„Haldið ró ykkar meðan ránið stendur yfir“ Erna Bjarnadóttir skrifar 13. apríl 2022 16:30 Þannig mæltist verðlaunaskáldinu Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur á fésbókarsíðu sinni, að morgni miðvikudagsins 13. apríl. Staðan í Íslandsbankasölu málinu verður vart römmuð betur inn. Varaformaður fjárlaganefndar minnti okkur almenning enda vinsamlegast á það fyrir tveimur dögum að „.... tapa ekki áttum þegar stormurinn blæs og þyrlar upp moldviðri.“ Varaformaðurinn lét ekki þar við sitja heldur talaði í ofanálag um að uppnámið væri „...ekki síst vegna tilfinninga fólks og vantrausts m.a. um hverjir keyptu litla hluti og fara með óverulegan eignarhluta.“ Í dag segir sami maður að fólki misbjóði brask! Ja, tilfinningarnar eiga það til að bera fólk ofurliði verð ég að segja. Ég var annars í sakleysi mínu að búa mig undir að núllstilla tilfinningar mínar í páskafríinu, slaka á, hlaða batteríin eða hvað það er kallað á nútímamáli, en já nú er mér allur ketill í eld fallinn. Eign okkar almennings er boðin til sölu eftir einhverjum kúnstarinnar reglum. Aðallega eiga þó að gilda um söluna lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar er sérstaklega tiltekið að áhersla skuli lögð á „...opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti“. Reyndar er ekki tiltekið að brask sé sérstaklega bannað. Hins vegar er þegar ljóst að einhverjir þeirra sem keyptu bréf í bankanum hafa innleyst söluhagnað sem skiptir verulegum fjárhæðum. Það að búast ekki við slíkri útkomu í ljósi fyrri reynslu lýsir hins vegar ekki mikilli þekkingu á hlutabréfamarkaði. Fjárfestingar í hlutabréfum eins og öðrum verðbréfum eru verkfæri til að ávaxta peninga. Skráning þeirra í kauphöllum er til að greiða fyrir viðskiptum með þau og tryggja að um þau gildi tiltekið regluverk. Það er engin afsökun fyrir þau sem bera ábyrgð á þessu að benda á að hinir og þessir þingmenn eða ráðherrar hafi hvergi bókað andstöðu sína á fyrri stigum. Hér er það almenningi sem treystir stjórnvöldum fyrir meðferð sameigna þjóðarinnar, sem er misboðið og það svo hressilega að þingmenn sem ferðast nú um landið komast ekki lengur hjá að frétta það beint frá grasrótinni. Óðinn fjallar ítarlega um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Þar er undirstrikað að við sölu á ríkiseign eins og hér um ræðir þurfa þeir sem þátt taka í slíku útboði að standa jafnfætis. Jafnframt segir Óðinn að það hafi verið beinlínis óskynsamlegt að selja hluti í bankanum í lokuðu útboði. Engin leið er að halda því fram að framkvæmd sölunnar hafi verið óaðfinnanleg, því er lýst all ítarlega í þeirri grein sem hér er vitnað til. Það væri furðuleg niðurstaða að hvorki stjórn Bankasýslunnar, framkvæmdastjóri hennar eða aðrir sem söluferlið heyrir undir þurfi með engum hætti að axla ábyrgð. Óðinn gengur raunar svo langt að segja að hafi söluferlið ekki verið óaðfinnanlegt eigi stjórn Bankasýslunnar að víkja. Það verður fróðlegt að fylgjast með frekari viðbrögðum við málinu á stjórnarheimilinu eða með hvaða hætti ætla þeir stjórnmálamenn sem bera ábyrgð í þessu máli að axla sína ábyrgð? Á meðan reimum við hin á okkur hlaupaskóna í von um að vorið sé í nánd. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi stjórnarformaður Arionbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Miðflokkurinn Salan á Íslandsbanka Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Sjá meira
Þannig mæltist verðlaunaskáldinu Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur á fésbókarsíðu sinni, að morgni miðvikudagsins 13. apríl. Staðan í Íslandsbankasölu málinu verður vart römmuð betur inn. Varaformaður fjárlaganefndar minnti okkur almenning enda vinsamlegast á það fyrir tveimur dögum að „.... tapa ekki áttum þegar stormurinn blæs og þyrlar upp moldviðri.“ Varaformaðurinn lét ekki þar við sitja heldur talaði í ofanálag um að uppnámið væri „...ekki síst vegna tilfinninga fólks og vantrausts m.a. um hverjir keyptu litla hluti og fara með óverulegan eignarhluta.“ Í dag segir sami maður að fólki misbjóði brask! Ja, tilfinningarnar eiga það til að bera fólk ofurliði verð ég að segja. Ég var annars í sakleysi mínu að búa mig undir að núllstilla tilfinningar mínar í páskafríinu, slaka á, hlaða batteríin eða hvað það er kallað á nútímamáli, en já nú er mér allur ketill í eld fallinn. Eign okkar almennings er boðin til sölu eftir einhverjum kúnstarinnar reglum. Aðallega eiga þó að gilda um söluna lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar er sérstaklega tiltekið að áhersla skuli lögð á „...opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti“. Reyndar er ekki tiltekið að brask sé sérstaklega bannað. Hins vegar er þegar ljóst að einhverjir þeirra sem keyptu bréf í bankanum hafa innleyst söluhagnað sem skiptir verulegum fjárhæðum. Það að búast ekki við slíkri útkomu í ljósi fyrri reynslu lýsir hins vegar ekki mikilli þekkingu á hlutabréfamarkaði. Fjárfestingar í hlutabréfum eins og öðrum verðbréfum eru verkfæri til að ávaxta peninga. Skráning þeirra í kauphöllum er til að greiða fyrir viðskiptum með þau og tryggja að um þau gildi tiltekið regluverk. Það er engin afsökun fyrir þau sem bera ábyrgð á þessu að benda á að hinir og þessir þingmenn eða ráðherrar hafi hvergi bókað andstöðu sína á fyrri stigum. Hér er það almenningi sem treystir stjórnvöldum fyrir meðferð sameigna þjóðarinnar, sem er misboðið og það svo hressilega að þingmenn sem ferðast nú um landið komast ekki lengur hjá að frétta það beint frá grasrótinni. Óðinn fjallar ítarlega um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Þar er undirstrikað að við sölu á ríkiseign eins og hér um ræðir þurfa þeir sem þátt taka í slíku útboði að standa jafnfætis. Jafnframt segir Óðinn að það hafi verið beinlínis óskynsamlegt að selja hluti í bankanum í lokuðu útboði. Engin leið er að halda því fram að framkvæmd sölunnar hafi verið óaðfinnanleg, því er lýst all ítarlega í þeirri grein sem hér er vitnað til. Það væri furðuleg niðurstaða að hvorki stjórn Bankasýslunnar, framkvæmdastjóri hennar eða aðrir sem söluferlið heyrir undir þurfi með engum hætti að axla ábyrgð. Óðinn gengur raunar svo langt að segja að hafi söluferlið ekki verið óaðfinnanlegt eigi stjórn Bankasýslunnar að víkja. Það verður fróðlegt að fylgjast með frekari viðbrögðum við málinu á stjórnarheimilinu eða með hvaða hætti ætla þeir stjórnmálamenn sem bera ábyrgð í þessu máli að axla sína ábyrgð? Á meðan reimum við hin á okkur hlaupaskóna í von um að vorið sé í nánd. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi stjórnarformaður Arionbanka.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun