Sindri þekkti bæjarstjórann sem Rússar skutu: Þetta hefðu getað verið við Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. apríl 2022 12:01 Hér til vinstri sést Sindri ásamt úkraínskri konu sinni á flótta frá landinu en hægra megin er mynd sem hefur farið víða í erlendum fjölmiðlum af gröf bæjarstjórans í Motishin. aðsend/ap/Efrem Lukatsky Íslenskur maður sem flúði Kænugarð segir mikla heppni að hann hafi ekki verið fluttur inn í hús sem hann var að byggja í bænum Motishin. Hann þekkti bæjarstjórann þar vel sem fannst í gær látin ásamt eiginmanni sínum og syni. Þau höfðu verið skotin af Rússum. Sindri Björnsson hefur búið í Úkraínu ásamt úkraínskri konu sinni og tveimur börnum í um þrjú ar. Þau bjuggu í úthverfi Kænugarðs en voru að byggja sér hús í litlum bæ, Motishin, skammt frá höfuðborginni. Gekk fram hjá húsinu okkar daglega Það er einn þeirra bæja sem Rússar hafa horfið frá og greindu fjölmiðlar frá því í gær að borgarstjórinn, Olga, hefði fundist þar látin ásamt fjölskyldu sinni. „Þessi Olga heitin hún var að hjálpa okkur mikið með alla pappírsvinnu, og ganga frá öllu og gekk fram hjá húsinu okkar daglega kvölds og morgna þegar hún fór í og úr vinnu. Þannig að við heilsuðum henni alla daga sem við hittum hana þarna,“ segir Sindri. Hann kemur varla orðum að því hversu sárar fréttir síðustu daga hafa verið en þau hjónin fóru gjarnan til bæjarins Bucha og versluðu þar. Þar hefur fjöldi almennra borgara fundist látinn eftir hernám Rússa. „Þetta er í raun og veru ólýsanlegt. Maður trúir því bara ekki að mannvonskan sé svona,“ segir Sindri. Þau hjónin flúðu Kænugarð á fyrstu dögum stríðsins og komu til Íslands eftir um mánaðarlangt ferðalag. Við ræddum við Sindra á fyrstu dögum stríðsins þegar þau voru að koma sér frá Úkraínu: Sindri segir mikla mildi að þau hafi ekki verið flutt inn í hús sitt í Motishin því þá hefðu þau ólíklega flúið land. Bærinn er pínulítill og var ekki hertekinn strax. Þau hefðu talið bæinn öruggan stað. Telur að þau hefðu sjálf verið á meðal fórnarlamba „Og lukkan okkar, segi ég, við ætluðum að vera flutt þarna í desember í þorpið. Svo varð svona hökt á framkvæmdum þannig við vorum ekki flutt,“ segir Sindri sem telur líklegt að þau fjölskyldan væru ekki á lífi í dag ef þau hefðu flutt inn í húsið á réttum tíma. Gröf Olgu, eiginmanns hennar og sonar. Með þeim liggur annar bæjarbúi. ap/efrem lukatsky Myndir af gröf bæjarstjórans hafa birst á erlendum miðlum en fimm lík hafa fundist í bænum. „Það er náttúrulega fleira fólk en bæjarstjórinn sem þeir tóku og fóru með út í skóg og eins víst að við hefðum verið í þeim hópi því að útlendingar eru ekki vinsælir hjá þeim ef við hefðum verið þarna,“ segir Sindri. Þau hjónin búa nú á æskuslóðum hans í Mýrdal og bíða af sér hörmungarnar en eru staðráðinn í að fara aftur til Úkraínu þegar stríðinu lýkur og taka þátt í að byggja bæinn Motishin upp á ný. „Þegar stríðinu lýkur verður nú einhver bið á að það verði búið að hreinsa. Ég get ekki farið með fjölskyldu í þetta eins og þetta lítur út í dag. Við stefnum á að fara til baka og taka þátt í uppbyggingu á þorpinu og reyna að koma öllu svona í horf.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Sindri Björnsson hefur búið í Úkraínu ásamt úkraínskri konu sinni og tveimur börnum í um þrjú ar. Þau bjuggu í úthverfi Kænugarðs en voru að byggja sér hús í litlum bæ, Motishin, skammt frá höfuðborginni. Gekk fram hjá húsinu okkar daglega Það er einn þeirra bæja sem Rússar hafa horfið frá og greindu fjölmiðlar frá því í gær að borgarstjórinn, Olga, hefði fundist þar látin ásamt fjölskyldu sinni. „Þessi Olga heitin hún var að hjálpa okkur mikið með alla pappírsvinnu, og ganga frá öllu og gekk fram hjá húsinu okkar daglega kvölds og morgna þegar hún fór í og úr vinnu. Þannig að við heilsuðum henni alla daga sem við hittum hana þarna,“ segir Sindri. Hann kemur varla orðum að því hversu sárar fréttir síðustu daga hafa verið en þau hjónin fóru gjarnan til bæjarins Bucha og versluðu þar. Þar hefur fjöldi almennra borgara fundist látinn eftir hernám Rússa. „Þetta er í raun og veru ólýsanlegt. Maður trúir því bara ekki að mannvonskan sé svona,“ segir Sindri. Þau hjónin flúðu Kænugarð á fyrstu dögum stríðsins og komu til Íslands eftir um mánaðarlangt ferðalag. Við ræddum við Sindra á fyrstu dögum stríðsins þegar þau voru að koma sér frá Úkraínu: Sindri segir mikla mildi að þau hafi ekki verið flutt inn í hús sitt í Motishin því þá hefðu þau ólíklega flúið land. Bærinn er pínulítill og var ekki hertekinn strax. Þau hefðu talið bæinn öruggan stað. Telur að þau hefðu sjálf verið á meðal fórnarlamba „Og lukkan okkar, segi ég, við ætluðum að vera flutt þarna í desember í þorpið. Svo varð svona hökt á framkvæmdum þannig við vorum ekki flutt,“ segir Sindri sem telur líklegt að þau fjölskyldan væru ekki á lífi í dag ef þau hefðu flutt inn í húsið á réttum tíma. Gröf Olgu, eiginmanns hennar og sonar. Með þeim liggur annar bæjarbúi. ap/efrem lukatsky Myndir af gröf bæjarstjórans hafa birst á erlendum miðlum en fimm lík hafa fundist í bænum. „Það er náttúrulega fleira fólk en bæjarstjórinn sem þeir tóku og fóru með út í skóg og eins víst að við hefðum verið í þeim hópi því að útlendingar eru ekki vinsælir hjá þeim ef við hefðum verið þarna,“ segir Sindri. Þau hjónin búa nú á æskuslóðum hans í Mýrdal og bíða af sér hörmungarnar en eru staðráðinn í að fara aftur til Úkraínu þegar stríðinu lýkur og taka þátt í að byggja bæinn Motishin upp á ný. „Þegar stríðinu lýkur verður nú einhver bið á að það verði búið að hreinsa. Ég get ekki farið með fjölskyldu í þetta eins og þetta lítur út í dag. Við stefnum á að fara til baka og taka þátt í uppbyggingu á þorpinu og reyna að koma öllu svona í horf.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira