Kári Jónsson: Gott að geta verndað heimavöllinn Árni Jóhannsson skrifar 5. apríl 2022 23:26 Kári Jónsson átti gríðarlega góðan leik í kvöld og komst oft upp að körfu Stjörnumanna Bára Dröfn Kristinsdóttir Kári Jónsson skoraði 21 stig fyrr í kvöld þegar Valsmenn náðu forystu í einvíginu við Stjörnuna í átta liða úrslitum Subway deildarinnar í körfuknattleik. Leikið var að Hlíðarenda og unnu Valsmenn 90-85 sigur í hörkuleik. Kári var m.a. ánægður með sóknarleik sinna manna í kvöld. „Við getum algjörlega verið sáttir með sóknarleikinn í kvöld. Við skorum meira en þeir og getum verið ánægðir. Það skiptir ekki máli hvernig þau koma en þetta var flottur leikur og við erum ánægðir með að vernda heimavöllinn eins og menn segja.“ Kári fann sig vel í kvöld og var hann spurður út í það hvort það væri eitthvað sérstakt sem hann gerði á milli leikja. „Nei nei, maður mætir bara ákveðinn og reynir að vera aggressívur. Þetta er úrslitakeppnin og maður er búinn að vera með smá spennu í líkamanum og þetta er mjög gaman.“ Talandi um spennu þá var Kári spurður út í það hvort það skipti máli fyrir leikmenn að byrja vel einmitt til að láta sér líða betur og vinna spennuna úr líkamanum. Það má segja að Valsmönnum hafi tekist það en þeir unnu fyrsta leikhlutann 28-18. „Algjörlega. Það spilar risapart í þessu. Við erum með menn sem þekkja þetta mjög vel og kunna að höndla stressið og undirbúa sig undir svona leiki.“ Kári sá ekkert í fljótu bragði hvað væri hægt að laga í leik sinna manna svo fljótt eftir að leik lauk. „Það er erfitt að segja svona strax eftir leikinn. Við eigum eftir að fara yfir leikinn og sjá hvað er hægt að laga.“ Að lokum var Kári spurður út mikilvægi þess að reyna að stöðva Robert Eugene Turner III. „Þegar þú ert að spila við Stjörnuna þá er hann það stór partur af leik þeirra að maður reynir að sjálfsögðu að hægja á honum. Það er samt erfitt. Hann er frábær leikmaður og setur oft körfur sem maður er í sjokki yfir. Við reynum hinsvegar bara að hægja sem mest á honum.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 90-85 | Fyrsti heimasigur Vals í úrslitakeppni í 30 ár Valsmenn unnu góðan fimm stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 90-85. Fyrir leikinn hafði Valur ekki unnið heimaleik í úrslitakeppni í þrjátíu ár. 5. apríl 2022 21:54 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn „Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“ Sport Guðlaugur Victor lagði upp mark Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Sjá meira
„Við getum algjörlega verið sáttir með sóknarleikinn í kvöld. Við skorum meira en þeir og getum verið ánægðir. Það skiptir ekki máli hvernig þau koma en þetta var flottur leikur og við erum ánægðir með að vernda heimavöllinn eins og menn segja.“ Kári fann sig vel í kvöld og var hann spurður út í það hvort það væri eitthvað sérstakt sem hann gerði á milli leikja. „Nei nei, maður mætir bara ákveðinn og reynir að vera aggressívur. Þetta er úrslitakeppnin og maður er búinn að vera með smá spennu í líkamanum og þetta er mjög gaman.“ Talandi um spennu þá var Kári spurður út í það hvort það skipti máli fyrir leikmenn að byrja vel einmitt til að láta sér líða betur og vinna spennuna úr líkamanum. Það má segja að Valsmönnum hafi tekist það en þeir unnu fyrsta leikhlutann 28-18. „Algjörlega. Það spilar risapart í þessu. Við erum með menn sem þekkja þetta mjög vel og kunna að höndla stressið og undirbúa sig undir svona leiki.“ Kári sá ekkert í fljótu bragði hvað væri hægt að laga í leik sinna manna svo fljótt eftir að leik lauk. „Það er erfitt að segja svona strax eftir leikinn. Við eigum eftir að fara yfir leikinn og sjá hvað er hægt að laga.“ Að lokum var Kári spurður út mikilvægi þess að reyna að stöðva Robert Eugene Turner III. „Þegar þú ert að spila við Stjörnuna þá er hann það stór partur af leik þeirra að maður reynir að sjálfsögðu að hægja á honum. Það er samt erfitt. Hann er frábær leikmaður og setur oft körfur sem maður er í sjokki yfir. Við reynum hinsvegar bara að hægja sem mest á honum.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 90-85 | Fyrsti heimasigur Vals í úrslitakeppni í 30 ár Valsmenn unnu góðan fimm stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 90-85. Fyrir leikinn hafði Valur ekki unnið heimaleik í úrslitakeppni í þrjátíu ár. 5. apríl 2022 21:54 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn „Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“ Sport Guðlaugur Victor lagði upp mark Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 90-85 | Fyrsti heimasigur Vals í úrslitakeppni í 30 ár Valsmenn unnu góðan fimm stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 90-85. Fyrir leikinn hafði Valur ekki unnið heimaleik í úrslitakeppni í þrjátíu ár. 5. apríl 2022 21:54