Utanríkisráðherra reiknar með að NATO-ríki auki stuðninginn við Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 7. apríl 2022 12:05 Dmytro Kuleba ræðir málin við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í Brussel í morgun. AP/Olivier Matthys Utanríkisráðherra reiknar með að NATO ríkin muni auka stuðning sinn við Úkraínu en hún situr nú fund utanríkisráðherra bandalagsins í Brussel. Úkraínu menn segja auknar vopnasendingar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir skelfilegar fórnir og útbreiðslu innrásar Rússa til annarra Evrópuríkja. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu var einnig mættur á fund utanríkisráðherra NATO í Brussel í morgun. Hann sagðist kominn til að funda með ráðherrahópnum en einnig til að eiga tvíhliða fundi með einstöðum ráðamönnum NATO-ríkjanna. „Erindi mitt er einfalt. Það eru bara þrjú mál á dagskránni: Vopn, vopn, vopn,“ sagði Kuleba þar sem hann stóð við hliðina á Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO á leið til ráðherrafundarins. Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna fóru yfir stöðuna í stríðinu í Úkraínu og hryllinginn sem Rússar skildu eftir sig í bænum Bucha með Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu í morgun.AP/Olivier Matthys Útvegun vopna væri besta leiðin á þessari stundu til að hjálpa Úkraínumönnum til að halda aftur af Vladimir Putin Rússlandsforseta og sigra hersveitir hans innan landamæra Úkraínu og tryggja þannig að stíðið breiddist ekki út til annarra landa. „Undanfarnar vikur hefði úkraínski herinn og öll úkraínska þjóðin sýnt að hún geti barist og viti hvernig vinna megi stríðið. En án þeirrar stöðugu og nægjanlegu vopnasendinga sem við óskum eftir nást þessir sigrar aðeins með gífurlegum fórnum,“ sagði Kuleba. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir situr utanríkisráðherrafundinn í Brussell og segir upplifun að fá upplýsingar og stöðumat beint frá Úkraínumönnum. „Hann varar við því að næstu dagar og vikur verði ansi dökkar. Talar heiðarlega og hreinskiptið við okkur þakkar sömuleiðis fyrir það sem vina- og bandalagsþjóðir hafa gert. En kallar eftir því að þau þurfi frekari aðstoð til að geta varist áfram,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún reikni með að stuðningurinn við frjálsa Úkraínu verið aukinn en hver aðildarþjóð NATO ákveði stuðning sinn. Því í raun sé þetta árás á þau gildi og alþjóðalög sem Íslendingar og aðar vestrænar þjóðir byggi á. Ekkert lát er á straumi flóttamanna vestur yfir landamærin frá Úkraínu. Um 12 milljónir íbúa landsins hafa verið flæmdar frá heimilum sínum og hátt í þrjár milljónir manna flúð yfir landamærin.AP/Sergei Grits „Við höfum verið með mannúðaraðstoð og frekari framlög og það kann að vera að þar þurfi að bæta í. Svo er móttaka fólks frá Úkraínu sem skiptir máli,“ segir utanríkisráðherra. Að auki hafi íslensk stjórnvöld staðið undir flutningum á vopnum fyrir Úkraínumenn til Póllands og leigt til þess flugvélar. Félag Íslenskra atvinnuflugmanna hefur gagnrýnt að samið hafi verið við Bláfugl um flutningana þar sem félagið hafi brotið á kjörum starfsmanna og ekki virt niðurstöðu Félagsdóms í þeim efnum. Utanríkisráðherra segir sjálfsagt að benda á það sem betur mætti fara. „Svona í stóra samhenginu og þeirri aðstöðu sem fólk í Úkraínu er fannst mér Skipta mestu máli að geta orðið að liði. Mér finnst mikilvægt að folk setji það aðeins í samhengi,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir í Brussel í morgun. Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Tengdar fréttir Vaktin: Segir Bucha hafa orðið fyrir valinu vegna líkindanna við orðið „butcher“ Utanríkisráðherra Úkraínu segir þrjú mál verða á dagskrá þegar hann ræðir við utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í dag; „Vopn, vopn og vopn.“ Hann segir hræsni að gera greinarmun á varnar- og sóknarvopnum. Vopnin þurfi að berast sem fyrst, annars muni margir deyja. 7. apríl 2022 06:45 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu var einnig mættur á fund utanríkisráðherra NATO í Brussel í morgun. Hann sagðist kominn til að funda með ráðherrahópnum en einnig til að eiga tvíhliða fundi með einstöðum ráðamönnum NATO-ríkjanna. „Erindi mitt er einfalt. Það eru bara þrjú mál á dagskránni: Vopn, vopn, vopn,“ sagði Kuleba þar sem hann stóð við hliðina á Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO á leið til ráðherrafundarins. Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna fóru yfir stöðuna í stríðinu í Úkraínu og hryllinginn sem Rússar skildu eftir sig í bænum Bucha með Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu í morgun.AP/Olivier Matthys Útvegun vopna væri besta leiðin á þessari stundu til að hjálpa Úkraínumönnum til að halda aftur af Vladimir Putin Rússlandsforseta og sigra hersveitir hans innan landamæra Úkraínu og tryggja þannig að stíðið breiddist ekki út til annarra landa. „Undanfarnar vikur hefði úkraínski herinn og öll úkraínska þjóðin sýnt að hún geti barist og viti hvernig vinna megi stríðið. En án þeirrar stöðugu og nægjanlegu vopnasendinga sem við óskum eftir nást þessir sigrar aðeins með gífurlegum fórnum,“ sagði Kuleba. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir situr utanríkisráðherrafundinn í Brussell og segir upplifun að fá upplýsingar og stöðumat beint frá Úkraínumönnum. „Hann varar við því að næstu dagar og vikur verði ansi dökkar. Talar heiðarlega og hreinskiptið við okkur þakkar sömuleiðis fyrir það sem vina- og bandalagsþjóðir hafa gert. En kallar eftir því að þau þurfi frekari aðstoð til að geta varist áfram,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún reikni með að stuðningurinn við frjálsa Úkraínu verið aukinn en hver aðildarþjóð NATO ákveði stuðning sinn. Því í raun sé þetta árás á þau gildi og alþjóðalög sem Íslendingar og aðar vestrænar þjóðir byggi á. Ekkert lát er á straumi flóttamanna vestur yfir landamærin frá Úkraínu. Um 12 milljónir íbúa landsins hafa verið flæmdar frá heimilum sínum og hátt í þrjár milljónir manna flúð yfir landamærin.AP/Sergei Grits „Við höfum verið með mannúðaraðstoð og frekari framlög og það kann að vera að þar þurfi að bæta í. Svo er móttaka fólks frá Úkraínu sem skiptir máli,“ segir utanríkisráðherra. Að auki hafi íslensk stjórnvöld staðið undir flutningum á vopnum fyrir Úkraínumenn til Póllands og leigt til þess flugvélar. Félag Íslenskra atvinnuflugmanna hefur gagnrýnt að samið hafi verið við Bláfugl um flutningana þar sem félagið hafi brotið á kjörum starfsmanna og ekki virt niðurstöðu Félagsdóms í þeim efnum. Utanríkisráðherra segir sjálfsagt að benda á það sem betur mætti fara. „Svona í stóra samhenginu og þeirri aðstöðu sem fólk í Úkraínu er fannst mér Skipta mestu máli að geta orðið að liði. Mér finnst mikilvægt að folk setji það aðeins í samhengi,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir í Brussel í morgun.
Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Tengdar fréttir Vaktin: Segir Bucha hafa orðið fyrir valinu vegna líkindanna við orðið „butcher“ Utanríkisráðherra Úkraínu segir þrjú mál verða á dagskrá þegar hann ræðir við utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í dag; „Vopn, vopn og vopn.“ Hann segir hræsni að gera greinarmun á varnar- og sóknarvopnum. Vopnin þurfi að berast sem fyrst, annars muni margir deyja. 7. apríl 2022 06:45 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Vaktin: Segir Bucha hafa orðið fyrir valinu vegna líkindanna við orðið „butcher“ Utanríkisráðherra Úkraínu segir þrjú mál verða á dagskrá þegar hann ræðir við utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í dag; „Vopn, vopn og vopn.“ Hann segir hræsni að gera greinarmun á varnar- og sóknarvopnum. Vopnin þurfi að berast sem fyrst, annars muni margir deyja. 7. apríl 2022 06:45