Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2022 19:41 Þessi mynd fer í sögubækurnar. (AP Photo/Chris Pizzello) Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. Það vakti gríðarlega athygli í nótt þegar Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum. Sá síðarnefndi hafði sagt brandara um eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith. Brandari Rock snerist um að Jada Pinkett minnti á karakterinn G.I. Jane sem Demi Moore lék í samnefndri bíómynd á tíunda áratug síðustu aldar. Jada Pinkett er krúnurökuð en hún hefur talað opinberlega um að hún glími við hárlos. Heyra mátti saumnál detta í salnum þar sem Rock reyndi að halda andliti eftir uppákomuna óvæntu. Snemma í morgun gaf Bandaríska kvikmyndaakademían út stutta yfirlýsingu á Twitter, þar sem fram kom að akademían gæti ekki samþykkt ofbeldi af neinu tagi. The Academy does not condone violence of any form.Tonight we are delighted to celebrate our 94th Academy Awards winners, who deserve this moment of recognition from their peers and movie lovers around the world.— The Academy (@TheAcademy) March 28, 2022 Í kvöld sendi hún frá sér ítarlegri yfirlýsingu, þar sem hegðun Smith var fordæmd og því heitið að formleg rannsókn færi fram á uppákomunni. „Akademían fordæmir gjörðir Hr. Smith á verðlaunaathöfninni,“ er haft eftir talsmanni hennar á vef Variety. „Við höfum hafið formlega rannsókn á atvikinu og munum kanna frekar hvaða afleiðingar það mun hafa miðað við reglur og siðareglur okkar og þau lög sem eru í gildi í Kaliforníu,“ er einnig haft eftir talsmanninum. Will Smith var kampakátur með styttuna frægu, sem hann hlaut fyrir besta leik í aðalhlutverki karla fyrir leik hans í kvikmyndinni King Richard.AP Líklegt þykir að Smith muni þurfa að gjalda fyrir kinnhestinn á einhvern hátt, en í frétt Variety segir að ólíklegt sé að Óskarverðlaunin, sem hann hlaut fyrir besta leik í aðalhlutverki, skömmu eftir kinnhestinn, verði tekin af honum. Komið hefur fram að Chris Rock ætli sér ekki að kæra kinnhestinn til lögreglu. Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Tengdar fréttir Bradley Cooper og Denzel Washington ræddu við Will Smith eftir atvikið Leikararnir Bradley Cooper, Denzel Washington og Tyler Perry ræddu allir við Will Smith eftir að hann sló Chris Rock á Óskarnum í nótt. 28. mars 2022 09:41 Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42 Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28 Mest lesið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Fleiri fréttir Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Sjá meira
Það vakti gríðarlega athygli í nótt þegar Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum. Sá síðarnefndi hafði sagt brandara um eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith. Brandari Rock snerist um að Jada Pinkett minnti á karakterinn G.I. Jane sem Demi Moore lék í samnefndri bíómynd á tíunda áratug síðustu aldar. Jada Pinkett er krúnurökuð en hún hefur talað opinberlega um að hún glími við hárlos. Heyra mátti saumnál detta í salnum þar sem Rock reyndi að halda andliti eftir uppákomuna óvæntu. Snemma í morgun gaf Bandaríska kvikmyndaakademían út stutta yfirlýsingu á Twitter, þar sem fram kom að akademían gæti ekki samþykkt ofbeldi af neinu tagi. The Academy does not condone violence of any form.Tonight we are delighted to celebrate our 94th Academy Awards winners, who deserve this moment of recognition from their peers and movie lovers around the world.— The Academy (@TheAcademy) March 28, 2022 Í kvöld sendi hún frá sér ítarlegri yfirlýsingu, þar sem hegðun Smith var fordæmd og því heitið að formleg rannsókn færi fram á uppákomunni. „Akademían fordæmir gjörðir Hr. Smith á verðlaunaathöfninni,“ er haft eftir talsmanni hennar á vef Variety. „Við höfum hafið formlega rannsókn á atvikinu og munum kanna frekar hvaða afleiðingar það mun hafa miðað við reglur og siðareglur okkar og þau lög sem eru í gildi í Kaliforníu,“ er einnig haft eftir talsmanninum. Will Smith var kampakátur með styttuna frægu, sem hann hlaut fyrir besta leik í aðalhlutverki karla fyrir leik hans í kvikmyndinni King Richard.AP Líklegt þykir að Smith muni þurfa að gjalda fyrir kinnhestinn á einhvern hátt, en í frétt Variety segir að ólíklegt sé að Óskarverðlaunin, sem hann hlaut fyrir besta leik í aðalhlutverki, skömmu eftir kinnhestinn, verði tekin af honum. Komið hefur fram að Chris Rock ætli sér ekki að kæra kinnhestinn til lögreglu.
Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Tengdar fréttir Bradley Cooper og Denzel Washington ræddu við Will Smith eftir atvikið Leikararnir Bradley Cooper, Denzel Washington og Tyler Perry ræddu allir við Will Smith eftir að hann sló Chris Rock á Óskarnum í nótt. 28. mars 2022 09:41 Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42 Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28 Mest lesið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Fleiri fréttir Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Sjá meira
Bradley Cooper og Denzel Washington ræddu við Will Smith eftir atvikið Leikararnir Bradley Cooper, Denzel Washington og Tyler Perry ræddu allir við Will Smith eftir að hann sló Chris Rock á Óskarnum í nótt. 28. mars 2022 09:41
Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42
Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28