Hvert verk lofar sig sjálft Ingibjörg Isaksen skrifar 10. apríl 2022 07:31 Þær langþráðu og ánægjulegu fréttir hafa nú borist frá Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra að búið sé að undirrita langtímasamninga um rekstur hjúkrunarheimila milli Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands. Samningarnir eru til þriggja ára og er heildarupphæð þeirra tæpir 130 milljarðar. Aukið fjármagn og betri þjónusta Á samningstímanum á að vinna að verkefnum sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi heimilanna til framtíðar og auka gæði í þjónustu. Samkvæmt nýjum samningum á að auka fjármagn til hjúkrunarheimila og bæta þjónustu við íbúa. Efla á þjónustu við þá einstaklinga sem þurfa hvað mesta umönnun með auknum framlögum í útlagasjóð og þá er áframhaldandi aukafjárveiting til lítilla hjúkrunarheimila tryggð. Í samningunum er einnig kveðið á um að styrkja úrræði fyrir yngri einstaklinga sem þurfa á þjónustu hjúkrunarheimila að halda og þá sem glíma við geð- og fíknisjúkdóma. Hér er um að ræða mikilvæga samninga sem stíga skref í að þróa áfram þá mikilvægu þjónustu sem eldra fólk á skilið að fá. Markmiði á ávallt að vera að veita góða þjónustu og tryggja öryggi íbúa. Þessir samningar sýna að sú er stefnan. Horft til framtíðar Þá er það einnig gleðiefni að samningsaðilar hafi samþykkt að setjast að borðinu með heilbrigðisráðuneytinu til að ræða þróun starfsemi hjúkrunarheimila með vinnuhópnum um endurskoðun á mats- og greiðslukerfi til hjúkrunarheimila. Með vinnuhópnum er verið að horfa til lengri tíma varðandi þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilum og hvernig sú þjónusta muni þróast til framtíðar. Sérstaklega mikilvægt er að skoða tengingu greiðslna við gæðavísa til að skoða hvernig bæta megi breyttum kröfum um gæði og þjónustu. Þá ætlar heilbrigðisráðuneytið beita sér fyrir því að skoða fyrirkomulag húsnæðismála hjúkrunarheimila, hér er um að ræða mjög spennandi og mikilvægt verkefni og áhugavert verður að fylgjast með þeirri vinnu. Langþráður stöðugleiki Þessir samningar marka mikilvæg tímamót, en nú eru loksins í gildi samningar til lengri tíma við rekstraraðila allra þeirra 45 hjúkrunarheimila sem starfa víðs vegar um landið samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Þá er það þýðingarmikið að samningarnir eru gerðir í góðri sátt. Með saminginunum hafa náðst veigamikil markmið um stöðugleika og fyrirsjáanleika varðandi þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilunum, því ber að fagna. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Heilbrigðismál Ingibjörg Ólöf Isaksen Hjúkrunarheimili Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þær langþráðu og ánægjulegu fréttir hafa nú borist frá Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra að búið sé að undirrita langtímasamninga um rekstur hjúkrunarheimila milli Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands. Samningarnir eru til þriggja ára og er heildarupphæð þeirra tæpir 130 milljarðar. Aukið fjármagn og betri þjónusta Á samningstímanum á að vinna að verkefnum sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi heimilanna til framtíðar og auka gæði í þjónustu. Samkvæmt nýjum samningum á að auka fjármagn til hjúkrunarheimila og bæta þjónustu við íbúa. Efla á þjónustu við þá einstaklinga sem þurfa hvað mesta umönnun með auknum framlögum í útlagasjóð og þá er áframhaldandi aukafjárveiting til lítilla hjúkrunarheimila tryggð. Í samningunum er einnig kveðið á um að styrkja úrræði fyrir yngri einstaklinga sem þurfa á þjónustu hjúkrunarheimila að halda og þá sem glíma við geð- og fíknisjúkdóma. Hér er um að ræða mikilvæga samninga sem stíga skref í að þróa áfram þá mikilvægu þjónustu sem eldra fólk á skilið að fá. Markmiði á ávallt að vera að veita góða þjónustu og tryggja öryggi íbúa. Þessir samningar sýna að sú er stefnan. Horft til framtíðar Þá er það einnig gleðiefni að samningsaðilar hafi samþykkt að setjast að borðinu með heilbrigðisráðuneytinu til að ræða þróun starfsemi hjúkrunarheimila með vinnuhópnum um endurskoðun á mats- og greiðslukerfi til hjúkrunarheimila. Með vinnuhópnum er verið að horfa til lengri tíma varðandi þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilum og hvernig sú þjónusta muni þróast til framtíðar. Sérstaklega mikilvægt er að skoða tengingu greiðslna við gæðavísa til að skoða hvernig bæta megi breyttum kröfum um gæði og þjónustu. Þá ætlar heilbrigðisráðuneytið beita sér fyrir því að skoða fyrirkomulag húsnæðismála hjúkrunarheimila, hér er um að ræða mjög spennandi og mikilvægt verkefni og áhugavert verður að fylgjast með þeirri vinnu. Langþráður stöðugleiki Þessir samningar marka mikilvæg tímamót, en nú eru loksins í gildi samningar til lengri tíma við rekstraraðila allra þeirra 45 hjúkrunarheimila sem starfa víðs vegar um landið samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Þá er það þýðingarmikið að samningarnir eru gerðir í góðri sátt. Með saminginunum hafa náðst veigamikil markmið um stöðugleika og fyrirsjáanleika varðandi þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilunum, því ber að fagna. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun