LeBron gæti neitað að framlengja við Lakers í von um að vinna titla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2022 09:31 LeBron James gæti fært sig um set. Jason Miller/Getty Images Eftir skelfingar tímabil Los Angeles Lakers í NBA-deildinni eru orðrómar á kreiki að stórstjarna liðsins, LeBron James, gæti neitað að framlengja samning sinn við félagið í von um að vinna titil annarsstaðar. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hins 37 ára gamla James að undanförnu. Lakers eru ekki í úrslitakeppninni, LeBron hefur verið að glíma við meiðsli á leiktíðinni og hin stórstjarna liðsins - Anthony Davis - er aldrei til staðar. Það sem átti svo að reynast þriðja stórstjarna liðsins - Russell Westbrook - reyndist vera kötturinn í sekknum. My latest look at the LeBron James-Lakers experience, at @TheAthletic * What I'm hearing about his possible extension * What matters most in his later years, from title chances to Bronny* Why the front office/scouting infrastructure mattershttps://t.co/ZZsXPzUz4d— Sam Amick (@sam_amick) April 12, 2022 Þrátt fyrir allt þetta eru allar líkur á að LeBron bæti stigametNBA-deildarinnar á næstu leiktíð. Þá hefur hann gefið út að hann vilji spila í deildinni til ársins 2025 en sonur hans, Bronny James, gæti komið inn í deildina sumarið 2024. Allt þetta hefur fengið blaðamenn – og fleiri – til að velta fyrir sér hvort LeBron spili hjá Lakers út ferilinn. Nú hefur annarri ástæðu verið bætt við. Talið erað LeBron sé að íhuga að færa sig um set þegar samningur hans við Lakers rennur út í von um að landa enn einum titlinum. Tími hans hjá Lakers hefur skilað einum slíkum en að sama skapi hefur liðið tvívegis misst af sæti í úrslitakeppninni. — LeBron James (@KingJames) April 13, 2022 Samningur LeBron rennur út eftir næsta tímabil en þá gæti hann endursamið við Lakers til ársins 2025 á eins góðum launum og mögulegt er. Það er samt spurning hvort hann ákveði að semja við annað lið með von um að vinna titil og mögulega tryggja þar með að sonur hans verði valinn í nýliðavalinu 2024. Ef eitthvað er að marka viðtalið sem LeBron fór í eftir að tímabilinu lauk þá heldur hann öllum möguleikum opnum. Hann hefur svo gefið í skyn að hann væri til í að spila með Stephen Curry. Hver veit nema það verði að veruleika áður en þessi magnaði leikmaður leggur skóna á hilluna. Hvenær svo sem það verður. Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hins 37 ára gamla James að undanförnu. Lakers eru ekki í úrslitakeppninni, LeBron hefur verið að glíma við meiðsli á leiktíðinni og hin stórstjarna liðsins - Anthony Davis - er aldrei til staðar. Það sem átti svo að reynast þriðja stórstjarna liðsins - Russell Westbrook - reyndist vera kötturinn í sekknum. My latest look at the LeBron James-Lakers experience, at @TheAthletic * What I'm hearing about his possible extension * What matters most in his later years, from title chances to Bronny* Why the front office/scouting infrastructure mattershttps://t.co/ZZsXPzUz4d— Sam Amick (@sam_amick) April 12, 2022 Þrátt fyrir allt þetta eru allar líkur á að LeBron bæti stigametNBA-deildarinnar á næstu leiktíð. Þá hefur hann gefið út að hann vilji spila í deildinni til ársins 2025 en sonur hans, Bronny James, gæti komið inn í deildina sumarið 2024. Allt þetta hefur fengið blaðamenn – og fleiri – til að velta fyrir sér hvort LeBron spili hjá Lakers út ferilinn. Nú hefur annarri ástæðu verið bætt við. Talið erað LeBron sé að íhuga að færa sig um set þegar samningur hans við Lakers rennur út í von um að landa enn einum titlinum. Tími hans hjá Lakers hefur skilað einum slíkum en að sama skapi hefur liðið tvívegis misst af sæti í úrslitakeppninni. — LeBron James (@KingJames) April 13, 2022 Samningur LeBron rennur út eftir næsta tímabil en þá gæti hann endursamið við Lakers til ársins 2025 á eins góðum launum og mögulegt er. Það er samt spurning hvort hann ákveði að semja við annað lið með von um að vinna titil og mögulega tryggja þar með að sonur hans verði valinn í nýliðavalinu 2024. Ef eitthvað er að marka viðtalið sem LeBron fór í eftir að tímabilinu lauk þá heldur hann öllum möguleikum opnum. Hann hefur svo gefið í skyn að hann væri til í að spila með Stephen Curry. Hver veit nema það verði að veruleika áður en þessi magnaði leikmaður leggur skóna á hilluna. Hvenær svo sem það verður.
Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum