Rauðar fjaðrir verða leiðsöguhundar fyrir blinda og sjónskerta Sigþór U. Hallfreðsson og Þorkell Cyrusson skrifa 30. mars 2022 06:30 Leiðsöguhundar eru gríðarlega öflugt hjálpartæki fyrir blint og verulega sjónskert fólk og veita þeir notendum mikið frelsi og aukið öryggi auk þess sem þeir eru ekki síður góðir félagar og mörg dæmi um að þeir hafi rofið félagslega einangrun fólks og þannig stuðlað að virkari þátttöku blinds og sjónskerts fólks í samfélaginu. Tólf sérþjálfaðir leiðsöguhundar hafa fengist hingað til lands á undanförnum árum en þörf er á átaki til að tryggja fleiri hunda hingað til lands, bæði til nýrra notanda og svo til að leysa þá hunda af hólmi sem komnir eru á starfslokaaldur. Til þess þurfa blindir og sjónskertir þína aðstoð. Rauðar fjaðrir og aðrar driffjaðrir góðs samfélags Blindrafélagið beitir sér fyrir því að tryggja félagsmönnum sínum aðgang að þjálfuðum leiðsöguhundum. Um og yfir 90% þeirra fjármuna sem Blindrafélagið þarf til að halda úti mikilvægri starfsemi og þjónustu er sjálfsaflafé. Stuðningur almennings og samtakamáttur í gegnum hreyfingar á borð við Lions, sem sér um sölu á rauðu fjöðrinni á Íslandi, hafa því verið helsti drifkraftur við fjármögnun mikilvægra hjálpartækja á borð við leiðsöguhunda. Þátttaka þín og forseta Íslands Lionshreyfingin og Blindrafélagið hafa tekið höndum saman um átak til að tryggja framboð af leiðsöguhundum í landinu með sölu á rauðu fjöðrinni dagana 31. mars til 3. apríl. Verndari söfnunarinnar er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, en hann mun kaupa fyrstu fjöðrina við hátíðlega athöfn á Bessastöðum kl. 14:30 í dag. Brýn þörf fyrir fleiri hunda fyrir blinda og sjónskerta Í þessari landssöfnun Lionshreyfingarinnar undir merkjum rauðu fjaðrarinnar er það nýmæli að styrkþeginn, Blindrafélagið, kemur mun meira að verkefninu með virkri þátttöku en í fyrri söfnunum, enda er þörfin brýn. Við hvetjum þig að vera með í þessari söfnun og sjá til þess að fleira blint og sjónskert fólk geti öðlast meira sjálfstæði í lífinu með hjálp leiðsöguhunda. Saman byggjum við betra samfélag. Höfundar eru formaður Blindrafélagsins og fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Jafnréttismál Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Leiðsöguhundar eru gríðarlega öflugt hjálpartæki fyrir blint og verulega sjónskert fólk og veita þeir notendum mikið frelsi og aukið öryggi auk þess sem þeir eru ekki síður góðir félagar og mörg dæmi um að þeir hafi rofið félagslega einangrun fólks og þannig stuðlað að virkari þátttöku blinds og sjónskerts fólks í samfélaginu. Tólf sérþjálfaðir leiðsöguhundar hafa fengist hingað til lands á undanförnum árum en þörf er á átaki til að tryggja fleiri hunda hingað til lands, bæði til nýrra notanda og svo til að leysa þá hunda af hólmi sem komnir eru á starfslokaaldur. Til þess þurfa blindir og sjónskertir þína aðstoð. Rauðar fjaðrir og aðrar driffjaðrir góðs samfélags Blindrafélagið beitir sér fyrir því að tryggja félagsmönnum sínum aðgang að þjálfuðum leiðsöguhundum. Um og yfir 90% þeirra fjármuna sem Blindrafélagið þarf til að halda úti mikilvægri starfsemi og þjónustu er sjálfsaflafé. Stuðningur almennings og samtakamáttur í gegnum hreyfingar á borð við Lions, sem sér um sölu á rauðu fjöðrinni á Íslandi, hafa því verið helsti drifkraftur við fjármögnun mikilvægra hjálpartækja á borð við leiðsöguhunda. Þátttaka þín og forseta Íslands Lionshreyfingin og Blindrafélagið hafa tekið höndum saman um átak til að tryggja framboð af leiðsöguhundum í landinu með sölu á rauðu fjöðrinni dagana 31. mars til 3. apríl. Verndari söfnunarinnar er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, en hann mun kaupa fyrstu fjöðrina við hátíðlega athöfn á Bessastöðum kl. 14:30 í dag. Brýn þörf fyrir fleiri hunda fyrir blinda og sjónskerta Í þessari landssöfnun Lionshreyfingarinnar undir merkjum rauðu fjaðrarinnar er það nýmæli að styrkþeginn, Blindrafélagið, kemur mun meira að verkefninu með virkri þátttöku en í fyrri söfnunum, enda er þörfin brýn. Við hvetjum þig að vera með í þessari söfnun og sjá til þess að fleira blint og sjónskert fólk geti öðlast meira sjálfstæði í lífinu með hjálp leiðsöguhunda. Saman byggjum við betra samfélag. Höfundar eru formaður Blindrafélagsins og fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun