Afmælisbarnið Bogi les áfram fréttir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2022 15:33 Bogi Ágústsson fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Bogi Ágústsson, fréttaþulur á Ríkisútvarpinu, fagnar sjötugsafmæli í dag. Bogi hefur starfað hjá Ríkisútvarpinu síðan á áttunda áratug síðustu aldar og óhætt að segja að hann sé reglulegur gestur á heimilum landsmanna. Frá því er greint á Facebook-síðu Ríkisútvarpsins í dag að Bogi sé hvergi nærri hættur þrátt fyrir að standa á þessum tímamótum. Á dögunum hafi verið gengið frá verktakasamningi við hann um fréttalestur næsta árið. Bætist hann í hóp verktaka hjá Ríkisútvarpinu sem starfa í Efstaleiti. Morgunblaðið fjallar um feril Boga í tilefni afmælisins. Hann kenndi við Álftamýrarskóla frá 1975-1977 og var fréttamaður hjá Fréttastofu Sjónvarpsins frá 1977-1984. Hann flutti til Kaupmannahafnar árið 1984 og starfaði sem fréttamaður þar og flutti fréttir frá Norðurlöndunum fyrir Ríkisútvarpið til ársins 1986. Árið 1987 varð hann aðstoðarframkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins. Um nokkurra mánaða skeið árið 1988 var hann blaðafulltrúi Flugleiða, nú Icelandair. Sama ár varð hann fréttastjóri Ríkissjónvarps og gegndi starfinu til ársins 2003. Bogi varð þá forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, en lét af því starfi við skipulagsbreytingar 2007. Síðan hefur hann starfað sem frétta- og dagskrárgerðarmaður. Grjótharður KR-ingur Bogi hefur ekki aðeins sinnt fréttamennsku í útvarpi og sjónvarpi heldur einnig haldið utan um hina ýmsu þætti. Þar má nefna þættina Viðtalið og Fréttaaukann auk Hringborðsins. Bogi er einn harðasti KR-ingur landsins og mikill áhugamaður um málefni Norðurlandanna. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2019 fyrir fjölmiðlastörf og störf sín á vettvangi norrænnar samvinnu. Hann á í dag sæti í orðunefndinni. Broddi Broddason, félagi Boga á Ríkisútvarpinu og ein þekktasta rödd landsins, lauk störfum á dögunum en hann verður sjötugur í október. Í frétt Kjarnans á síðasta ári kom fram að félagarnir Bogi og Broddi eru ekki aðeins reynslumestu fréttamenn Ríkisútvarpsins heldur einnig þeir tekjuhæstu. Eðlilega myndu einhverjir segja. Tímamót Fjölmiðlar KR Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Broddi sagði „fréttalestri er lokið“ í síðasta sinn „Það er lítið eftir af þessum fréttatíma og nú skal gott látið heita. Hlustendum er þökkuð samfylgdin,“ sagði Broddi Broddason varafréttastjóri RÚV í lok hádegisfréttatíma Ríkisútvarpsins í dag. Tíminn var sá síðasti sem Broddi les en hann kveður nú fjölmiðla sökum aldurs eftir 35 ára starf. „Fréttalestri er lokið“ voru lokaorðin venju samkvæmt. 1. apríl 2022 13:28 „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Frá því er greint á Facebook-síðu Ríkisútvarpsins í dag að Bogi sé hvergi nærri hættur þrátt fyrir að standa á þessum tímamótum. Á dögunum hafi verið gengið frá verktakasamningi við hann um fréttalestur næsta árið. Bætist hann í hóp verktaka hjá Ríkisútvarpinu sem starfa í Efstaleiti. Morgunblaðið fjallar um feril Boga í tilefni afmælisins. Hann kenndi við Álftamýrarskóla frá 1975-1977 og var fréttamaður hjá Fréttastofu Sjónvarpsins frá 1977-1984. Hann flutti til Kaupmannahafnar árið 1984 og starfaði sem fréttamaður þar og flutti fréttir frá Norðurlöndunum fyrir Ríkisútvarpið til ársins 1986. Árið 1987 varð hann aðstoðarframkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins. Um nokkurra mánaða skeið árið 1988 var hann blaðafulltrúi Flugleiða, nú Icelandair. Sama ár varð hann fréttastjóri Ríkissjónvarps og gegndi starfinu til ársins 2003. Bogi varð þá forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, en lét af því starfi við skipulagsbreytingar 2007. Síðan hefur hann starfað sem frétta- og dagskrárgerðarmaður. Grjótharður KR-ingur Bogi hefur ekki aðeins sinnt fréttamennsku í útvarpi og sjónvarpi heldur einnig haldið utan um hina ýmsu þætti. Þar má nefna þættina Viðtalið og Fréttaaukann auk Hringborðsins. Bogi er einn harðasti KR-ingur landsins og mikill áhugamaður um málefni Norðurlandanna. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2019 fyrir fjölmiðlastörf og störf sín á vettvangi norrænnar samvinnu. Hann á í dag sæti í orðunefndinni. Broddi Broddason, félagi Boga á Ríkisútvarpinu og ein þekktasta rödd landsins, lauk störfum á dögunum en hann verður sjötugur í október. Í frétt Kjarnans á síðasta ári kom fram að félagarnir Bogi og Broddi eru ekki aðeins reynslumestu fréttamenn Ríkisútvarpsins heldur einnig þeir tekjuhæstu. Eðlilega myndu einhverjir segja.
Tímamót Fjölmiðlar KR Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Broddi sagði „fréttalestri er lokið“ í síðasta sinn „Það er lítið eftir af þessum fréttatíma og nú skal gott látið heita. Hlustendum er þökkuð samfylgdin,“ sagði Broddi Broddason varafréttastjóri RÚV í lok hádegisfréttatíma Ríkisútvarpsins í dag. Tíminn var sá síðasti sem Broddi les en hann kveður nú fjölmiðla sökum aldurs eftir 35 ára starf. „Fréttalestri er lokið“ voru lokaorðin venju samkvæmt. 1. apríl 2022 13:28 „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Broddi sagði „fréttalestri er lokið“ í síðasta sinn „Það er lítið eftir af þessum fréttatíma og nú skal gott látið heita. Hlustendum er þökkuð samfylgdin,“ sagði Broddi Broddason varafréttastjóri RÚV í lok hádegisfréttatíma Ríkisútvarpsins í dag. Tíminn var sá síðasti sem Broddi les en hann kveður nú fjölmiðla sökum aldurs eftir 35 ára starf. „Fréttalestri er lokið“ voru lokaorðin venju samkvæmt. 1. apríl 2022 13:28
„Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57