Björgólfur Thor og Davíð taka stökk á milljarðamæringalista Forbes Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2022 10:35 Björgólfur Thor Björgólfsson og Davíð Helgason þurfa ekki að brjóta sparibaukinn á næstunni. Samsett Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir tekur stökk á nýjum milljarðamæringalista Forbes og hækkar úr 1.444. sæti í það 1.238. milli ára. Forbes metur nú auðæfi Björgólfs Thors á 2,5 milljarða bandaríkjadala eða um 323 milljarða íslenskra króna. Aukast þau um 300 milljónir bandaríkjadala milli ára. Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnenda Unity Technologies, hækkar sömuleiðis á lista Forbes milli ára og fer úr 2.674. sæti í 2.448. en Forbes metur auð hans á 1,1 milljarð bandaríkjadala eða um 142 milljarðar íslenskrar króna. Davíð kom nýr inn á milljarðamæringalista Forbes í fyrra en áður prýddi Björgólfur Thor listann einn Íslendinga. Forbes áætlar að auður Davíðs aukist úr 1,0 milljarði í 1,1 milljarð bandaríkjadala milli ára en greint hefur verið frá því að hann hafi selt hluti í Unity fyrir fleiri milljarða króna í fyrra. Davíð stofnaði Unity ásamt Joachim og Dananum Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Elon í fyrsta sinn á toppi listans Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, situr efst á lista Forbes þetta árið með 219 milljarða bandaríkjadali en hann var í öðru sæti listans fyrir ári síðan og 31. árið 2020. Þetta er í fyrsta sinn sem Musk leiðir listann en á sama tíma fellur Jeff Bezos, stofnandi Amazon, niður í annað sæti með 171 milljarð bandaríkjadala. Í þriðja sæti situr Bernard Arnault og fjölskylda, eigendur tísku- og verslunarveldisins LVMH sem inniheldur meðal annars Louis Vuitton og Sephora. Næst á lista Forbes er Bill Gates, stofnandi Microsoft, en tvö ár eru síðan hann prýddi annað sæti listans. Fjárfestirinn Warren Buffett er fimmti ríkasti maður heims að mati Forbes og hækkar um eitt sæti. Hann er sagður hafa auðgast um 22 milljarða bandaríkjadali milli ára, eða andvirði um 2.840 milljarða íslenskra króna. Íslendingar erlendis Tækni Tengdar fréttir Davíð seldi í Unity fyrir 4,3 milljarða og hyggst nýta auðæfin í þágu loftslagsins Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, seldi hluti í félaginu fyrir um 1,7 milljarða króna í lok ágúst. 10. september 2021 14:22 Fyrirtæki Davíðs kaupir fyrirtæki Peters Jackson Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Technologies ætlar að kaupa hluta tæknibrellufyrirtækisins WETA Digital. Leikstjórinn Peter Jackson stofnaði Weta á árum áður og fyrirtækið er hvað þekktast fyrir að hafa komið að tæknibrellunum í Lord of the Rings kvikmyndunum. 10. nóvember 2021 13:51 Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnenda Unity Technologies, hækkar sömuleiðis á lista Forbes milli ára og fer úr 2.674. sæti í 2.448. en Forbes metur auð hans á 1,1 milljarð bandaríkjadala eða um 142 milljarðar íslenskrar króna. Davíð kom nýr inn á milljarðamæringalista Forbes í fyrra en áður prýddi Björgólfur Thor listann einn Íslendinga. Forbes áætlar að auður Davíðs aukist úr 1,0 milljarði í 1,1 milljarð bandaríkjadala milli ára en greint hefur verið frá því að hann hafi selt hluti í Unity fyrir fleiri milljarða króna í fyrra. Davíð stofnaði Unity ásamt Joachim og Dananum Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Elon í fyrsta sinn á toppi listans Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, situr efst á lista Forbes þetta árið með 219 milljarða bandaríkjadali en hann var í öðru sæti listans fyrir ári síðan og 31. árið 2020. Þetta er í fyrsta sinn sem Musk leiðir listann en á sama tíma fellur Jeff Bezos, stofnandi Amazon, niður í annað sæti með 171 milljarð bandaríkjadala. Í þriðja sæti situr Bernard Arnault og fjölskylda, eigendur tísku- og verslunarveldisins LVMH sem inniheldur meðal annars Louis Vuitton og Sephora. Næst á lista Forbes er Bill Gates, stofnandi Microsoft, en tvö ár eru síðan hann prýddi annað sæti listans. Fjárfestirinn Warren Buffett er fimmti ríkasti maður heims að mati Forbes og hækkar um eitt sæti. Hann er sagður hafa auðgast um 22 milljarða bandaríkjadali milli ára, eða andvirði um 2.840 milljarða íslenskra króna.
Íslendingar erlendis Tækni Tengdar fréttir Davíð seldi í Unity fyrir 4,3 milljarða og hyggst nýta auðæfin í þágu loftslagsins Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, seldi hluti í félaginu fyrir um 1,7 milljarða króna í lok ágúst. 10. september 2021 14:22 Fyrirtæki Davíðs kaupir fyrirtæki Peters Jackson Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Technologies ætlar að kaupa hluta tæknibrellufyrirtækisins WETA Digital. Leikstjórinn Peter Jackson stofnaði Weta á árum áður og fyrirtækið er hvað þekktast fyrir að hafa komið að tæknibrellunum í Lord of the Rings kvikmyndunum. 10. nóvember 2021 13:51 Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Davíð seldi í Unity fyrir 4,3 milljarða og hyggst nýta auðæfin í þágu loftslagsins Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, seldi hluti í félaginu fyrir um 1,7 milljarða króna í lok ágúst. 10. september 2021 14:22
Fyrirtæki Davíðs kaupir fyrirtæki Peters Jackson Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Technologies ætlar að kaupa hluta tæknibrellufyrirtækisins WETA Digital. Leikstjórinn Peter Jackson stofnaði Weta á árum áður og fyrirtækið er hvað þekktast fyrir að hafa komið að tæknibrellunum í Lord of the Rings kvikmyndunum. 10. nóvember 2021 13:51
Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16