Framtíðin er núna Hörður Arnarson skrifar 13. apríl 2022 10:00 Orkugeirinn stendur á áhugaverðum tímamótum, nú þegar loftslagsmálin hafa loksins fengið stóraukið vægi. Umbreyting á orkukerfum heimsins er stærsta verkefnið sem við blasir. Við þurfum að hætta að nota jarðefnaeldsneyti og í stað þess rafvæða orkukerfi heimsins með vistvænum orkugjöfum. Loftslagsmálin ein og sér eru nægt tilefni til að grípa tafarlaust til aðgerða. En sífellt fleiri gera sér líka grein fyrir að orkuöryggi þjóða skiptir miklu. Eftir innrás Rússa í Úkraínu standa margar þjóðir á meginlandi Evrópu frammi fyrir þeim vanda að geta ekki lengur treyst á gasið frá Rússum og eru sannarlega ekki í stakk búnar til að leysa það af hólmi með eigin orkugjöfum. Skýr framtíðarsýn og hlutverk Framtíðarsýn Landsvirkjunar er skýr. Við sjáum fyrir okkur sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Þessi sýn fellur einkar vel að þeirri vegferð sem alþjóðasamfélagið er í. Hlutverk Landsvirkjunar er ekki síður skýrt, að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Við vitum að við þurfum meiri græna orku. En við gerum okkur líka grein fyrir því að beislun endurnýjanlegra auðlinda kallar á inngrip í náttúruna og við ætlum að vanda okkur. Við viljum starfa í víðtækri sátt við bæði náttúru og menn. Á sama tíma gerum við okkur grein fyrir ábyrgð okkar að nýta stóran hluta orkuauðlinda þjóðarinnar og semja um sölu á raforku til alþjóðlegra stórfyrirtækja. Við tökum þá ábyrgð alvarlega og erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð. Það er von okkar hjá Landsvirkjun að endurskoðuð löggjöf um rammaáætlun og í framhaldinu vönduð framkvæmd þeirra laga hjálpi okkur að ná sem víðtækastri sátt og varði veg loftslagsaðgerða, náttúruverndar, efnahags og lífskjara. Græn framtíð En hvernig vinnum við að því að tryggja þessa grænu framtíð? Við leggjum sérstaka áherslu á fimm atriði: Við höfum forystu í sjálfbærri þróun, leikum lykilhlutverk í orkuskiptum og sýnum fordæmi með því að verða sjálf kolefnishlutlaus. Við tryggjum skilvirka orkuvinnslu og framþróun, rekum orkuvinnslu okkar á ábyrgan og öruggan hátt og þróum nýja græna orkukosti. Við veitum framúrskarandi þjónustu samhliða því að leita tækifæra til að auka fjölbreytni í viðskiptum. Við rekum framsækinn og eftirsóttan vinnustað sem hæfileikaríkasta fólkið kýs. Við byggjum undir traust og stuðning með opnum samskiptum og samstarfi. Við búum að góðum greiningum á orkuþörf framtíðar, en þær eru ekki endanleg sannindi. Framtíðarorkuþörf þarf stöðugt að endurmeta út frá nýjum upplýsingum, tækniþróun og fleiri atriðum. Þar skiptir til dæmis miklu hvort allir núverandi kaupendur raforku ákveði að starfa hér áfram. Áherslur næstu 4-6 ára Fleiri vilja endurnýjanlegu orkuna okkar en við getum sinnt. Þessari eftirspurn er hægt að skipta í fimm megin flokka og núna leggjum við mesta áherslu á þrjá þeirra. Við ætlum í fyrsta lagi að styðja við almennan hagvöxt og innlend orkuskipti í samræmi við stefnu stjórnvalda, það verður alltaf forgangsatriði. Í öðru lagi sjáum við nýjar iðngreinar í stafrænni vegferð og fjölnýtingu. Dæmi um fyrirtæki á þessu sviði eru gagnaver og matvælaframleiðsla. Þriðji flokkurinn er áframhaldandi stuðningur við núverandi viðskiptavini til að tryggja samkeppnishæfni og framleiðslu virðisaukandi afurða. Þessu til viðbótar eru síðan tveir áhugaverðir flokkar. Annars vegar eru það nýir stórnotendur. Við höfðum góða reynslu af núverandi stórnotendum, en ekki verður séð hvernig hægt er að tryggja framboð fyrir ný fyrirtæki inn á þann markað. Hins vegar er það útflutningur orku um sæstreng eða með rafeldsneyti. Báðir kostir eru áhugaverðir, en verkefni af þessum toga þurfa frekari umræðu og stefnumörkun. Ef ráðast ætti í þau þyrfti enn meiri raforku en nýjustu spár gera ráð fyrir. Að okkar mati eru hvorki tæknilegar né markaðslegar forsendur fyrir útflutningi á rafeldsneyti núna en það verður þó örugglega í framtíðinni. Enn er margt á huldu um þróun orku- og loftslagsmála. Landsvirkjun er hins vegar tilbúin að takast á við hvert það verkefni sem að höndum ber. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Orkugeirinn stendur á áhugaverðum tímamótum, nú þegar loftslagsmálin hafa loksins fengið stóraukið vægi. Umbreyting á orkukerfum heimsins er stærsta verkefnið sem við blasir. Við þurfum að hætta að nota jarðefnaeldsneyti og í stað þess rafvæða orkukerfi heimsins með vistvænum orkugjöfum. Loftslagsmálin ein og sér eru nægt tilefni til að grípa tafarlaust til aðgerða. En sífellt fleiri gera sér líka grein fyrir að orkuöryggi þjóða skiptir miklu. Eftir innrás Rússa í Úkraínu standa margar þjóðir á meginlandi Evrópu frammi fyrir þeim vanda að geta ekki lengur treyst á gasið frá Rússum og eru sannarlega ekki í stakk búnar til að leysa það af hólmi með eigin orkugjöfum. Skýr framtíðarsýn og hlutverk Framtíðarsýn Landsvirkjunar er skýr. Við sjáum fyrir okkur sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Þessi sýn fellur einkar vel að þeirri vegferð sem alþjóðasamfélagið er í. Hlutverk Landsvirkjunar er ekki síður skýrt, að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Við vitum að við þurfum meiri græna orku. En við gerum okkur líka grein fyrir því að beislun endurnýjanlegra auðlinda kallar á inngrip í náttúruna og við ætlum að vanda okkur. Við viljum starfa í víðtækri sátt við bæði náttúru og menn. Á sama tíma gerum við okkur grein fyrir ábyrgð okkar að nýta stóran hluta orkuauðlinda þjóðarinnar og semja um sölu á raforku til alþjóðlegra stórfyrirtækja. Við tökum þá ábyrgð alvarlega og erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð. Það er von okkar hjá Landsvirkjun að endurskoðuð löggjöf um rammaáætlun og í framhaldinu vönduð framkvæmd þeirra laga hjálpi okkur að ná sem víðtækastri sátt og varði veg loftslagsaðgerða, náttúruverndar, efnahags og lífskjara. Græn framtíð En hvernig vinnum við að því að tryggja þessa grænu framtíð? Við leggjum sérstaka áherslu á fimm atriði: Við höfum forystu í sjálfbærri þróun, leikum lykilhlutverk í orkuskiptum og sýnum fordæmi með því að verða sjálf kolefnishlutlaus. Við tryggjum skilvirka orkuvinnslu og framþróun, rekum orkuvinnslu okkar á ábyrgan og öruggan hátt og þróum nýja græna orkukosti. Við veitum framúrskarandi þjónustu samhliða því að leita tækifæra til að auka fjölbreytni í viðskiptum. Við rekum framsækinn og eftirsóttan vinnustað sem hæfileikaríkasta fólkið kýs. Við byggjum undir traust og stuðning með opnum samskiptum og samstarfi. Við búum að góðum greiningum á orkuþörf framtíðar, en þær eru ekki endanleg sannindi. Framtíðarorkuþörf þarf stöðugt að endurmeta út frá nýjum upplýsingum, tækniþróun og fleiri atriðum. Þar skiptir til dæmis miklu hvort allir núverandi kaupendur raforku ákveði að starfa hér áfram. Áherslur næstu 4-6 ára Fleiri vilja endurnýjanlegu orkuna okkar en við getum sinnt. Þessari eftirspurn er hægt að skipta í fimm megin flokka og núna leggjum við mesta áherslu á þrjá þeirra. Við ætlum í fyrsta lagi að styðja við almennan hagvöxt og innlend orkuskipti í samræmi við stefnu stjórnvalda, það verður alltaf forgangsatriði. Í öðru lagi sjáum við nýjar iðngreinar í stafrænni vegferð og fjölnýtingu. Dæmi um fyrirtæki á þessu sviði eru gagnaver og matvælaframleiðsla. Þriðji flokkurinn er áframhaldandi stuðningur við núverandi viðskiptavini til að tryggja samkeppnishæfni og framleiðslu virðisaukandi afurða. Þessu til viðbótar eru síðan tveir áhugaverðir flokkar. Annars vegar eru það nýir stórnotendur. Við höfðum góða reynslu af núverandi stórnotendum, en ekki verður séð hvernig hægt er að tryggja framboð fyrir ný fyrirtæki inn á þann markað. Hins vegar er það útflutningur orku um sæstreng eða með rafeldsneyti. Báðir kostir eru áhugaverðir, en verkefni af þessum toga þurfa frekari umræðu og stefnumörkun. Ef ráðast ætti í þau þyrfti enn meiri raforku en nýjustu spár gera ráð fyrir. Að okkar mati eru hvorki tæknilegar né markaðslegar forsendur fyrir útflutningi á rafeldsneyti núna en það verður þó örugglega í framtíðinni. Enn er margt á huldu um þróun orku- og loftslagsmála. Landsvirkjun er hins vegar tilbúin að takast á við hvert það verkefni sem að höndum ber. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar