Traustið á söluferli Íslandsbanka horfið Kristrún Frostadóttir skrifar 6. apríl 2022 17:00 „Almenna reglan held ég að menn hafi sent á allan sinn kúnnahóp tölvupósta um leið og þetta var tilkynnt svo allir vissu að þetta væri komið. Svo var þetta tilkynnt formlega. Söluaðilinn hefur líka hagsmuni af því að sem flestir frá honum skili sér inn því þóknanatekjurnar koma vegna þess. Þannig að allir hvatar hjá sölufyrirtækjunum eru til þess að reyna að fjölga sem mest þeim sem taka þátt.“ Svona svaraði stjórnarformaður Bankasýslunnar til um hvernig þóknunum var háttað í útboði á ríkiseign í viðtali við Morgunblaðið fyrr í dag. Útboði sem var lokað almenningi á þeim forsendum að lágmarka ætti kostnað við útboðið. Nú hefur komið í ljós í umræddu viðtali að ríkissjóður mun greiða 700 milljónir króna fyrir umrædda sölu, eða 1,4% af söluandvirðinu. Stjórnarformaður Bankasýslunnar fullyrðir sem sagt að erfitt sé að sjá að hringt hafi verið í suma en ekki aðra því margir söluaðilar hafi verið fengnir að borðinu til að hringja í sem flesta og reyna að fá sem mestar þóknanatekjur. Átti ekki lágmarka kostnað… Þessar 700 milljónir króna eru meðal annars greiddar til 5 innlendra söluráðgjafa sem sendu á „allan sinn kúnnahóp“ og fengu verkefnið án útboðs. Í frumútboðinu – sem var sölutryggt, þar sem bankinn var að fara á markað og þurfti umtalsvert meiri ráðgjöf auk þess sem allri þjóðinni var boðið að kaupa - var kostnaðurinn 3% af söluandvirði. 1,4% af söluandvirði er mjög há upphæð til að koma bréfum til fjárfesta, bréfum sem eru nú þegar á markaði. Það þarf ekki annað en að skoða verðskrár hjá söluráðgjöfum hér heima að 1% er hæsta prósentan af söluandvirði og nær alltaf samið um mun lægri þóknanir þegar stærri fjárfesta og lífeyrissjóði um ræðir, á bilinu 0,2-0,3%. Í kynningu Bankasýslunnar á annarri umferð sölunnar á Íslandsbanka kom fram: „Tilboðsfyrirkomulag lágmarkar einnig áhættu ríkissjóðs og kostnað í tengslum við útboð.“ Hvað varð um kostnaðaraðhaldið? Var söluaðilum gefið frítt spil í fjölda kaupenda? Þegar kom að sölu á ríkiseign? …og tryggja gæði frekar en magn fjárfesta? Þá sagði framkvæmdastjóri Bankasýslunnar í viðtali við Morgunblaðið í dag að það væri „mjög sjaldgæft að svona margir ráðgjafar séu valdir [ef horfum til samanburðar erlendis] því erlendis eru þetta oftast bara um 50 fjárfestar í svona ferli en við vorum með um 209“. Í kynningu Bankasýslunnar á annarri umferð sölunnar á Íslandsbanka kom einmitt fram að dreift eignarhald væri ekki aðalmarkmiðið í annarri umferð: „Markmiði um dreift eignarhald var náð með frumútboði, enda hefur Íslandsbanki flesta hluthafa af skráðum félögum á Íslandi og fjölbreyttra eignarhald heldur en flest, ef ekki öll skráð félög á Íslandi.“ Fjármálaráðherra ýjaði reglulega að því að eðli fjárfestanna væri það sem skipti máli, ekki endilega hæsta verðið. Þess vegna mætti líka rökstyðja tilboðsleiðina, lokað ferli. Í viðtali að morgni útboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ Enn fremur sagði fjármálaráðherra: „Ég hef ekki nákvæmar upplýsingar um þetta en það sem ég les út úr því sem er fram komið að lífeyrissjóðirnir hafi komið sterkt inn og séu með yfirgnæfandi meirihluta í þessu útboði og innlendir aðilar langt langt umfram erlenda. “ Það reyndist ekki rétt. Lífeyrissjóðirnir eru ekki með meirihluta í þessu útboði heldur rúmlega þriðjung. Það var skilningur langflestra að ástæðan fyrir því að ákveðið var að fara tilboðsleið og veita afslátt frá markaðsverði á ríkiseign að með því fengjust langtímafjárfestar inn sem væru að kaupa það stóran hlut að ekki væri auðsótt að kaupa slíkan hlut beint á markaði. Enda var markmiðið í þessum hluta útboðsins, eins og framkvæmdastjóri Bankasýslunnar sagði sjálfur, ekki dreift eignarhald, enda náðist það með frumútboðinu. Svo fréttist af litlum fjárfestum í útboðinu, fjárfestum sem gátu hæglega keypt á markaði eins og allir aðrir enda um lágar upphæðir að ræða. Eðlilega vakna spurningar í hverja var hringt, enda margir sem gætu fallið undir skilgreininguna hæfur fjárfestir sem á undir 10 milljónir króna til að fjárfesta. Fyrstu viðbrögð Bankasýslunnar voru að halda því fram að ekki hafi verið hægt að hafna fjárfestum sem voru hæfir – gæta þyrfti jafnræðis. Hins vegar liggur nú fyrir að boð bárust frá 430 aðilum en 209 boð voru tekin. Svo helmingi var hafnað. Á hvaða forsendum er óljóst. Hver ætlar að bera ábyrgð á því að traustið er farið? Þegar verið er að stunda viðskipti með eignir og fjármuni ríkisins þá gerum við kröfu um gagnsæi og jafnræði sem eru miklu stífari en gengur og gerist í viðskiptum einkaaðila. Ástæðan er fyrst og fremst óttinn við spillingu. Þess vegna er svo mikilvægt að það fari fram alvöru skoðun á þessu ferli og þeim spurningum sem ekki hefur verið svarað almennilega verði svarað. Markmiðin með þessum öðrum áfanga sölunnar verða óljósari og óljósari. Snerist þetta um dreift eignarhald eða ekki? Snerist þetta um lágmörkun kostnaðar eða ekki? Snerist þetta um aðkomu langtímafjárfesta eða ekki? Það er ekki hægt að ráðstafa eignum almennings á afslætti án tilhlýðandi rökstuðnings. Það er ekki hægt að handvelja án útskýringa söluaðila og greiða þeim svo hundruðir milljóna í þóknun umfram óskilgreind markmið. Einhver þarf að bera ábyrgð á því að traustið á þessu söluferli er horfið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Kristrún Frostadóttir Íslenskir bankar Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
„Almenna reglan held ég að menn hafi sent á allan sinn kúnnahóp tölvupósta um leið og þetta var tilkynnt svo allir vissu að þetta væri komið. Svo var þetta tilkynnt formlega. Söluaðilinn hefur líka hagsmuni af því að sem flestir frá honum skili sér inn því þóknanatekjurnar koma vegna þess. Þannig að allir hvatar hjá sölufyrirtækjunum eru til þess að reyna að fjölga sem mest þeim sem taka þátt.“ Svona svaraði stjórnarformaður Bankasýslunnar til um hvernig þóknunum var háttað í útboði á ríkiseign í viðtali við Morgunblaðið fyrr í dag. Útboði sem var lokað almenningi á þeim forsendum að lágmarka ætti kostnað við útboðið. Nú hefur komið í ljós í umræddu viðtali að ríkissjóður mun greiða 700 milljónir króna fyrir umrædda sölu, eða 1,4% af söluandvirðinu. Stjórnarformaður Bankasýslunnar fullyrðir sem sagt að erfitt sé að sjá að hringt hafi verið í suma en ekki aðra því margir söluaðilar hafi verið fengnir að borðinu til að hringja í sem flesta og reyna að fá sem mestar þóknanatekjur. Átti ekki lágmarka kostnað… Þessar 700 milljónir króna eru meðal annars greiddar til 5 innlendra söluráðgjafa sem sendu á „allan sinn kúnnahóp“ og fengu verkefnið án útboðs. Í frumútboðinu – sem var sölutryggt, þar sem bankinn var að fara á markað og þurfti umtalsvert meiri ráðgjöf auk þess sem allri þjóðinni var boðið að kaupa - var kostnaðurinn 3% af söluandvirði. 1,4% af söluandvirði er mjög há upphæð til að koma bréfum til fjárfesta, bréfum sem eru nú þegar á markaði. Það þarf ekki annað en að skoða verðskrár hjá söluráðgjöfum hér heima að 1% er hæsta prósentan af söluandvirði og nær alltaf samið um mun lægri þóknanir þegar stærri fjárfesta og lífeyrissjóði um ræðir, á bilinu 0,2-0,3%. Í kynningu Bankasýslunnar á annarri umferð sölunnar á Íslandsbanka kom fram: „Tilboðsfyrirkomulag lágmarkar einnig áhættu ríkissjóðs og kostnað í tengslum við útboð.“ Hvað varð um kostnaðaraðhaldið? Var söluaðilum gefið frítt spil í fjölda kaupenda? Þegar kom að sölu á ríkiseign? …og tryggja gæði frekar en magn fjárfesta? Þá sagði framkvæmdastjóri Bankasýslunnar í viðtali við Morgunblaðið í dag að það væri „mjög sjaldgæft að svona margir ráðgjafar séu valdir [ef horfum til samanburðar erlendis] því erlendis eru þetta oftast bara um 50 fjárfestar í svona ferli en við vorum með um 209“. Í kynningu Bankasýslunnar á annarri umferð sölunnar á Íslandsbanka kom einmitt fram að dreift eignarhald væri ekki aðalmarkmiðið í annarri umferð: „Markmiði um dreift eignarhald var náð með frumútboði, enda hefur Íslandsbanki flesta hluthafa af skráðum félögum á Íslandi og fjölbreyttra eignarhald heldur en flest, ef ekki öll skráð félög á Íslandi.“ Fjármálaráðherra ýjaði reglulega að því að eðli fjárfestanna væri það sem skipti máli, ekki endilega hæsta verðið. Þess vegna mætti líka rökstyðja tilboðsleiðina, lokað ferli. Í viðtali að morgni útboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ Enn fremur sagði fjármálaráðherra: „Ég hef ekki nákvæmar upplýsingar um þetta en það sem ég les út úr því sem er fram komið að lífeyrissjóðirnir hafi komið sterkt inn og séu með yfirgnæfandi meirihluta í þessu útboði og innlendir aðilar langt langt umfram erlenda. “ Það reyndist ekki rétt. Lífeyrissjóðirnir eru ekki með meirihluta í þessu útboði heldur rúmlega þriðjung. Það var skilningur langflestra að ástæðan fyrir því að ákveðið var að fara tilboðsleið og veita afslátt frá markaðsverði á ríkiseign að með því fengjust langtímafjárfestar inn sem væru að kaupa það stóran hlut að ekki væri auðsótt að kaupa slíkan hlut beint á markaði. Enda var markmiðið í þessum hluta útboðsins, eins og framkvæmdastjóri Bankasýslunnar sagði sjálfur, ekki dreift eignarhald, enda náðist það með frumútboðinu. Svo fréttist af litlum fjárfestum í útboðinu, fjárfestum sem gátu hæglega keypt á markaði eins og allir aðrir enda um lágar upphæðir að ræða. Eðlilega vakna spurningar í hverja var hringt, enda margir sem gætu fallið undir skilgreininguna hæfur fjárfestir sem á undir 10 milljónir króna til að fjárfesta. Fyrstu viðbrögð Bankasýslunnar voru að halda því fram að ekki hafi verið hægt að hafna fjárfestum sem voru hæfir – gæta þyrfti jafnræðis. Hins vegar liggur nú fyrir að boð bárust frá 430 aðilum en 209 boð voru tekin. Svo helmingi var hafnað. Á hvaða forsendum er óljóst. Hver ætlar að bera ábyrgð á því að traustið er farið? Þegar verið er að stunda viðskipti með eignir og fjármuni ríkisins þá gerum við kröfu um gagnsæi og jafnræði sem eru miklu stífari en gengur og gerist í viðskiptum einkaaðila. Ástæðan er fyrst og fremst óttinn við spillingu. Þess vegna er svo mikilvægt að það fari fram alvöru skoðun á þessu ferli og þeim spurningum sem ekki hefur verið svarað almennilega verði svarað. Markmiðin með þessum öðrum áfanga sölunnar verða óljósari og óljósari. Snerist þetta um dreift eignarhald eða ekki? Snerist þetta um lágmörkun kostnaðar eða ekki? Snerist þetta um aðkomu langtímafjárfesta eða ekki? Það er ekki hægt að ráðstafa eignum almennings á afslætti án tilhlýðandi rökstuðnings. Það er ekki hægt að handvelja án útskýringa söluaðila og greiða þeim svo hundruðir milljóna í þóknun umfram óskilgreind markmið. Einhver þarf að bera ábyrgð á því að traustið á þessu söluferli er horfið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun