Kanna hagkvæmni þess að byggja áburðarverksmiðju Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2022 23:23 Áburðarverksmiðja var starfrækt í Gufunesi í hartnær hálfa öld. Stöð 2/Skjáskot. Ný áburðarverksmiðja gæti risið á Íslandi. Þrjú fyrirtæki, HS Orka, Kaupfélag Skagfirðinga og Fóðurblandan, hafa ákveðið að kanna hagkvæmni þess að reisa verksmiðju til framleiðslu á tilbúnum áburði og er stefnt að niðurstöðu í haust. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að Áburðarverksmiðja ríkisins í Gufunesi var fyrsta orkufreka stóriðjan á Íslandi, reist á árunum 1952 til 1954. Samtímis var Írafossvirkjun byggð við Sogið sem þá var stærsta virkjun landsins. Írafossvirkjun í Soginu var byggð á sama tíma og Áburðarverksmiðjan í Gufunesi og mætti orkuþörf hennar.Stöð 2/Einar Árnason. Áburðarverksmiðjan var síðar seld einkaaðilum en áburðarframleiðslu lauk þar árið 2002 þegar Reykjavíkurborg keypti verksmiðjusvæðið. Síðan hafa Íslendingar keypt allan sinn áburð frá útlöndum, milli 45 og 50 þúsund tonn á ári, og má áætla að áburðarkaupin kosti þjóðina milli fjóra og fimm milljarða króna í gjaldeyri á þessu ári. En núna hafa þrír aðilar sameinast um að skoða hagkvæmni þess að reisa nýja áburðarverksmiðju á Íslandi. Fulltrúar HS Orku, Kaupfélags Skagfirðinga og Fóðurblöndunnar, dótturfélags KS, undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í dag. Áburður hífður á land á Sauðárkróki úr norsku flutningaskipi í marsmánuði 2018.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Að sögn talsmanna þeirra liggur ekkert fyrir um hvar verksmiðjan yrði staðsett á landinu. Æskilega staðsetningu segja þeir þó nálægt orkuveri og höfn sem og stærsta markaðssvæðinu, Suðurlandi. Samstarfið felur í sér að kanna framleiðslu áburðar með grænni íslenskri orku fyrir innanlandsmarkað fyrir bændur og aðra sem þarfnast hans til ræktunar. Jafnframt á að kanna hvort raunhæft sé að flytja út áburð á erlenda markaði og er gert ráð fyrir að hagkvæmniathuguninni verði lokið í september á þessu ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Orkumál Skagafjörður Stóriðja Tengdar fréttir Sauðfjárbændur að kikna undan verðhækkunum á áburði og olíu Sauðfjárbændur um land allt hafa miklar áhyggjur af afkomunni eftir tvöföldun áburðarverðs og olíuverðshækkanir. Talsmaður greinarinnar óttast að ásettu fé geti fækkað um allt að fjórðung í haust. Bændur í Hrútafirði hafa þó svartan húmor og gera grín að afleitri stöðu. 28. mars 2022 23:10 Áburðarflutningar boða vorkomuna í Skagafirði Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir. 23. mars 2018 20:30 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að Áburðarverksmiðja ríkisins í Gufunesi var fyrsta orkufreka stóriðjan á Íslandi, reist á árunum 1952 til 1954. Samtímis var Írafossvirkjun byggð við Sogið sem þá var stærsta virkjun landsins. Írafossvirkjun í Soginu var byggð á sama tíma og Áburðarverksmiðjan í Gufunesi og mætti orkuþörf hennar.Stöð 2/Einar Árnason. Áburðarverksmiðjan var síðar seld einkaaðilum en áburðarframleiðslu lauk þar árið 2002 þegar Reykjavíkurborg keypti verksmiðjusvæðið. Síðan hafa Íslendingar keypt allan sinn áburð frá útlöndum, milli 45 og 50 þúsund tonn á ári, og má áætla að áburðarkaupin kosti þjóðina milli fjóra og fimm milljarða króna í gjaldeyri á þessu ári. En núna hafa þrír aðilar sameinast um að skoða hagkvæmni þess að reisa nýja áburðarverksmiðju á Íslandi. Fulltrúar HS Orku, Kaupfélags Skagfirðinga og Fóðurblöndunnar, dótturfélags KS, undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í dag. Áburður hífður á land á Sauðárkróki úr norsku flutningaskipi í marsmánuði 2018.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Að sögn talsmanna þeirra liggur ekkert fyrir um hvar verksmiðjan yrði staðsett á landinu. Æskilega staðsetningu segja þeir þó nálægt orkuveri og höfn sem og stærsta markaðssvæðinu, Suðurlandi. Samstarfið felur í sér að kanna framleiðslu áburðar með grænni íslenskri orku fyrir innanlandsmarkað fyrir bændur og aðra sem þarfnast hans til ræktunar. Jafnframt á að kanna hvort raunhæft sé að flytja út áburð á erlenda markaði og er gert ráð fyrir að hagkvæmniathuguninni verði lokið í september á þessu ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Orkumál Skagafjörður Stóriðja Tengdar fréttir Sauðfjárbændur að kikna undan verðhækkunum á áburði og olíu Sauðfjárbændur um land allt hafa miklar áhyggjur af afkomunni eftir tvöföldun áburðarverðs og olíuverðshækkanir. Talsmaður greinarinnar óttast að ásettu fé geti fækkað um allt að fjórðung í haust. Bændur í Hrútafirði hafa þó svartan húmor og gera grín að afleitri stöðu. 28. mars 2022 23:10 Áburðarflutningar boða vorkomuna í Skagafirði Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir. 23. mars 2018 20:30 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Sauðfjárbændur að kikna undan verðhækkunum á áburði og olíu Sauðfjárbændur um land allt hafa miklar áhyggjur af afkomunni eftir tvöföldun áburðarverðs og olíuverðshækkanir. Talsmaður greinarinnar óttast að ásettu fé geti fækkað um allt að fjórðung í haust. Bændur í Hrútafirði hafa þó svartan húmor og gera grín að afleitri stöðu. 28. mars 2022 23:10
Áburðarflutningar boða vorkomuna í Skagafirði Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir. 23. mars 2018 20:30