skólastjórnendur fá að taka ákvarðanir út frá eigin fordómum og hafna fræðslu fyrir starfsfólk um málefni trans barna þrátt fyrir að vera með trans nemendur innan skólans. Fjölmiðlar hér á landi birta aðsendar transfóbískar greinar í nafni málfrelsis þar sem teknar eru fyrir aðstæður sem myndu seint eða aldrei eiga sér stað í raunveruleikanum, einungis til að ýta undir hatur á trans fólki og vinna gegn allri þeirra mannréttindabaráttu. En hvað er það sem upprætir fordóma og dregur úr fáfræði? Jú, fræðsla. Kynjafræði er gífurlega mikilvægt fag sem VG í Fjarðabyggð vill sjá á öllum skólastigum. Í kynjafræði læra börn og unglingar meðal annars á mörk sín og annarra, að þekkja hugtök sem aðstoða við að setja tilfinningar sínar og upplifanir í orð og seinast en ekki síst að bera virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins. Höfundar eru Anna Sigrún Jóhönnudóttir, sem skipar 3. sæti á lista VG í Fjarðabyggð og Steinunn Dagmar Björgvinsdóttir sem skiptar 6. sæti listans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 31. mars síðastliðinn var sýnileikadagur trans fólks. Slíkir dagar eru mikilvægir fyrir jaðarsetta hópa vegna þess að sýnileiki gefur fólki styrk og rými til þess að vera það sjálft. Með því að taka þátt í slíkum dögum og veita þeim athygli segjum við „ég sé þig, ég styð þig, áfram þú!”. Sem eru óneitanlega skilaboð sem öll hafa gott af því að heyra, en sérstaklega þau sem hafa fram að þessu ekki getað sýnt sitt rétta sjálf. Á seinustu misserum hefur orðið mikið bakslag í bandaríska skólakerfinu hvað hinsegin málefni varðar. Frá upphafi skólaársins hafa skólayfirvöld í ýmsum ríkjum bannað bækur sem fjalla um reynsluheim hinsegin fólks og fjarlægt fána og plaköt sem minna á hinseginleika. Staðan er svo alvarleg að börn sem falla undir hinseginleika verða fyrir árásum af hendi samnemenda sinna. Skólastofan er því að verða vígvöllur fyrir mismunun og hatur, þvert á skólastefnur og löggjöf. Sumir skólafulltrúar, þingfólk og foreldrar eru þeirrar skoðunar að hinsegin málefni eigi ekki heima í skólastofunni vegna þess að það sé pólitískt mál og ekki við hæfi ungra barna. Upplifun hinsegin barna og aðstandenda þeirra er aftur á móti sú að verið sé að útrýma þeim úr bandaríska menntakerfinu og þagga niður þeirra raunveruleika. Er það staða sem við viljum stefna á? Sem betur fer er staða trans og kynsegin fólks hér á Íslandi í mun betri farvegi en betur má ef duga skal. Verið er að byggja nýtt íþróttamannvirki án þess að hugsa sérstaklega um þennan hóp þegar kemur að búningsklefum. Skólastjórnendur fá að taka ákvarðanir út frá eigin fordómum og hafna fræðslu fyrir starfsfólk um málefni trans barna þrátt fyrir að vera með trans nemendur innan skólans. Fjölmiðlar hér á landi birta aðsendar transfóbískar greinar í nafni málfrelsis þar sem teknar eru fyrir aðstæður sem myndu seint eða aldrei eiga sér stað í raunveruleikanum, einungis til að ýta undir hatur á trans fólki og vinna gegn allri þeirra mannréttindabaráttu. En hvað er það sem upprætir fordóma og dregur úr fáfræði? Jú, fræðsla. Kynjafræði er gífurlega mikilvægt fag sem VG í Fjarðabyggð vill sjá á öllum skólastigum. Í kynjafræði læra börn og unglingar meðal annars á mörk sín og annarra, að þekkja hugtök sem aðstoða við að setja tilfinningar sínar og upplifanir í orð og seinast en ekki síst að bera virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins. Höfundar eru Anna Sigrún Jóhönnudóttir, sem skipar 3. sæti á lista VG í Fjarðabyggð og Steinunn Dagmar Björgvinsdóttir sem skiptar 6. sæti listans.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar