Fjármálaáætlun og skortur á sjúkraliðum Sandra B. Franks skrifar 12. apríl 2022 08:00 Í nýrri fjármálaáætlun, sem var mælt fyrir á Alþingi í síðustu viku, kemur framtíðarsýn stjórnvalda í ljós. Þar segir að Covid-samdrátturinn sé minni en sviðsmyndir gerðu ráð fyrir. Ríkishallinn minnkar hraðar en búist var við. Ríkisútgjöldin stefna í það sem þau voru fyrir Covid. Skuldahorfur séu jákvæðari en talið var í upphafi faraldursins. Ætla má að staða ríkissjóðs sé því betri en menn þorðu að vona. Sömuleiðis kemur fram í áætluninni að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé ein af stærstu áskorununum stjórnvalda, það þurfi að fjölga heilbrigðisstarfsfólki. Sérstaklega er tekið fram að það sé „skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum“. Þá sé það áætlun stjórnvalda að heilbrigðisstofnanir verði eftirsóttir vinnustaðir og að huga þurfi að samkeppnishæfni íslensks heilbrigðiskerfis um hæft starfsfólk. Þá er þess sérstaklega getið að mikil áhætta felst í því ef ekki tekst að snúa þessari þróun við því að heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt án heilbrigðisstarfsfólks. Samstilla þarf hljóð og mynd Ef markmið stjórnvalda er að styrkja og efla heilbrigðiskerfið líkt og lofað er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, af hverju er þá ekki gert ráð fyrir því í þessari glænýju fjármálaáætlun? Í áætluninni kemur fram að árleg aukning til heilbrigðismála til ársins 2026 verði á bilinu 1,3%-1,7%. Þessi aukning er næstum hlægileg því hún nær ekki einu sinni að halda í árlega mannfjölgun og aukna öldrun þjóðarinnar. Því til viðbótar má gera ráð fyrir að verðbólgan verði nokkuð há á næstu árum, en í ár er gert ráð fyrir um 6% verðbólgu. Þá kemur fram að á síðasta ári fjármálaáætlunarinnar eiga útgjöld til heilbrigðismála að lækka um 2%-stig á milli ára, og því til viðbótar eiga framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu að lækka næstu fimm árin. Ef standa á við loforðin sem sett eru fram í stjórnarsáttmála, og ef fjármálaáætlun stjórnvalda á að endurspegla raunverulega þróun útgjalda til heilbrigðismála, liggur það í augum uppi að stilla þarf saman hljóð og mynd. Það er engum til gagns að lofa einu og gera svo eitthvað allt annað. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í nýrri fjármálaáætlun, sem var mælt fyrir á Alþingi í síðustu viku, kemur framtíðarsýn stjórnvalda í ljós. Þar segir að Covid-samdrátturinn sé minni en sviðsmyndir gerðu ráð fyrir. Ríkishallinn minnkar hraðar en búist var við. Ríkisútgjöldin stefna í það sem þau voru fyrir Covid. Skuldahorfur séu jákvæðari en talið var í upphafi faraldursins. Ætla má að staða ríkissjóðs sé því betri en menn þorðu að vona. Sömuleiðis kemur fram í áætluninni að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé ein af stærstu áskorununum stjórnvalda, það þurfi að fjölga heilbrigðisstarfsfólki. Sérstaklega er tekið fram að það sé „skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum“. Þá sé það áætlun stjórnvalda að heilbrigðisstofnanir verði eftirsóttir vinnustaðir og að huga þurfi að samkeppnishæfni íslensks heilbrigðiskerfis um hæft starfsfólk. Þá er þess sérstaklega getið að mikil áhætta felst í því ef ekki tekst að snúa þessari þróun við því að heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt án heilbrigðisstarfsfólks. Samstilla þarf hljóð og mynd Ef markmið stjórnvalda er að styrkja og efla heilbrigðiskerfið líkt og lofað er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, af hverju er þá ekki gert ráð fyrir því í þessari glænýju fjármálaáætlun? Í áætluninni kemur fram að árleg aukning til heilbrigðismála til ársins 2026 verði á bilinu 1,3%-1,7%. Þessi aukning er næstum hlægileg því hún nær ekki einu sinni að halda í árlega mannfjölgun og aukna öldrun þjóðarinnar. Því til viðbótar má gera ráð fyrir að verðbólgan verði nokkuð há á næstu árum, en í ár er gert ráð fyrir um 6% verðbólgu. Þá kemur fram að á síðasta ári fjármálaáætlunarinnar eiga útgjöld til heilbrigðismála að lækka um 2%-stig á milli ára, og því til viðbótar eiga framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu að lækka næstu fimm árin. Ef standa á við loforðin sem sett eru fram í stjórnarsáttmála, og ef fjármálaáætlun stjórnvalda á að endurspegla raunverulega þróun útgjalda til heilbrigðismála, liggur það í augum uppi að stilla þarf saman hljóð og mynd. Það er engum til gagns að lofa einu og gera svo eitthvað allt annað. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun