Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. apríl 2022 22:55 Frá Maríupol. Borgin er rústir einar eftir linnulausar árásir Rússa, sem hafa setið um borgina svo vikum skiptir. AP Photo/Evgeniy Maloletka Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. Ivanna Klympush, þingmaður og formaður þingnefndar um inngöngu Úkraínu í ESB, segir að óþekkt efni sem sprautað hefði verið yfir hersveitir Úkraínu í borginni væri „líklega efnavopn.“ Greint hefur verið frá því að hermenn hafi í kjölfarið fundið fyrir öndunarerfiðleikum og skertri hreyfigetu. 1/2 #RU 1,5hr ago used unknown substance in #Mariupol. Victims experience respiratory failure,vestib.-atactic syndrome.Most likely chem.weapons!This is red line beyond which 🌎 must destroy economy of despotism.We demand full embargo on all fuels from #RU &heavy weapons 2UA now!— Ivanna Klympush (@IKlympush) April 11, 2022 Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir unnið að því að sannreyna fregnir af árásinni. „Við vinnum nú að því með samstarfsaðilum okkar að fá smáatriðin á hreint. Hvers konar notkun [efnavopna] væri kaldrifjuð stigmögnun átakanna og við munum draga Pútín og ríkisstjórn hans til ábyrgðar,“ hefur Guardian eftir ráðherranum. Biden hefur heitið viðbrögðum Í síðasta mánuði sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti að Atlantshafsbandalagið kæmi til með að „bregðast við“ ef Rússar myndu beita efnavopnum í Úkraínu. Það hafa þeir áður gert í Sýrlandi, og þá sakað andstæðinga sína um að gera það sem þeir sjálfir gera. Biden, sem lét ummælin falla á leiðtogafundi í Brussel, útskýrði þó ekki nánar í hverju viðbrögð Atlantshafsbandalagsins myndu felast. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Bretland Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Rússar drepið yfir 10 þúsund almenna borgara í Maríupol Breska varnamálaráðuneytið varar við því að Rússar muni mögulega nota fosfór-vopn í Maríupól, líkt og þeir hafa áður gert í Donetsk. Þeir segja notkun Rússa á ónákvæmum sprengjum stórauka hættuna á dauða almennra borgara. 11. apríl 2022 15:30 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Alríki fjármagnað út janúar 2026 Erlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Sjá meira
Ivanna Klympush, þingmaður og formaður þingnefndar um inngöngu Úkraínu í ESB, segir að óþekkt efni sem sprautað hefði verið yfir hersveitir Úkraínu í borginni væri „líklega efnavopn.“ Greint hefur verið frá því að hermenn hafi í kjölfarið fundið fyrir öndunarerfiðleikum og skertri hreyfigetu. 1/2 #RU 1,5hr ago used unknown substance in #Mariupol. Victims experience respiratory failure,vestib.-atactic syndrome.Most likely chem.weapons!This is red line beyond which 🌎 must destroy economy of despotism.We demand full embargo on all fuels from #RU &heavy weapons 2UA now!— Ivanna Klympush (@IKlympush) April 11, 2022 Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir unnið að því að sannreyna fregnir af árásinni. „Við vinnum nú að því með samstarfsaðilum okkar að fá smáatriðin á hreint. Hvers konar notkun [efnavopna] væri kaldrifjuð stigmögnun átakanna og við munum draga Pútín og ríkisstjórn hans til ábyrgðar,“ hefur Guardian eftir ráðherranum. Biden hefur heitið viðbrögðum Í síðasta mánuði sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti að Atlantshafsbandalagið kæmi til með að „bregðast við“ ef Rússar myndu beita efnavopnum í Úkraínu. Það hafa þeir áður gert í Sýrlandi, og þá sakað andstæðinga sína um að gera það sem þeir sjálfir gera. Biden, sem lét ummælin falla á leiðtogafundi í Brussel, útskýrði þó ekki nánar í hverju viðbrögð Atlantshafsbandalagsins myndu felast.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Bretland Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Rússar drepið yfir 10 þúsund almenna borgara í Maríupol Breska varnamálaráðuneytið varar við því að Rússar muni mögulega nota fosfór-vopn í Maríupól, líkt og þeir hafa áður gert í Donetsk. Þeir segja notkun Rússa á ónákvæmum sprengjum stórauka hættuna á dauða almennra borgara. 11. apríl 2022 15:30 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Alríki fjármagnað út janúar 2026 Erlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Sjá meira
Vaktin: Rússar drepið yfir 10 þúsund almenna borgara í Maríupol Breska varnamálaráðuneytið varar við því að Rússar muni mögulega nota fosfór-vopn í Maríupól, líkt og þeir hafa áður gert í Donetsk. Þeir segja notkun Rússa á ónákvæmum sprengjum stórauka hættuna á dauða almennra borgara. 11. apríl 2022 15:30