Hvar er byggðastefnan? Hildur Þórisdóttir skrifar 2. apríl 2022 15:00 Nýverið gaf Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, það út að fækka ætti embættum sýslumanna úr níu í eitt sem á að vera staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi um áramótin 2023/2024. Þessar fréttir koma verulega á óvart því slíkar áherslur hafa ekki verið í umræðunni og hvergi má finna neitt um þessar breytingar í stjórnarsáttmála ríkissjórnarinnar. Árið 2015 var embættum sýslumanna fækkað úr 24 í 9 ásamt því að löggæsla var að fullu aðskilin frá þeim. Þetta var gert undir þeim formerkjum að styrkja ætti embættin og þannig ættu þau betur að geta sinnt lögbundnum skyldum sínum. Eins átti breytingin að auðvelda þeim að taka að sér ný og aukin verkefni. Það reyndist öðru nær. Stjórnsýsluúttekt sem nýverið var gefin út af Ríkisendurskoðun, um samanburð á sýslumannsembættum frá 2019, sýnir fram á að ekki fylgdi nægilegt fjármagn þegar embættunum var fækkað og allar götur síðan hefur ítrekað verið bent á erfiða rekstrarstöðu embættanna án þess að á það hafi verið hlustað í ráðuneytinu. Stefnt hefur verið að innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu hjá sýslumannsembættunum sem hefur gengið mun hægar en vonir stóðu til. Brýnt er að sú innleiðing gangi hraðar fyrir sig þar sem töluverð þjónustuskerðing hefur verið við íbúa í Múlaþingi síðustu ár vegna rekstrarvanda embættisins. Ríkið hefur engan veginn staðið við gefin fyrirheit sem hefur leitt af sér skertan opnunartíma skrifstofa, lengri afgreiðslutíma mála auk þess sem starfsfólki hefur fækkað hjá embættinu á Seyðisfirði um 18% frá sameiningu sýslumannsembættanna í byrjun árs 2015. Þó svo að ekki standi til að loka neinni af núverandi skrifstofum embættanna má segja að sporin hræði og gefi ekki tilefni til bjartsýni. Málið er sérstaklega alvarlegt þegar hugsað er til þess að hvert einasta starf skiptir máli í byggðum úti á landi þar sem atvinnulífið er heldur einhæft. Það hefur verið tilhneiging hjá ríkinu að fækka opinberum störfum á landsbyggðinni en þenja út báknið í höfuðborginni. Með hömlunum sem fylgdu covid lærðu fyrirtæki og stofnanir að treysta á rafrænar lausnir. Fólk vann að heiman, fjarvinnustöðvar og fjarfundabúnaður eru til um allt land og staðsetning starfsmanna skipti sífellt minna máli hjá fyrirtækjum. Með þessum breytta veruleika er kjörið tækifæri fyrir ríkið að dreifa verkefnum í meiri mæli um landið og sýna að það beri hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti. Íbúar kalla eftir raunverulegri byggðastefnu og að hún sé ekki bara í orði. Það er ekkert til fyrirstöðu, nema hugsanlega viljinn. Höfundur er oddviti Austurlistans og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Skoðun: Kosningar 2022 Byggðamál Stjórnsýsla Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið gaf Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, það út að fækka ætti embættum sýslumanna úr níu í eitt sem á að vera staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi um áramótin 2023/2024. Þessar fréttir koma verulega á óvart því slíkar áherslur hafa ekki verið í umræðunni og hvergi má finna neitt um þessar breytingar í stjórnarsáttmála ríkissjórnarinnar. Árið 2015 var embættum sýslumanna fækkað úr 24 í 9 ásamt því að löggæsla var að fullu aðskilin frá þeim. Þetta var gert undir þeim formerkjum að styrkja ætti embættin og þannig ættu þau betur að geta sinnt lögbundnum skyldum sínum. Eins átti breytingin að auðvelda þeim að taka að sér ný og aukin verkefni. Það reyndist öðru nær. Stjórnsýsluúttekt sem nýverið var gefin út af Ríkisendurskoðun, um samanburð á sýslumannsembættum frá 2019, sýnir fram á að ekki fylgdi nægilegt fjármagn þegar embættunum var fækkað og allar götur síðan hefur ítrekað verið bent á erfiða rekstrarstöðu embættanna án þess að á það hafi verið hlustað í ráðuneytinu. Stefnt hefur verið að innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu hjá sýslumannsembættunum sem hefur gengið mun hægar en vonir stóðu til. Brýnt er að sú innleiðing gangi hraðar fyrir sig þar sem töluverð þjónustuskerðing hefur verið við íbúa í Múlaþingi síðustu ár vegna rekstrarvanda embættisins. Ríkið hefur engan veginn staðið við gefin fyrirheit sem hefur leitt af sér skertan opnunartíma skrifstofa, lengri afgreiðslutíma mála auk þess sem starfsfólki hefur fækkað hjá embættinu á Seyðisfirði um 18% frá sameiningu sýslumannsembættanna í byrjun árs 2015. Þó svo að ekki standi til að loka neinni af núverandi skrifstofum embættanna má segja að sporin hræði og gefi ekki tilefni til bjartsýni. Málið er sérstaklega alvarlegt þegar hugsað er til þess að hvert einasta starf skiptir máli í byggðum úti á landi þar sem atvinnulífið er heldur einhæft. Það hefur verið tilhneiging hjá ríkinu að fækka opinberum störfum á landsbyggðinni en þenja út báknið í höfuðborginni. Með hömlunum sem fylgdu covid lærðu fyrirtæki og stofnanir að treysta á rafrænar lausnir. Fólk vann að heiman, fjarvinnustöðvar og fjarfundabúnaður eru til um allt land og staðsetning starfsmanna skipti sífellt minna máli hjá fyrirtækjum. Með þessum breytta veruleika er kjörið tækifæri fyrir ríkið að dreifa verkefnum í meiri mæli um landið og sýna að það beri hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti. Íbúar kalla eftir raunverulegri byggðastefnu og að hún sé ekki bara í orði. Það er ekkert til fyrirstöðu, nema hugsanlega viljinn. Höfundur er oddviti Austurlistans og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun