Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum Snorri Másson skrifar 27. mars 2022 13:51 Hafrún Elísa Sigurðarsdóttir er verkefnastjóri og sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Rauða krossinum. Rauði krossinn Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að ef slakað yrði verulega á löggjöf um fíkniefni kynni það að stórauka aðgengi að efnunum, og þannig valda þróun sem væri mjög óæskileg. Hann vilji fara mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi. Á sama tíma er heilbrigðisráðherra í hans ríkisstjórn með frumvarp í vinnslu um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Hart er brugðist við þessum ummælum ráðherra. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir á Twitter að þau afhjúpi vanþekkingu á málaflokknum. Hafrún Elísa Sigurðardóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Rauða krossnum, segir ráðherra rugla saman afglæpavæðingu og lögleiðingu. „Ég held að þetta sé mjög alvarlegt, að halda áfram að refsa fólki og eins og við sjáum hefur refsistefnan ekki neitt upp á sig og er bara hættuleg. Við viljum sjá breytingar á því,“ segir Hafrún Elísa. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur sagst vilja treysta meðferðarúrræði áður en ráðist verði í afglæpavæðingu. „Ég er alveg sammála að það er mikið úrræðaleysi í þessum málaflokki á Íslandi og ég er alveg sammála að það þurfi að bæta úrræðin, en ég held að það ætti ekki að þurfa að standa í vegi fyrir að við getum afglæpavætt neysluskammta,“ segir Hafrún. Hafrún mælir með því að ráðherrarnir ræði við fórnarlömb refsistefnunnar til að kynnast áhrifum hennar. „Ég myndi hvetja ráðherrana til að kynna sér aðeins skaðaminnkandi hugmyndafræði og gagnreynda þekkingu og rannsóknir annars staðar í heiminum þar sem afglæpavæðing hefur verið tekin upp,“ segir Hafrún Elísa. 1. Að lögleiða felur í sér að setja reglur utan um vímuefnin. Að afnema refsistefnu stjórnvalda gagnvart vímuefnanotendum felur ekki í sér regluvæðingu. Nú er Bjarni að fletta ofan af vanþekkingu sinni með því að rugla saman afglæpavæðingu og lögleiðingu.https://t.co/WzpZs9bunG— Halldóra Mogensen (@Halldoramog) March 26, 2022 Fíkniefnabrot Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að ef slakað yrði verulega á löggjöf um fíkniefni kynni það að stórauka aðgengi að efnunum, og þannig valda þróun sem væri mjög óæskileg. Hann vilji fara mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi. Á sama tíma er heilbrigðisráðherra í hans ríkisstjórn með frumvarp í vinnslu um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Hart er brugðist við þessum ummælum ráðherra. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir á Twitter að þau afhjúpi vanþekkingu á málaflokknum. Hafrún Elísa Sigurðardóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Rauða krossnum, segir ráðherra rugla saman afglæpavæðingu og lögleiðingu. „Ég held að þetta sé mjög alvarlegt, að halda áfram að refsa fólki og eins og við sjáum hefur refsistefnan ekki neitt upp á sig og er bara hættuleg. Við viljum sjá breytingar á því,“ segir Hafrún Elísa. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur sagst vilja treysta meðferðarúrræði áður en ráðist verði í afglæpavæðingu. „Ég er alveg sammála að það er mikið úrræðaleysi í þessum málaflokki á Íslandi og ég er alveg sammála að það þurfi að bæta úrræðin, en ég held að það ætti ekki að þurfa að standa í vegi fyrir að við getum afglæpavætt neysluskammta,“ segir Hafrún. Hafrún mælir með því að ráðherrarnir ræði við fórnarlömb refsistefnunnar til að kynnast áhrifum hennar. „Ég myndi hvetja ráðherrana til að kynna sér aðeins skaðaminnkandi hugmyndafræði og gagnreynda þekkingu og rannsóknir annars staðar í heiminum þar sem afglæpavæðing hefur verið tekin upp,“ segir Hafrún Elísa. 1. Að lögleiða felur í sér að setja reglur utan um vímuefnin. Að afnema refsistefnu stjórnvalda gagnvart vímuefnanotendum felur ekki í sér regluvæðingu. Nú er Bjarni að fletta ofan af vanþekkingu sinni með því að rugla saman afglæpavæðingu og lögleiðingu.https://t.co/WzpZs9bunG— Halldóra Mogensen (@Halldoramog) March 26, 2022
Fíkniefnabrot Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51