Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. mars 2022 23:27 Augnablikið örlagaríka. AP Photo/Chris Pizzello Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Bandarísku kvikmyndaakademíunni þar sem jafn framt kemur fram að akademían hafi hafið rannsókn á kinnhestinum. „Hr. Smith var beðinn um að yfirgefa salinn en hann neitaði því. Við áttum okkur á því að við hefðum getað tekið betur á málinu þegar það gerðist,“ segir í yfirlýsingunni. Smith sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. Skömmu síðar var Smith útnefndur besti leikari aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni King Richard. Smith hefur beðist afsökunar á kinnhestinum. Akademían gaf það út síðastliðinn mánudag að hún myndi rannsaka kinnhestinn og að Smith yrði líklega refsað vegna atviksins. Akademían segir í yfirlýsingunni nú að rannsókn sé hafin og að kinnhesturinn varði við siðareglur akademíunnar. Líklegt er að málið verði tekið fyrir á næsta stjórnarfundi hennar, þann 18. apríl. Líklegt er talið að Smith verði annað hvort vikið tímabundið úr akademíunni eða rekinn úr henni. Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Tengdar fréttir Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42 Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41 Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28 Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42 Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Bandarísku kvikmyndaakademíunni þar sem jafn framt kemur fram að akademían hafi hafið rannsókn á kinnhestinum. „Hr. Smith var beðinn um að yfirgefa salinn en hann neitaði því. Við áttum okkur á því að við hefðum getað tekið betur á málinu þegar það gerðist,“ segir í yfirlýsingunni. Smith sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. Skömmu síðar var Smith útnefndur besti leikari aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni King Richard. Smith hefur beðist afsökunar á kinnhestinum. Akademían gaf það út síðastliðinn mánudag að hún myndi rannsaka kinnhestinn og að Smith yrði líklega refsað vegna atviksins. Akademían segir í yfirlýsingunni nú að rannsókn sé hafin og að kinnhesturinn varði við siðareglur akademíunnar. Líklegt er að málið verði tekið fyrir á næsta stjórnarfundi hennar, þann 18. apríl. Líklegt er talið að Smith verði annað hvort vikið tímabundið úr akademíunni eða rekinn úr henni.
Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Tengdar fréttir Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42 Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41 Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28 Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42 Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Sjá meira
Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42
Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41
Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28
Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42