Hvar skapast virði? Laun og einfeldningslegar skoðanir Sjálfstæðismanna Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. apríl 2022 07:00 Í gær birtust þrjár greinar á vef Fréttablaðsins þar sem rætt var um sífellt dýrari rekstur hins opinbera. Tvær greinanna (eitt og tvö) ræða hvernig æðsta stjórnsýsla ríkisins hafi blásið út í valdatíð Sjálfstæðisflokksins með tilheyrandi kostnaði. Þriðja greinin, eftir Diljá Mist sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fjallar um „varhugaverða“ þróun þess að launahækkanir hjá hinu opinbera fari fram úr hækkunum á almenna markaðnum. Diljá beinir orðum sínum helst að starfsmönnum á plani svo að segja fremur en t.d. þeirri þróun sem er nefnd í hinum greinunum og hún sjálf samþykkir sem þingmaður í ríkisstjórn. Hér ætla ég að skauta framhjá því að Diljá ætti fremar að vera láta sinn eigin flokk heyra það en ætla að gagnrýna eftirfarandi „sannindi“ úr greininni: „Frjálsi markaðurinn á að vera leiðandi í launaþróun og öðrum starfskjörum. Það verður að tryggja að það sé eftirsóknarvert og aðlaðandi að starfa þar sem verðmætasköpun hagkerfisins er, á almennum markaði.“ Hér er tekin mjög einfeldnislegt viðhorf á hvar virði myndast og hvernig laun ákvarðast. Það er mjög auðvelt að segja að virði hljóti að skapast í fyrirtækjunum, þau skapa jú vörurnar ekki satt? En er það rétt. Það þykir t.d. OECD/G20 og Evrópusambandinu ekki jafn auðvelt að fullyrða. Raunar er það ein af stærstu og flóknustu skattaspurningum samtímans. Virði kann nefninlega að skapast t.d. hjá neytendanum þegar hann kaupir vöruna, sem má sjá af því að lager af vörum sem hafa verið framleiddar og seljast aldrei er ekki mikils virði. Ef við hugsum dæmið lengra þá má spyrja sig hvort virði almenna markaðsins myndist ekki hjá starfsmönnum hans sem eru flest allir menntaðir á kostnað ríkisins, svo er það þá ríkið sem borgaði í raun undir verðmætasköpun almenna markaðsins? Ef við snúum okkur að launum þá er í þessu samhengi ágætt að nefna laun kennara. Það er augljóst að ef við hefðum enga kennara þá yrði takmörkuð virðissköpun hér á landi til lengdar, starfskrafturinn væri óhæfur. En á þá að greiða kennurum mest af öllum? Nei, ég er ekki að fullyrða það. En að reyna halda því frammi að verðmætasköpun myndist öll á almenna markaðnum er móðgun við kennara, sjúkraliða og alla þá fjölmörgu opinberu starfsmenn sem sjá til þess að mennta starfsfólk, halda í okkur lífinu, sjá til þess að gatnakerfið gangi og allt hitt sem þarf til þess að sala á vöru út í búð gangi upp. Verðmætasköpun myndast nefninlega vegna margra þátta sem erfitt er að fullgreina, eða veit Diljá kannski nákvæmlega hversu mikið af virði vöru eins og Iphone kemur frá plastinu sem er notað, markaðsstarfinu eða hugbúnaðarins? Við lifum í samfélagi þar sem laun ákvarðast að mestu leiti út frá samningsstöðu en ekki verðmætasköpun, vinnuframlagi eða mikilvægi. Svo takmörkum við meira að segja samningsstöðu margra (t.d. með verkfallsbönnum) svo að laun þeirra ná aldrei að endurspegla raunverulega samningsstöðu. Svo nei, almenni markaðurinn skapar ekki allt virði samfélagsins og laun endurspegla ekki bara verðmætasköpun vinnuframlagsins. En ég er heilshugsar sammála að við viljum ekki að laun hækki bara óstjórnlega og umfang ríkisins þekki engin mörk. En ég tel að það sé þá best að ráðast fyrst að toppnum sem er fordæmisgefandi, bákninu sem Sjálfstæðisflokkurinn skapar. Höfundur spáir annað slagið í sköttum og virðissköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skattar og tollar Stjórnsýsla Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær birtust þrjár greinar á vef Fréttablaðsins þar sem rætt var um sífellt dýrari rekstur hins opinbera. Tvær greinanna (eitt og tvö) ræða hvernig æðsta stjórnsýsla ríkisins hafi blásið út í valdatíð Sjálfstæðisflokksins með tilheyrandi kostnaði. Þriðja greinin, eftir Diljá Mist sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fjallar um „varhugaverða“ þróun þess að launahækkanir hjá hinu opinbera fari fram úr hækkunum á almenna markaðnum. Diljá beinir orðum sínum helst að starfsmönnum á plani svo að segja fremur en t.d. þeirri þróun sem er nefnd í hinum greinunum og hún sjálf samþykkir sem þingmaður í ríkisstjórn. Hér ætla ég að skauta framhjá því að Diljá ætti fremar að vera láta sinn eigin flokk heyra það en ætla að gagnrýna eftirfarandi „sannindi“ úr greininni: „Frjálsi markaðurinn á að vera leiðandi í launaþróun og öðrum starfskjörum. Það verður að tryggja að það sé eftirsóknarvert og aðlaðandi að starfa þar sem verðmætasköpun hagkerfisins er, á almennum markaði.“ Hér er tekin mjög einfeldnislegt viðhorf á hvar virði myndast og hvernig laun ákvarðast. Það er mjög auðvelt að segja að virði hljóti að skapast í fyrirtækjunum, þau skapa jú vörurnar ekki satt? En er það rétt. Það þykir t.d. OECD/G20 og Evrópusambandinu ekki jafn auðvelt að fullyrða. Raunar er það ein af stærstu og flóknustu skattaspurningum samtímans. Virði kann nefninlega að skapast t.d. hjá neytendanum þegar hann kaupir vöruna, sem má sjá af því að lager af vörum sem hafa verið framleiddar og seljast aldrei er ekki mikils virði. Ef við hugsum dæmið lengra þá má spyrja sig hvort virði almenna markaðsins myndist ekki hjá starfsmönnum hans sem eru flest allir menntaðir á kostnað ríkisins, svo er það þá ríkið sem borgaði í raun undir verðmætasköpun almenna markaðsins? Ef við snúum okkur að launum þá er í þessu samhengi ágætt að nefna laun kennara. Það er augljóst að ef við hefðum enga kennara þá yrði takmörkuð virðissköpun hér á landi til lengdar, starfskrafturinn væri óhæfur. En á þá að greiða kennurum mest af öllum? Nei, ég er ekki að fullyrða það. En að reyna halda því frammi að verðmætasköpun myndist öll á almenna markaðnum er móðgun við kennara, sjúkraliða og alla þá fjölmörgu opinberu starfsmenn sem sjá til þess að mennta starfsfólk, halda í okkur lífinu, sjá til þess að gatnakerfið gangi og allt hitt sem þarf til þess að sala á vöru út í búð gangi upp. Verðmætasköpun myndast nefninlega vegna margra þátta sem erfitt er að fullgreina, eða veit Diljá kannski nákvæmlega hversu mikið af virði vöru eins og Iphone kemur frá plastinu sem er notað, markaðsstarfinu eða hugbúnaðarins? Við lifum í samfélagi þar sem laun ákvarðast að mestu leiti út frá samningsstöðu en ekki verðmætasköpun, vinnuframlagi eða mikilvægi. Svo takmörkum við meira að segja samningsstöðu margra (t.d. með verkfallsbönnum) svo að laun þeirra ná aldrei að endurspegla raunverulega samningsstöðu. Svo nei, almenni markaðurinn skapar ekki allt virði samfélagsins og laun endurspegla ekki bara verðmætasköpun vinnuframlagsins. En ég er heilshugsar sammála að við viljum ekki að laun hækki bara óstjórnlega og umfang ríkisins þekki engin mörk. En ég tel að það sé þá best að ráðast fyrst að toppnum sem er fordæmisgefandi, bákninu sem Sjálfstæðisflokkurinn skapar. Höfundur spáir annað slagið í sköttum og virðissköpun.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun