Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum Snorri Másson skrifar 27. mars 2022 13:51 Hafrún Elísa Sigurðarsdóttir er verkefnastjóri og sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Rauða krossinum. Rauði krossinn Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að ef slakað yrði verulega á löggjöf um fíkniefni kynni það að stórauka aðgengi að efnunum, og þannig valda þróun sem væri mjög óæskileg. Hann vilji fara mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi. Á sama tíma er heilbrigðisráðherra í hans ríkisstjórn með frumvarp í vinnslu um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Hart er brugðist við þessum ummælum ráðherra. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir á Twitter að þau afhjúpi vanþekkingu á málaflokknum. Hafrún Elísa Sigurðardóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Rauða krossnum, segir ráðherra rugla saman afglæpavæðingu og lögleiðingu. „Ég held að þetta sé mjög alvarlegt, að halda áfram að refsa fólki og eins og við sjáum hefur refsistefnan ekki neitt upp á sig og er bara hættuleg. Við viljum sjá breytingar á því,“ segir Hafrún Elísa. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur sagst vilja treysta meðferðarúrræði áður en ráðist verði í afglæpavæðingu. „Ég er alveg sammála að það er mikið úrræðaleysi í þessum málaflokki á Íslandi og ég er alveg sammála að það þurfi að bæta úrræðin, en ég held að það ætti ekki að þurfa að standa í vegi fyrir að við getum afglæpavætt neysluskammta,“ segir Hafrún. Hafrún mælir með því að ráðherrarnir ræði við fórnarlömb refsistefnunnar til að kynnast áhrifum hennar. „Ég myndi hvetja ráðherrana til að kynna sér aðeins skaðaminnkandi hugmyndafræði og gagnreynda þekkingu og rannsóknir annars staðar í heiminum þar sem afglæpavæðing hefur verið tekin upp,“ segir Hafrún Elísa. 1. Að lögleiða felur í sér að setja reglur utan um vímuefnin. Að afnema refsistefnu stjórnvalda gagnvart vímuefnanotendum felur ekki í sér regluvæðingu. Nú er Bjarni að fletta ofan af vanþekkingu sinni með því að rugla saman afglæpavæðingu og lögleiðingu.https://t.co/WzpZs9bunG— Halldóra Mogensen (@Halldoramog) March 26, 2022 Fíkniefnabrot Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir „Fólk með vímefnavanda úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að ef slakað yrði verulega á löggjöf um fíkniefni kynni það að stórauka aðgengi að efnunum, og þannig valda þróun sem væri mjög óæskileg. Hann vilji fara mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi. Á sama tíma er heilbrigðisráðherra í hans ríkisstjórn með frumvarp í vinnslu um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Hart er brugðist við þessum ummælum ráðherra. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir á Twitter að þau afhjúpi vanþekkingu á málaflokknum. Hafrún Elísa Sigurðardóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Rauða krossnum, segir ráðherra rugla saman afglæpavæðingu og lögleiðingu. „Ég held að þetta sé mjög alvarlegt, að halda áfram að refsa fólki og eins og við sjáum hefur refsistefnan ekki neitt upp á sig og er bara hættuleg. Við viljum sjá breytingar á því,“ segir Hafrún Elísa. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur sagst vilja treysta meðferðarúrræði áður en ráðist verði í afglæpavæðingu. „Ég er alveg sammála að það er mikið úrræðaleysi í þessum málaflokki á Íslandi og ég er alveg sammála að það þurfi að bæta úrræðin, en ég held að það ætti ekki að þurfa að standa í vegi fyrir að við getum afglæpavætt neysluskammta,“ segir Hafrún. Hafrún mælir með því að ráðherrarnir ræði við fórnarlömb refsistefnunnar til að kynnast áhrifum hennar. „Ég myndi hvetja ráðherrana til að kynna sér aðeins skaðaminnkandi hugmyndafræði og gagnreynda þekkingu og rannsóknir annars staðar í heiminum þar sem afglæpavæðing hefur verið tekin upp,“ segir Hafrún Elísa. 1. Að lögleiða felur í sér að setja reglur utan um vímuefnin. Að afnema refsistefnu stjórnvalda gagnvart vímuefnanotendum felur ekki í sér regluvæðingu. Nú er Bjarni að fletta ofan af vanþekkingu sinni með því að rugla saman afglæpavæðingu og lögleiðingu.https://t.co/WzpZs9bunG— Halldóra Mogensen (@Halldoramog) March 26, 2022
Fíkniefnabrot Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir „Fólk með vímefnavanda úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51