LeBron gæti neitað að framlengja við Lakers í von um að vinna titla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2022 09:31 LeBron James gæti fært sig um set. Jason Miller/Getty Images Eftir skelfingar tímabil Los Angeles Lakers í NBA-deildinni eru orðrómar á kreiki að stórstjarna liðsins, LeBron James, gæti neitað að framlengja samning sinn við félagið í von um að vinna titil annarsstaðar. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hins 37 ára gamla James að undanförnu. Lakers eru ekki í úrslitakeppninni, LeBron hefur verið að glíma við meiðsli á leiktíðinni og hin stórstjarna liðsins - Anthony Davis - er aldrei til staðar. Það sem átti svo að reynast þriðja stórstjarna liðsins - Russell Westbrook - reyndist vera kötturinn í sekknum. My latest look at the LeBron James-Lakers experience, at @TheAthletic * What I'm hearing about his possible extension * What matters most in his later years, from title chances to Bronny* Why the front office/scouting infrastructure mattershttps://t.co/ZZsXPzUz4d— Sam Amick (@sam_amick) April 12, 2022 Þrátt fyrir allt þetta eru allar líkur á að LeBron bæti stigametNBA-deildarinnar á næstu leiktíð. Þá hefur hann gefið út að hann vilji spila í deildinni til ársins 2025 en sonur hans, Bronny James, gæti komið inn í deildina sumarið 2024. Allt þetta hefur fengið blaðamenn – og fleiri – til að velta fyrir sér hvort LeBron spili hjá Lakers út ferilinn. Nú hefur annarri ástæðu verið bætt við. Talið erað LeBron sé að íhuga að færa sig um set þegar samningur hans við Lakers rennur út í von um að landa enn einum titlinum. Tími hans hjá Lakers hefur skilað einum slíkum en að sama skapi hefur liðið tvívegis misst af sæti í úrslitakeppninni. — LeBron James (@KingJames) April 13, 2022 Samningur LeBron rennur út eftir næsta tímabil en þá gæti hann endursamið við Lakers til ársins 2025 á eins góðum launum og mögulegt er. Það er samt spurning hvort hann ákveði að semja við annað lið með von um að vinna titil og mögulega tryggja þar með að sonur hans verði valinn í nýliðavalinu 2024. Ef eitthvað er að marka viðtalið sem LeBron fór í eftir að tímabilinu lauk þá heldur hann öllum möguleikum opnum. Hann hefur svo gefið í skyn að hann væri til í að spila með Stephen Curry. Hver veit nema það verði að veruleika áður en þessi magnaði leikmaður leggur skóna á hilluna. Hvenær svo sem það verður. Körfubolti NBA Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hins 37 ára gamla James að undanförnu. Lakers eru ekki í úrslitakeppninni, LeBron hefur verið að glíma við meiðsli á leiktíðinni og hin stórstjarna liðsins - Anthony Davis - er aldrei til staðar. Það sem átti svo að reynast þriðja stórstjarna liðsins - Russell Westbrook - reyndist vera kötturinn í sekknum. My latest look at the LeBron James-Lakers experience, at @TheAthletic * What I'm hearing about his possible extension * What matters most in his later years, from title chances to Bronny* Why the front office/scouting infrastructure mattershttps://t.co/ZZsXPzUz4d— Sam Amick (@sam_amick) April 12, 2022 Þrátt fyrir allt þetta eru allar líkur á að LeBron bæti stigametNBA-deildarinnar á næstu leiktíð. Þá hefur hann gefið út að hann vilji spila í deildinni til ársins 2025 en sonur hans, Bronny James, gæti komið inn í deildina sumarið 2024. Allt þetta hefur fengið blaðamenn – og fleiri – til að velta fyrir sér hvort LeBron spili hjá Lakers út ferilinn. Nú hefur annarri ástæðu verið bætt við. Talið erað LeBron sé að íhuga að færa sig um set þegar samningur hans við Lakers rennur út í von um að landa enn einum titlinum. Tími hans hjá Lakers hefur skilað einum slíkum en að sama skapi hefur liðið tvívegis misst af sæti í úrslitakeppninni. — LeBron James (@KingJames) April 13, 2022 Samningur LeBron rennur út eftir næsta tímabil en þá gæti hann endursamið við Lakers til ársins 2025 á eins góðum launum og mögulegt er. Það er samt spurning hvort hann ákveði að semja við annað lið með von um að vinna titil og mögulega tryggja þar með að sonur hans verði valinn í nýliðavalinu 2024. Ef eitthvað er að marka viðtalið sem LeBron fór í eftir að tímabilinu lauk þá heldur hann öllum möguleikum opnum. Hann hefur svo gefið í skyn að hann væri til í að spila með Stephen Curry. Hver veit nema það verði að veruleika áður en þessi magnaði leikmaður leggur skóna á hilluna. Hvenær svo sem það verður.
Körfubolti NBA Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira