Heimurinn þarf að breyta um lífsstíl því tíminn er að renna út Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2022 21:34 Heimurinn þurfi að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og mun hraðar en talað hefur verið um hingað til. AP/Charlie Riedel Sameinuðu þjóðirnar segja að brátt verði of seint að ná þeim markmiðum í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hækkandi hitastig jarðar. Í nýrri skýrslu sem gerð var af helstu vísindamönnum heimsins á þessu sviði segir að einungis umfangsmiklar og hnattrænar aðgerðir geti nú komið í veg fyrir gífurlegar hamfarir. Markmiðið hefur verið að halda hækkun hitastigs við 1,5 gráðu fyrir árið 2030, samkvæmt Parísarsáttmálanum svokallaða frá 2015. Vísindamenn segja það enn hægt en mjög svo erfitt. Meðalhækkun hitastigs jarðarinnar mælist nú 1,1 gráða, borin saman við meðalhita fyrir iðnvæðingu. Þessi hækkun hefur leitt til tíðari og kröftugri öfgaveðra og skógarelda, svo eitthvað sé nefnt. Heimurinn þurfi að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og mun hraðar en talað hefur verið um hingað til. Þó talað hafi verið um losun þessar lofttegunda hafa markmiðin ekki náðst hingað til. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur tíst nokkrum sinnum um skýrsluna í dag en hann hefur farið hörðum orðum um ráðamenn heimsins og forsvarsmenn iðnaðar. Hann segir þá hafa lofað einu en gert annað. Þeir hafi logið og nú sé tíminn til að hætta að brenna plánetuna okkar. Í öðru tísti sagði Guterres að tóm loforð ráðamanna væru að gera jörðina óbyggilega. The latest @IPCC_CH report is a litany of broken climate promises.Some government & business leaders are saying one thing, but doing another.They are lying.It is time to stop burning our planet. https://t.co/xzccxqwvhE— António Guterres (@antonioguterres) April 4, 2022 Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, þar sem fram kemur að áætlað sé að um 40 prósent þeirra gróðurhúsalofttegunda sem hafi borist í andrúmsloftið hafi komið frá Evrópu og Norður-Ameríku þar sem jarðeldsneyti hafa verið brennd lengst. Rúm tólf prósent megi rekja til Asíu en Kína varð ár fyrsta áratug þessarar aldar mesti mengunarvaldurinn. Vísindamennirnir sem komu að skýrslunni segja bestu leiðina sem hægt sé að fara til að sporna við hlýnuninni sé að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að nota sólar- og vindorku og aðra hreina orkugjafa og í senn styðja við bakið á fátækari ríkjum sem hafi ekki burði til að fara sjálf í orkuskipti. Einnig þurfi að draga úr neyslu kjöts. AP hefur eftir Pete Smith, sem kom að skýrslunni, að heimurinn gæti ekki bara farið í megrun. Hann þyrfti að breyta alfarið um lífsstíl. Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Markmiðið hefur verið að halda hækkun hitastigs við 1,5 gráðu fyrir árið 2030, samkvæmt Parísarsáttmálanum svokallaða frá 2015. Vísindamenn segja það enn hægt en mjög svo erfitt. Meðalhækkun hitastigs jarðarinnar mælist nú 1,1 gráða, borin saman við meðalhita fyrir iðnvæðingu. Þessi hækkun hefur leitt til tíðari og kröftugri öfgaveðra og skógarelda, svo eitthvað sé nefnt. Heimurinn þurfi að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og mun hraðar en talað hefur verið um hingað til. Þó talað hafi verið um losun þessar lofttegunda hafa markmiðin ekki náðst hingað til. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur tíst nokkrum sinnum um skýrsluna í dag en hann hefur farið hörðum orðum um ráðamenn heimsins og forsvarsmenn iðnaðar. Hann segir þá hafa lofað einu en gert annað. Þeir hafi logið og nú sé tíminn til að hætta að brenna plánetuna okkar. Í öðru tísti sagði Guterres að tóm loforð ráðamanna væru að gera jörðina óbyggilega. The latest @IPCC_CH report is a litany of broken climate promises.Some government & business leaders are saying one thing, but doing another.They are lying.It is time to stop burning our planet. https://t.co/xzccxqwvhE— António Guterres (@antonioguterres) April 4, 2022 Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, þar sem fram kemur að áætlað sé að um 40 prósent þeirra gróðurhúsalofttegunda sem hafi borist í andrúmsloftið hafi komið frá Evrópu og Norður-Ameríku þar sem jarðeldsneyti hafa verið brennd lengst. Rúm tólf prósent megi rekja til Asíu en Kína varð ár fyrsta áratug þessarar aldar mesti mengunarvaldurinn. Vísindamennirnir sem komu að skýrslunni segja bestu leiðina sem hægt sé að fara til að sporna við hlýnuninni sé að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að nota sólar- og vindorku og aðra hreina orkugjafa og í senn styðja við bakið á fátækari ríkjum sem hafi ekki burði til að fara sjálf í orkuskipti. Einnig þurfi að draga úr neyslu kjöts. AP hefur eftir Pete Smith, sem kom að skýrslunni, að heimurinn gæti ekki bara farið í megrun. Hann þyrfti að breyta alfarið um lífsstíl.
Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira