Heimurinn þarf að breyta um lífsstíl því tíminn er að renna út Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2022 21:34 Heimurinn þurfi að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og mun hraðar en talað hefur verið um hingað til. AP/Charlie Riedel Sameinuðu þjóðirnar segja að brátt verði of seint að ná þeim markmiðum í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hækkandi hitastig jarðar. Í nýrri skýrslu sem gerð var af helstu vísindamönnum heimsins á þessu sviði segir að einungis umfangsmiklar og hnattrænar aðgerðir geti nú komið í veg fyrir gífurlegar hamfarir. Markmiðið hefur verið að halda hækkun hitastigs við 1,5 gráðu fyrir árið 2030, samkvæmt Parísarsáttmálanum svokallaða frá 2015. Vísindamenn segja það enn hægt en mjög svo erfitt. Meðalhækkun hitastigs jarðarinnar mælist nú 1,1 gráða, borin saman við meðalhita fyrir iðnvæðingu. Þessi hækkun hefur leitt til tíðari og kröftugri öfgaveðra og skógarelda, svo eitthvað sé nefnt. Heimurinn þurfi að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og mun hraðar en talað hefur verið um hingað til. Þó talað hafi verið um losun þessar lofttegunda hafa markmiðin ekki náðst hingað til. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur tíst nokkrum sinnum um skýrsluna í dag en hann hefur farið hörðum orðum um ráðamenn heimsins og forsvarsmenn iðnaðar. Hann segir þá hafa lofað einu en gert annað. Þeir hafi logið og nú sé tíminn til að hætta að brenna plánetuna okkar. Í öðru tísti sagði Guterres að tóm loforð ráðamanna væru að gera jörðina óbyggilega. The latest @IPCC_CH report is a litany of broken climate promises.Some government & business leaders are saying one thing, but doing another.They are lying.It is time to stop burning our planet. https://t.co/xzccxqwvhE— António Guterres (@antonioguterres) April 4, 2022 Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, þar sem fram kemur að áætlað sé að um 40 prósent þeirra gróðurhúsalofttegunda sem hafi borist í andrúmsloftið hafi komið frá Evrópu og Norður-Ameríku þar sem jarðeldsneyti hafa verið brennd lengst. Rúm tólf prósent megi rekja til Asíu en Kína varð ár fyrsta áratug þessarar aldar mesti mengunarvaldurinn. Vísindamennirnir sem komu að skýrslunni segja bestu leiðina sem hægt sé að fara til að sporna við hlýnuninni sé að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að nota sólar- og vindorku og aðra hreina orkugjafa og í senn styðja við bakið á fátækari ríkjum sem hafi ekki burði til að fara sjálf í orkuskipti. Einnig þurfi að draga úr neyslu kjöts. AP hefur eftir Pete Smith, sem kom að skýrslunni, að heimurinn gæti ekki bara farið í megrun. Hann þyrfti að breyta alfarið um lífsstíl. Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Markmiðið hefur verið að halda hækkun hitastigs við 1,5 gráðu fyrir árið 2030, samkvæmt Parísarsáttmálanum svokallaða frá 2015. Vísindamenn segja það enn hægt en mjög svo erfitt. Meðalhækkun hitastigs jarðarinnar mælist nú 1,1 gráða, borin saman við meðalhita fyrir iðnvæðingu. Þessi hækkun hefur leitt til tíðari og kröftugri öfgaveðra og skógarelda, svo eitthvað sé nefnt. Heimurinn þurfi að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og mun hraðar en talað hefur verið um hingað til. Þó talað hafi verið um losun þessar lofttegunda hafa markmiðin ekki náðst hingað til. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur tíst nokkrum sinnum um skýrsluna í dag en hann hefur farið hörðum orðum um ráðamenn heimsins og forsvarsmenn iðnaðar. Hann segir þá hafa lofað einu en gert annað. Þeir hafi logið og nú sé tíminn til að hætta að brenna plánetuna okkar. Í öðru tísti sagði Guterres að tóm loforð ráðamanna væru að gera jörðina óbyggilega. The latest @IPCC_CH report is a litany of broken climate promises.Some government & business leaders are saying one thing, but doing another.They are lying.It is time to stop burning our planet. https://t.co/xzccxqwvhE— António Guterres (@antonioguterres) April 4, 2022 Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, þar sem fram kemur að áætlað sé að um 40 prósent þeirra gróðurhúsalofttegunda sem hafi borist í andrúmsloftið hafi komið frá Evrópu og Norður-Ameríku þar sem jarðeldsneyti hafa verið brennd lengst. Rúm tólf prósent megi rekja til Asíu en Kína varð ár fyrsta áratug þessarar aldar mesti mengunarvaldurinn. Vísindamennirnir sem komu að skýrslunni segja bestu leiðina sem hægt sé að fara til að sporna við hlýnuninni sé að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að nota sólar- og vindorku og aðra hreina orkugjafa og í senn styðja við bakið á fátækari ríkjum sem hafi ekki burði til að fara sjálf í orkuskipti. Einnig þurfi að draga úr neyslu kjöts. AP hefur eftir Pete Smith, sem kom að skýrslunni, að heimurinn gæti ekki bara farið í megrun. Hann þyrfti að breyta alfarið um lífsstíl.
Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira