Störfin heim í Fjarðabyggð Jóhanna Sigfúsdóttir skrifar 3. apríl 2022 18:01 Landsbyggðin þekkir vel að með tilkomu net- og tæknivæðingar skiptir staðsetningin minna máli. Störf eru nú í meira mæli auglýst án staðsetningar, sem er ánægjuleg þróun og mun að öllum líkindum aukast með stafrænni þróun. En afhverju erum við í Fjarðabyggð þá ekki að auglýsa störf okkar án staðsetningar? Að mínu mati þá hefur Fjarðabyggð alla burði til þess að bjóða störf án staðsetningar. Fjarðabyggð er fjölkjarnasamfélag, býr yfir mannvirkjum í byggðakjörnum sem mætti nýta betur. Með því að vinna innan byggðarkjarna fær fólk meiri sveigjanleika og frelsi eykst til muna. Einnig mun akstur milli fjarða minnka verulega og skapa umhverfislegan ávinning. Múlinn í Neskaupstað hefur sannað gildi sitt sem skrifstofu- og aðstöðuklasi fjölbreyttrar starfsemi og við ættum að horfa meira til slíkra nýsköpunarsetra og skrifstofuaðstöðu án staðsetningar. Ráðhús gegna ekki eins veigamiklu hlutverki sem þjónustumiðstöð gagnvart almenningi eins og áður og engin þörf á aukinni yfirbyggingu þeirra. Við höfum lært af faraldrinum síðustu tvö ár að tækifæri eru til að starfa á ólíkum starfsstöðum. Við í Fjarðabyggð ættum að vera óhrædd við að stíga þetta skref til fulls, minnka yfirbyggingu og veita sveigjanleika sem starfsfólk fær með því að starfa heiman frá sér eða í sínum byggðarkjarna. Lykillinn er skýr stefna um uppbyggingu stafrænnar þróunar. Upplýsingabyltingin felur í sér byggðafestu framtíðarinnar. Færum ráðhús og stjórnarráðið nær fólkinu. Höfundur skipar 4. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinnumarkaður Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Sjá meira
Landsbyggðin þekkir vel að með tilkomu net- og tæknivæðingar skiptir staðsetningin minna máli. Störf eru nú í meira mæli auglýst án staðsetningar, sem er ánægjuleg þróun og mun að öllum líkindum aukast með stafrænni þróun. En afhverju erum við í Fjarðabyggð þá ekki að auglýsa störf okkar án staðsetningar? Að mínu mati þá hefur Fjarðabyggð alla burði til þess að bjóða störf án staðsetningar. Fjarðabyggð er fjölkjarnasamfélag, býr yfir mannvirkjum í byggðakjörnum sem mætti nýta betur. Með því að vinna innan byggðarkjarna fær fólk meiri sveigjanleika og frelsi eykst til muna. Einnig mun akstur milli fjarða minnka verulega og skapa umhverfislegan ávinning. Múlinn í Neskaupstað hefur sannað gildi sitt sem skrifstofu- og aðstöðuklasi fjölbreyttrar starfsemi og við ættum að horfa meira til slíkra nýsköpunarsetra og skrifstofuaðstöðu án staðsetningar. Ráðhús gegna ekki eins veigamiklu hlutverki sem þjónustumiðstöð gagnvart almenningi eins og áður og engin þörf á aukinni yfirbyggingu þeirra. Við höfum lært af faraldrinum síðustu tvö ár að tækifæri eru til að starfa á ólíkum starfsstöðum. Við í Fjarðabyggð ættum að vera óhrædd við að stíga þetta skref til fulls, minnka yfirbyggingu og veita sveigjanleika sem starfsfólk fær með því að starfa heiman frá sér eða í sínum byggðarkjarna. Lykillinn er skýr stefna um uppbyggingu stafrænnar þróunar. Upplýsingabyltingin felur í sér byggðafestu framtíðarinnar. Færum ráðhús og stjórnarráðið nær fólkinu. Höfundur skipar 4. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun