Fótbolti

Abidal grunaður um vera með illa fengna lifur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ekki er vitað úr hverjum lifrin í Eric Abidal er. Hún er allavega ekki úr frænda hans eins og haldið var.
Ekki er vitað úr hverjum lifrin í Eric Abidal er. Hún er allavega ekki úr frænda hans eins og haldið var. getty/Xavier B

Spænska lögreglan grunar Eric Abidal, fyrrverandi leikmann og íþróttastjóra Barcelona, um að hafa fengið nýja lifur með ólögmætum hætti.

Abidal greindist með krabbamein í lifur í mars 2011. Í kjölfarið gekkst hann undir aðgerð og fékk nýja lifur grædda í sig. Líffæragjafinn var frændi hans, Gerard Armand. Eða svo var haldið.

El Confidencial á Spáni greinir frá því að lifrin hafi ekkert verið úr frændanum og Abidal sé grunaður um að hafa fengið lifrina með ólögmætum hætti.

Eftir að Abidal lagði skóna á hilluna 2014 var málið tekið til rannsóknar. Henni lauk hins vegar vegna skorts á sönnunargögnum. En eftir að símtöl Abidals voru hleruð og niðurstöður úr eiturefnagreiningu voru opinberaðar var málið tekið upp að nýju.

Sandro Rossell, fyrrverandi forseti Barcelona, er einnig tengdur inn í málið en lögreglan á að hafa fundið símtöl þar sem hann talaði um að kaupa ólöglega lifur fyrir Abidal.

Ýmislegt hefur gengið á hjá Abidal á undanförnum mánuðum. Hann tengdist árásinni á Kheiru Hamraoui, leikmann Paris Saint-Germain, í nóvember á síðasta ári. Talið var að eiginkona Abidals, Hayet, hefði skipulagt árásina á Hamraoui vegna meint framhjáhalds þeirra.

Abidal lék með Barcelona á árunum 2007-13 og var seinna íþróttastjóri félagsins um tveggja ára skeið, meðal annars þegar Hamraoui samdi við Barcelona. Abidal var úr því starfi eftir að Barcelona tapaði 8-2 fyrir Bayern München í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu sumarið 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×