Salan á Íslandsbanka er ólöglegt hneyksli! Eyjólfur Ármannsson skrifar 8. apríl 2022 19:00 Eftir Hrun eða árið 2012 setti Alþingi lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Lögunum er ætlað að gera hlutverk Alþingis veigameira í sölumeðferðinni en áður. Lögin innihalda meginreglur og fastmótaðan ramma utan um tilhögun sölunnar. Þessar meginreglur kveða um á um að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Reglur vísvitandi þverbrotnar Ekki þarf að rýna lengi í útboð ríkisins á hlutabréfum í Íslandsbanka til að sjá að ekki hefur verið farið að þessum einföldu meginreglum. Þær hafa augljóslega verið þverbrotnar vísvitandi. Ástæður þess eru rannsóknarefni í ljósi sögunnar. Bankasýslan lagði upp með fjögur markmið í sölumeðferðinni. Þau voru að salan: 1) speglaði markmið stjórnvalda (stjórnarsáttmála), 2) drægi úr fjárhagslegri áhættu ríkisins 3) hámarkaði endurheimtur og ávöxtun fjárframlaga ríkissjóðs til Íslandsbanka 4) samræmist öðrum lögbundnum markmiðum stofnunarinnar. Útboðið nær bara að uppfylla stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Það er allt og sumt. Hverju er um að kenna? Fúski, vanhæfni eða bara hreinni og klárri spillingu? Í ljósi sögunnar er því miður hætt við að almenningur telji síðast nefndu skýringuna líklegasta. Hvernig samrýmist það markmiðinu um að draga úr fjárhagslegri áhættu ríkissjóðs með sölunni þegar einungis er gerð krafa um að kaupendur séu fagfjárfestar? Miðað við alla smáfjárfestana sem tóku þátt hafði krafan um fagfjárfesta enga þýðingu aðra en þá að halda almenningi utan við útboðið. Engin krafa var um fagfjárfestarnir hefðu þekkingu á fjármálastarfsemi eða að þeir væru metnir út frá því hvernig þeir hygðust reka bankann á ábyrgan hátt. Saga Hrunsins virðist ekki skipta neinu máli rétt eins og hún væri öllum gleymd. Útboðið ber vott um ótrúlegt virðingarleysi valdhafanna gagnvart almenningi. Viðmið virt að vettugi Í frumvarp að lögum um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum segir eftirfarandi: [Æ]skilegt að við framkvæmd sölu sé lögð áhersla á að söluferli sé skýrt og opið, frá því að ákvörðun er tekin um sölu og þar til skrifað hefur verið undir sölusamninga, og hlutverk allra aðila þannig vel skilgreind, að í flestum tilvikum sé óskað tilboða með ákveðnum skilyrðum, sem oft er vænlegasta leiðin til ná skýrum markmiðum með sölu, sem og að við framkvæmd sölunnar sjálfrar horfi ríkið til ábyrgs rekstrar. Með því er átt við að þegar sala fer fram á eignarhlutum séu mögulegir kaupendur metnir með hliðsjón af því hvernig þeir hyggjast reka fyrirtækið í framtíðinni, svo sem með tilliti til samfélagslegrar ábyrgðar og framtíðaruppbyggingar þess. Með því er reynt að horfa til framtíðar og sjá fyrir sér hvernig rekstur fyrirtækisins verður í framtíðinni. Þessi viðmið voru algjörlega virt að vettugi í útboðinu. Í útboðsferlinu voru mögulegir kaupendur ekki metnir út frá ofangreindu, þrátt fyrir skýran vilja Alþingis í frumvarpinu. Ekki var gerð krafa um orðspor, reynslu af fjármálastarfsemi, fjárhagslegt heilbrigði (e. financial soundness) eða önnur atriði sem veita upplýsingar um gæði væntanlegra kaupenda. Fjárhagsleg áhætta ríkisins af sölu banka eykst stórlega með því að selja til óábyrgra aðila. Það lærðum við biturri reynslu Hrunsins. Hlutverk fjármálaeftirlita heimsins er að koma í veg fyrir óábyrgan rekstur banka og að ríkið þurfi ekki að grípa inn í rekstur þeirra þegar í óefni er komið. Þrátt fyrir þetta var engin krafa sett um gæði nýrra eigenda í útboðinu. Alls engin! Íslandsbanki bar fyrir sig persónuverndarlög og neitaði að upplýsa um nöfn minni fjárfesta. Það stenst ekki skoðun vegna almannahagsmuna og lagaskyldu um gagnsæi við söluna. Persónuverndarlögin eru skýr um vinnslu persónupplýsinga vegna bæði almannahagsmuna og lagaskyldu. Gagnsæi án upplýsinga er ekki gagnsæi. Áður en bankinn bar fyrir sig persónuverndarlög virðist sem hann hafi ekki leitað samráðs við Persónuvernd varðandi upplýsingagjöf um þá sem keyptu í útboðinu fyrir litlar fjárhæðir og urðu hluthafar (minni en 1%) í bankanum. Persónuverndarlög kveða á um slíkt samráð og því er illskiljanlegt að bankinn skyldi ekki hafa óskað þess í ljósi almannahagsmuna og gagnsæis. Bankaleynd nær ekki til hluthafa Stjórnarformaður Bankasýslunnar kom einnig fram og bar fyrir sig bankaleynd sem rökum fyrir því að birta ekki nöfnin. Bankaleynd nær til viðskiptavina banka, ekki hluthafa. Hluthafar eru eigendur banka en ekki sem slíkir viðskiptavinir hans. Um þetta er fjallað í lögum um fjármálafyrirtæki. Fullyrðing um bankaleynd á hluthöfum undir 1% eignarhluta er brosleg. Ekki nóg með það, stjórnarformaðurinn heldur því fram í fjölmiðlum að ekki sé hægt að girða fyrir viðskipti þeirra sem hafa fengið dóm eða eru til rannsóknar. Þessi ummæli hans eru óskiljanleg. Lögin um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum gera einmitt ráð fyrir því, líkt og áður segir, að óskað sé tilboða með ákveðnum skilyrðum, sem vænlegustu leiðinni til að ná skýrum markmiðum með sölu, sem og að við framkvæmd sölunnar sjálfrar horfi ríkið til ábyrgs rekstrar. Augljóst er að við útboðið á hlutabréfum í Íslandsbanka var ekki farið að lögum. Meginreglur um sölu á ríkisbanka, um opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni voru þverbrotnar. Þetta lögbrot verður Alþingi að rannsaka, eigi að takast með að byggja upp traust sem hefur beðið alvarlegan hnekki og var ekki mikið fyrir. Fjármálaráðherra og ríkisstjórnin ber ábyrgð á mjög alvarlegum trúnaðarbresti gagnvart þjóðinni og ber að axla ábyrgð á honum. Þjóðin krefst þess í ljósi biturrar reynslu. Lærdómurinn af Hruninu er enginn. Höfundur er alþingsmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir Hrun eða árið 2012 setti Alþingi lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Lögunum er ætlað að gera hlutverk Alþingis veigameira í sölumeðferðinni en áður. Lögin innihalda meginreglur og fastmótaðan ramma utan um tilhögun sölunnar. Þessar meginreglur kveða um á um að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Reglur vísvitandi þverbrotnar Ekki þarf að rýna lengi í útboð ríkisins á hlutabréfum í Íslandsbanka til að sjá að ekki hefur verið farið að þessum einföldu meginreglum. Þær hafa augljóslega verið þverbrotnar vísvitandi. Ástæður þess eru rannsóknarefni í ljósi sögunnar. Bankasýslan lagði upp með fjögur markmið í sölumeðferðinni. Þau voru að salan: 1) speglaði markmið stjórnvalda (stjórnarsáttmála), 2) drægi úr fjárhagslegri áhættu ríkisins 3) hámarkaði endurheimtur og ávöxtun fjárframlaga ríkissjóðs til Íslandsbanka 4) samræmist öðrum lögbundnum markmiðum stofnunarinnar. Útboðið nær bara að uppfylla stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Það er allt og sumt. Hverju er um að kenna? Fúski, vanhæfni eða bara hreinni og klárri spillingu? Í ljósi sögunnar er því miður hætt við að almenningur telji síðast nefndu skýringuna líklegasta. Hvernig samrýmist það markmiðinu um að draga úr fjárhagslegri áhættu ríkissjóðs með sölunni þegar einungis er gerð krafa um að kaupendur séu fagfjárfestar? Miðað við alla smáfjárfestana sem tóku þátt hafði krafan um fagfjárfesta enga þýðingu aðra en þá að halda almenningi utan við útboðið. Engin krafa var um fagfjárfestarnir hefðu þekkingu á fjármálastarfsemi eða að þeir væru metnir út frá því hvernig þeir hygðust reka bankann á ábyrgan hátt. Saga Hrunsins virðist ekki skipta neinu máli rétt eins og hún væri öllum gleymd. Útboðið ber vott um ótrúlegt virðingarleysi valdhafanna gagnvart almenningi. Viðmið virt að vettugi Í frumvarp að lögum um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum segir eftirfarandi: [Æ]skilegt að við framkvæmd sölu sé lögð áhersla á að söluferli sé skýrt og opið, frá því að ákvörðun er tekin um sölu og þar til skrifað hefur verið undir sölusamninga, og hlutverk allra aðila þannig vel skilgreind, að í flestum tilvikum sé óskað tilboða með ákveðnum skilyrðum, sem oft er vænlegasta leiðin til ná skýrum markmiðum með sölu, sem og að við framkvæmd sölunnar sjálfrar horfi ríkið til ábyrgs rekstrar. Með því er átt við að þegar sala fer fram á eignarhlutum séu mögulegir kaupendur metnir með hliðsjón af því hvernig þeir hyggjast reka fyrirtækið í framtíðinni, svo sem með tilliti til samfélagslegrar ábyrgðar og framtíðaruppbyggingar þess. Með því er reynt að horfa til framtíðar og sjá fyrir sér hvernig rekstur fyrirtækisins verður í framtíðinni. Þessi viðmið voru algjörlega virt að vettugi í útboðinu. Í útboðsferlinu voru mögulegir kaupendur ekki metnir út frá ofangreindu, þrátt fyrir skýran vilja Alþingis í frumvarpinu. Ekki var gerð krafa um orðspor, reynslu af fjármálastarfsemi, fjárhagslegt heilbrigði (e. financial soundness) eða önnur atriði sem veita upplýsingar um gæði væntanlegra kaupenda. Fjárhagsleg áhætta ríkisins af sölu banka eykst stórlega með því að selja til óábyrgra aðila. Það lærðum við biturri reynslu Hrunsins. Hlutverk fjármálaeftirlita heimsins er að koma í veg fyrir óábyrgan rekstur banka og að ríkið þurfi ekki að grípa inn í rekstur þeirra þegar í óefni er komið. Þrátt fyrir þetta var engin krafa sett um gæði nýrra eigenda í útboðinu. Alls engin! Íslandsbanki bar fyrir sig persónuverndarlög og neitaði að upplýsa um nöfn minni fjárfesta. Það stenst ekki skoðun vegna almannahagsmuna og lagaskyldu um gagnsæi við söluna. Persónuverndarlögin eru skýr um vinnslu persónupplýsinga vegna bæði almannahagsmuna og lagaskyldu. Gagnsæi án upplýsinga er ekki gagnsæi. Áður en bankinn bar fyrir sig persónuverndarlög virðist sem hann hafi ekki leitað samráðs við Persónuvernd varðandi upplýsingagjöf um þá sem keyptu í útboðinu fyrir litlar fjárhæðir og urðu hluthafar (minni en 1%) í bankanum. Persónuverndarlög kveða á um slíkt samráð og því er illskiljanlegt að bankinn skyldi ekki hafa óskað þess í ljósi almannahagsmuna og gagnsæis. Bankaleynd nær ekki til hluthafa Stjórnarformaður Bankasýslunnar kom einnig fram og bar fyrir sig bankaleynd sem rökum fyrir því að birta ekki nöfnin. Bankaleynd nær til viðskiptavina banka, ekki hluthafa. Hluthafar eru eigendur banka en ekki sem slíkir viðskiptavinir hans. Um þetta er fjallað í lögum um fjármálafyrirtæki. Fullyrðing um bankaleynd á hluthöfum undir 1% eignarhluta er brosleg. Ekki nóg með það, stjórnarformaðurinn heldur því fram í fjölmiðlum að ekki sé hægt að girða fyrir viðskipti þeirra sem hafa fengið dóm eða eru til rannsóknar. Þessi ummæli hans eru óskiljanleg. Lögin um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum gera einmitt ráð fyrir því, líkt og áður segir, að óskað sé tilboða með ákveðnum skilyrðum, sem vænlegustu leiðinni til að ná skýrum markmiðum með sölu, sem og að við framkvæmd sölunnar sjálfrar horfi ríkið til ábyrgs rekstrar. Augljóst er að við útboðið á hlutabréfum í Íslandsbanka var ekki farið að lögum. Meginreglur um sölu á ríkisbanka, um opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni voru þverbrotnar. Þetta lögbrot verður Alþingi að rannsaka, eigi að takast með að byggja upp traust sem hefur beðið alvarlegan hnekki og var ekki mikið fyrir. Fjármálaráðherra og ríkisstjórnin ber ábyrgð á mjög alvarlegum trúnaðarbresti gagnvart þjóðinni og ber að axla ábyrgð á honum. Þjóðin krefst þess í ljósi biturrar reynslu. Lærdómurinn af Hruninu er enginn. Höfundur er alþingsmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og 2. varaformaður fjárlaganefndar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun