„Það var engin virðing borin fyrir mannslífum“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. apríl 2022 12:12 Úr húsi sem rússneski herinn lagði undir sig. Óskar Hallgrímsson Íslendingur segir eyðileggingu og ummerki eftir nauðganir og morð hafa blasað við þegar hann heimsótti bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs í gær. Vestræn ríki undirbúa nú hertar refsiaðgerðir vegna innrásar Rússa og vopnasendingar eftir að Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði umheiminum hafa mistekist að stöðva innrásina. Rússar hafa hert sókn sína í austurhluta landsins og hafa þúsundir íbúa þar lagt á flótta. Stjórnvöld hafa hvatt íbúa í Luhansk héraði að flýja þaðan. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari býr í Kænugarði en í gær fór hann ásamt hópi fólk til bæjarins Bucha sem er við útjaðar borgarinnar. Bærinn er nýsloppinn úr klóm Rússa en eftir að rússneskir hermenn hörfuðu tóku að berast fréttir af hryllilegri meðferð þeirra á íbúum bæjarins. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði.Stöð 2 „Við keyrum inn í borgina. Það fyrsta sem blasir við að það er bara allt ónýtt. Svakalega mikil eyðilegging og það sem mér fannst mjög erfitt að sjá er að það var mikið af fólksbílum og erfitt að sjá að til dæmis var einn bíll sem ég sá sem var sundurskotinn.“ Óskar segir engu hafa skipt þótt staðið hafi á bílunum að börn væru inni í þeim. Hermennirnir hafi skotið á þá engu að síður. Þá segir hann hópinn hafa komið að fjöldagröfum. „Við hittum manneskju þarna sem var lókal og hún útskýrði fyrir okkur það að þessar fjöldagrafir voru grafnar af fólki í borginni. Ekki af Rússum. Þetta var grafið af fólki í borginni til þess að koma líkum af götunum af því að fólk var bara skotið úti á götum. Það var engin virðing borin fyrir mannslífum.“ Hópurinn fór um bæinn og fór meðal annars inn í nýleg fjölbýlishús sem rússneskir hermenn notuðu á meðan á dvöl þeirra stóð. Á meðal þess sem Óskar sá þar inn var kynlífsdúkka. „Hún lá þarna á gólfinu og það var búið að setja poka yfir hausinn á henni. Þegar ég er að skoða þetta og taka myndir af þessu þá kemur kona þarna sem að var lókal og hún segir við mig þetta er það sem þeir gerðu við konurnar hér. Bara þetta nákvæmlega. Nauðguðu þeim og settu poka yfir hausinn á þeim og drápu þær og hún sagði að í þessari byggingu þá hefði tíu ára stelpa lent í þessu. Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: Forseti leiðtogaráðs ESB vill veita rússneskum liðhlaupum hæli Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. 6. apríl 2022 17:50 Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Vestræn ríki undirbúa nú hertar refsiaðgerðir vegna innrásar Rússa og vopnasendingar eftir að Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði umheiminum hafa mistekist að stöðva innrásina. Rússar hafa hert sókn sína í austurhluta landsins og hafa þúsundir íbúa þar lagt á flótta. Stjórnvöld hafa hvatt íbúa í Luhansk héraði að flýja þaðan. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari býr í Kænugarði en í gær fór hann ásamt hópi fólk til bæjarins Bucha sem er við útjaðar borgarinnar. Bærinn er nýsloppinn úr klóm Rússa en eftir að rússneskir hermenn hörfuðu tóku að berast fréttir af hryllilegri meðferð þeirra á íbúum bæjarins. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði.Stöð 2 „Við keyrum inn í borgina. Það fyrsta sem blasir við að það er bara allt ónýtt. Svakalega mikil eyðilegging og það sem mér fannst mjög erfitt að sjá er að það var mikið af fólksbílum og erfitt að sjá að til dæmis var einn bíll sem ég sá sem var sundurskotinn.“ Óskar segir engu hafa skipt þótt staðið hafi á bílunum að börn væru inni í þeim. Hermennirnir hafi skotið á þá engu að síður. Þá segir hann hópinn hafa komið að fjöldagröfum. „Við hittum manneskju þarna sem var lókal og hún útskýrði fyrir okkur það að þessar fjöldagrafir voru grafnar af fólki í borginni. Ekki af Rússum. Þetta var grafið af fólki í borginni til þess að koma líkum af götunum af því að fólk var bara skotið úti á götum. Það var engin virðing borin fyrir mannslífum.“ Hópurinn fór um bæinn og fór meðal annars inn í nýleg fjölbýlishús sem rússneskir hermenn notuðu á meðan á dvöl þeirra stóð. Á meðal þess sem Óskar sá þar inn var kynlífsdúkka. „Hún lá þarna á gólfinu og það var búið að setja poka yfir hausinn á henni. Þegar ég er að skoða þetta og taka myndir af þessu þá kemur kona þarna sem að var lókal og hún segir við mig þetta er það sem þeir gerðu við konurnar hér. Bara þetta nákvæmlega. Nauðguðu þeim og settu poka yfir hausinn á þeim og drápu þær og hún sagði að í þessari byggingu þá hefði tíu ára stelpa lent í þessu.
Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: Forseti leiðtogaráðs ESB vill veita rússneskum liðhlaupum hæli Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. 6. apríl 2022 17:50 Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Vaktin: Forseti leiðtogaráðs ESB vill veita rússneskum liðhlaupum hæli Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. 6. apríl 2022 17:50
Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30