Vaktin: Segir sönnunargögn um þjóðarmorð Pútíns hrannast upp Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 12. apríl 2022 16:50 Biden dró ekkert úr ummælum sínum um einræðisherrann Pútín sem fremji þjóðarmorð, þegar hann var beðinn að skýra þau nánar. Drew Angerer/Getty Images Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi óttast að Rússar myndu beita efnavopnum en fullyrti ekki að þau hefðu verið notuð. Fyrr í gær var því haldið fram að efnavopnasprengja hefði verið látin falla á Maríupól. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Hroki Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og einangrun hans leiddu til til þess að forsetinn rússneski vanmat aðstæður í Úkraínu og ofmat getu rússneskra hersveita til að hernema landið. Vladimír Pútín sagði á blaðamannafundi í dag að það væri Úkraínumönnum að kenna að friðarviðræður vegna innrásar Rússa í Úkraínu hefðu ekki borið árangur hingað til. Nærri tveir þriðjuhlutar allra barna í Úkraínu hafa flúið heimili sín á þeim sex vikum sem liðnar eru frá því að Rússar réðust inn í landið. Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest dauða 142 barna í átökunum en segja raunverulegan fjölda líklega mun meiri. Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa fleiri en 6.000 stríðsglæpi til rannsóknar. Fleiri sögur eru að berast af grófu kynferðisofbeldi sem Rússar eru sagðir hafa beitt konur og börn. Íbúar í Kharkív og norðurhluta Úkraínu hafa verið varaðir við því sem Selenskí hefur kallað „hundrað þúsund hættulega hluti“ sem innrásarherinn hefur skilið eftir sig; jarðsprengjur og ósprungnar og virkar sprengjur. Rússar eru taldir munu taka Maríupól áður en þeir hefja stórsókn sína í Donetsk, þar sem þeir munu freista þess á næstu vikum að ná yfirráðum og tengja Donbas við hinn þegar innlimaða Krímskaga. Vladimir Pútín Rússlandsforseti og Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, eru sagðir munu hittast í dag, meðal annars til að ræða ástandið í Úkraínu og refsiaðgerðir Vesturlanda. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu en undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Hroki Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og einangrun hans leiddu til til þess að forsetinn rússneski vanmat aðstæður í Úkraínu og ofmat getu rússneskra hersveita til að hernema landið. Vladimír Pútín sagði á blaðamannafundi í dag að það væri Úkraínumönnum að kenna að friðarviðræður vegna innrásar Rússa í Úkraínu hefðu ekki borið árangur hingað til. Nærri tveir þriðjuhlutar allra barna í Úkraínu hafa flúið heimili sín á þeim sex vikum sem liðnar eru frá því að Rússar réðust inn í landið. Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest dauða 142 barna í átökunum en segja raunverulegan fjölda líklega mun meiri. Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa fleiri en 6.000 stríðsglæpi til rannsóknar. Fleiri sögur eru að berast af grófu kynferðisofbeldi sem Rússar eru sagðir hafa beitt konur og börn. Íbúar í Kharkív og norðurhluta Úkraínu hafa verið varaðir við því sem Selenskí hefur kallað „hundrað þúsund hættulega hluti“ sem innrásarherinn hefur skilið eftir sig; jarðsprengjur og ósprungnar og virkar sprengjur. Rússar eru taldir munu taka Maríupól áður en þeir hefja stórsókn sína í Donetsk, þar sem þeir munu freista þess á næstu vikum að ná yfirráðum og tengja Donbas við hinn þegar innlimaða Krímskaga. Vladimir Pútín Rússlandsforseti og Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, eru sagðir munu hittast í dag, meðal annars til að ræða ástandið í Úkraínu og refsiaðgerðir Vesturlanda. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu en undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira