Utanríkisráðherra reiknar með að NATO-ríki auki stuðninginn við Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 7. apríl 2022 12:05 Dmytro Kuleba ræðir málin við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í Brussel í morgun. AP/Olivier Matthys Utanríkisráðherra reiknar með að NATO ríkin muni auka stuðning sinn við Úkraínu en hún situr nú fund utanríkisráðherra bandalagsins í Brussel. Úkraínu menn segja auknar vopnasendingar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir skelfilegar fórnir og útbreiðslu innrásar Rússa til annarra Evrópuríkja. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu var einnig mættur á fund utanríkisráðherra NATO í Brussel í morgun. Hann sagðist kominn til að funda með ráðherrahópnum en einnig til að eiga tvíhliða fundi með einstöðum ráðamönnum NATO-ríkjanna. „Erindi mitt er einfalt. Það eru bara þrjú mál á dagskránni: Vopn, vopn, vopn,“ sagði Kuleba þar sem hann stóð við hliðina á Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO á leið til ráðherrafundarins. Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna fóru yfir stöðuna í stríðinu í Úkraínu og hryllinginn sem Rússar skildu eftir sig í bænum Bucha með Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu í morgun.AP/Olivier Matthys Útvegun vopna væri besta leiðin á þessari stundu til að hjálpa Úkraínumönnum til að halda aftur af Vladimir Putin Rússlandsforseta og sigra hersveitir hans innan landamæra Úkraínu og tryggja þannig að stíðið breiddist ekki út til annarra landa. „Undanfarnar vikur hefði úkraínski herinn og öll úkraínska þjóðin sýnt að hún geti barist og viti hvernig vinna megi stríðið. En án þeirrar stöðugu og nægjanlegu vopnasendinga sem við óskum eftir nást þessir sigrar aðeins með gífurlegum fórnum,“ sagði Kuleba. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir situr utanríkisráðherrafundinn í Brussell og segir upplifun að fá upplýsingar og stöðumat beint frá Úkraínumönnum. „Hann varar við því að næstu dagar og vikur verði ansi dökkar. Talar heiðarlega og hreinskiptið við okkur þakkar sömuleiðis fyrir það sem vina- og bandalagsþjóðir hafa gert. En kallar eftir því að þau þurfi frekari aðstoð til að geta varist áfram,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún reikni með að stuðningurinn við frjálsa Úkraínu verið aukinn en hver aðildarþjóð NATO ákveði stuðning sinn. Því í raun sé þetta árás á þau gildi og alþjóðalög sem Íslendingar og aðar vestrænar þjóðir byggi á. Ekkert lát er á straumi flóttamanna vestur yfir landamærin frá Úkraínu. Um 12 milljónir íbúa landsins hafa verið flæmdar frá heimilum sínum og hátt í þrjár milljónir manna flúð yfir landamærin.AP/Sergei Grits „Við höfum verið með mannúðaraðstoð og frekari framlög og það kann að vera að þar þurfi að bæta í. Svo er móttaka fólks frá Úkraínu sem skiptir máli,“ segir utanríkisráðherra. Að auki hafi íslensk stjórnvöld staðið undir flutningum á vopnum fyrir Úkraínumenn til Póllands og leigt til þess flugvélar. Félag Íslenskra atvinnuflugmanna hefur gagnrýnt að samið hafi verið við Bláfugl um flutningana þar sem félagið hafi brotið á kjörum starfsmanna og ekki virt niðurstöðu Félagsdóms í þeim efnum. Utanríkisráðherra segir sjálfsagt að benda á það sem betur mætti fara. „Svona í stóra samhenginu og þeirri aðstöðu sem fólk í Úkraínu er fannst mér Skipta mestu máli að geta orðið að liði. Mér finnst mikilvægt að folk setji það aðeins í samhengi,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir í Brussel í morgun. Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Tengdar fréttir Vaktin: Segir Bucha hafa orðið fyrir valinu vegna líkindanna við orðið „butcher“ Utanríkisráðherra Úkraínu segir þrjú mál verða á dagskrá þegar hann ræðir við utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í dag; „Vopn, vopn og vopn.“ Hann segir hræsni að gera greinarmun á varnar- og sóknarvopnum. Vopnin þurfi að berast sem fyrst, annars muni margir deyja. 7. apríl 2022 06:45 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Sjá meira
Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu var einnig mættur á fund utanríkisráðherra NATO í Brussel í morgun. Hann sagðist kominn til að funda með ráðherrahópnum en einnig til að eiga tvíhliða fundi með einstöðum ráðamönnum NATO-ríkjanna. „Erindi mitt er einfalt. Það eru bara þrjú mál á dagskránni: Vopn, vopn, vopn,“ sagði Kuleba þar sem hann stóð við hliðina á Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO á leið til ráðherrafundarins. Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna fóru yfir stöðuna í stríðinu í Úkraínu og hryllinginn sem Rússar skildu eftir sig í bænum Bucha með Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu í morgun.AP/Olivier Matthys Útvegun vopna væri besta leiðin á þessari stundu til að hjálpa Úkraínumönnum til að halda aftur af Vladimir Putin Rússlandsforseta og sigra hersveitir hans innan landamæra Úkraínu og tryggja þannig að stíðið breiddist ekki út til annarra landa. „Undanfarnar vikur hefði úkraínski herinn og öll úkraínska þjóðin sýnt að hún geti barist og viti hvernig vinna megi stríðið. En án þeirrar stöðugu og nægjanlegu vopnasendinga sem við óskum eftir nást þessir sigrar aðeins með gífurlegum fórnum,“ sagði Kuleba. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir situr utanríkisráðherrafundinn í Brussell og segir upplifun að fá upplýsingar og stöðumat beint frá Úkraínumönnum. „Hann varar við því að næstu dagar og vikur verði ansi dökkar. Talar heiðarlega og hreinskiptið við okkur þakkar sömuleiðis fyrir það sem vina- og bandalagsþjóðir hafa gert. En kallar eftir því að þau þurfi frekari aðstoð til að geta varist áfram,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún reikni með að stuðningurinn við frjálsa Úkraínu verið aukinn en hver aðildarþjóð NATO ákveði stuðning sinn. Því í raun sé þetta árás á þau gildi og alþjóðalög sem Íslendingar og aðar vestrænar þjóðir byggi á. Ekkert lát er á straumi flóttamanna vestur yfir landamærin frá Úkraínu. Um 12 milljónir íbúa landsins hafa verið flæmdar frá heimilum sínum og hátt í þrjár milljónir manna flúð yfir landamærin.AP/Sergei Grits „Við höfum verið með mannúðaraðstoð og frekari framlög og það kann að vera að þar þurfi að bæta í. Svo er móttaka fólks frá Úkraínu sem skiptir máli,“ segir utanríkisráðherra. Að auki hafi íslensk stjórnvöld staðið undir flutningum á vopnum fyrir Úkraínumenn til Póllands og leigt til þess flugvélar. Félag Íslenskra atvinnuflugmanna hefur gagnrýnt að samið hafi verið við Bláfugl um flutningana þar sem félagið hafi brotið á kjörum starfsmanna og ekki virt niðurstöðu Félagsdóms í þeim efnum. Utanríkisráðherra segir sjálfsagt að benda á það sem betur mætti fara. „Svona í stóra samhenginu og þeirri aðstöðu sem fólk í Úkraínu er fannst mér Skipta mestu máli að geta orðið að liði. Mér finnst mikilvægt að folk setji það aðeins í samhengi,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir í Brussel í morgun.
Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Tengdar fréttir Vaktin: Segir Bucha hafa orðið fyrir valinu vegna líkindanna við orðið „butcher“ Utanríkisráðherra Úkraínu segir þrjú mál verða á dagskrá þegar hann ræðir við utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í dag; „Vopn, vopn og vopn.“ Hann segir hræsni að gera greinarmun á varnar- og sóknarvopnum. Vopnin þurfi að berast sem fyrst, annars muni margir deyja. 7. apríl 2022 06:45 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Sjá meira
Vaktin: Segir Bucha hafa orðið fyrir valinu vegna líkindanna við orðið „butcher“ Utanríkisráðherra Úkraínu segir þrjú mál verða á dagskrá þegar hann ræðir við utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í dag; „Vopn, vopn og vopn.“ Hann segir hræsni að gera greinarmun á varnar- og sóknarvopnum. Vopnin þurfi að berast sem fyrst, annars muni margir deyja. 7. apríl 2022 06:45
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent