Kynferðisofbeldi og pyndingar í busavígslu rússneska hersins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. mars 2022 16:01 Sérfræðingar segja illa farið með unga rússneska hermenn í herþjálfuninni. EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY Sérfræðingar segja ljóst að liðsandi innan rússneska hersins fari ört versnandi. Um tuttugu og fimm prósent af her Rússa séu karlmenn á tvítugsaldri sem séu margir ungir og óreyndir. Þá sé algengt að nýliðar í hernum séu beittir kynferðisofbeldi og pyndingum í „busavígslu.“ Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum og Jón Ólafsson prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands ræddu málin á Sprengisandi í morgun. Þau segja fullkomlega ljóst að liðsandi innan Rússahers sé stórt vandamál. Fréttir hafa meðal annars borist af því að hermenn Rússa hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum. Busavígslan viðbjóðslegt form af ofbeldi Brynja Huld segir að svokölluð busavígsla hafi lengi tíðkast við móttöku nýliða í rússneska hernum. Aðferðunum sem Rússar beiti séu oft og tíðum grófar og til þess fallnar að grafa undan liðsanda. „Þessi busavígsla sem er í rauninni viðbjóðslegt form af ofbeldi, þar sem nýliðar í hernum eru beittir kynferðisofbeldi, þeim er haldið vakandi í lengri tíma, þeir eru pyntaðir og neyddir til að pynta og beita aðra ofbeldi. Það gerir það kannski að verkum að það sé ekki mikill liðsandi. Og almennt í herfræðunum þá er það oft það mikilvægasta í hvata herdeilda, [það] er tengingin milli eða samböndin milli einstaklinga. Þessi tilfinningatengsl og svona bolmagn milli herdeildanna er gífurlega mikill hvati. Og þessi hvati er eða tilfinningatengsl eru mjög löskuð. Ef þú ert með að þú ert með kannski 25% innan hersins sem hafa verið beittir hafa verið ofbeldi af öðrum í hernum,“ segir Brynja Huld. Rússneskir fjölmiðlar minnist ekki á unga hermenn Jón tekur í sama streng og segir að rekja megi busavígsluna til Sovétríkjanna. Hann voni þó að vígslan hafi skánað nú á síðari árum en það hafi verið mikið til umræðu í Rússlandi hve illa sé farið með þá sem þurfi að gegna herþjónustu. Mennirnir ungu komi gjarnan alveg bugaðir úr hernum jafnvel þótt þeir hafi ekki þurft að taka þátt í bardögum. „Í fjölmiðlum í Rússlandi er ekki talað um það að það séu ungir menn þarna. Þetta er séraðgerð samkvæmt þeim og það þýðir að það séu officerar í henni. En við sjáum það bara af þeim sem hafa verið sýndir fallnir eða teknir til fanga, þá eru tuttugu og fimm prósent örugglega nærri lagi,“ segir Jón. Hann segir að erfitt sé að ganga að því vísu að ungu mennirnir, sem margir fari tilneyddir í herinn vegna herkvaðningar, séu undirbúnir fyrir átökin. „Þá er ótrúlega auðvelt að spyrja, myndirðu fórna lífi þínu fyrir einhvern sem hefur beitt þig grófu ofbeldi og treystirðu þeim sem pynti þig til að bera hag þinn fyrir brjósti á vígvellinum? Og ég held að þetta spili ótrúlega mikið inn í móralinn hjá rússneska hernum,“ segir Brynja Huld. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sprengisandur Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum og Jón Ólafsson prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands ræddu málin á Sprengisandi í morgun. Þau segja fullkomlega ljóst að liðsandi innan Rússahers sé stórt vandamál. Fréttir hafa meðal annars borist af því að hermenn Rússa hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum. Busavígslan viðbjóðslegt form af ofbeldi Brynja Huld segir að svokölluð busavígsla hafi lengi tíðkast við móttöku nýliða í rússneska hernum. Aðferðunum sem Rússar beiti séu oft og tíðum grófar og til þess fallnar að grafa undan liðsanda. „Þessi busavígsla sem er í rauninni viðbjóðslegt form af ofbeldi, þar sem nýliðar í hernum eru beittir kynferðisofbeldi, þeim er haldið vakandi í lengri tíma, þeir eru pyntaðir og neyddir til að pynta og beita aðra ofbeldi. Það gerir það kannski að verkum að það sé ekki mikill liðsandi. Og almennt í herfræðunum þá er það oft það mikilvægasta í hvata herdeilda, [það] er tengingin milli eða samböndin milli einstaklinga. Þessi tilfinningatengsl og svona bolmagn milli herdeildanna er gífurlega mikill hvati. Og þessi hvati er eða tilfinningatengsl eru mjög löskuð. Ef þú ert með að þú ert með kannski 25% innan hersins sem hafa verið beittir hafa verið ofbeldi af öðrum í hernum,“ segir Brynja Huld. Rússneskir fjölmiðlar minnist ekki á unga hermenn Jón tekur í sama streng og segir að rekja megi busavígsluna til Sovétríkjanna. Hann voni þó að vígslan hafi skánað nú á síðari árum en það hafi verið mikið til umræðu í Rússlandi hve illa sé farið með þá sem þurfi að gegna herþjónustu. Mennirnir ungu komi gjarnan alveg bugaðir úr hernum jafnvel þótt þeir hafi ekki þurft að taka þátt í bardögum. „Í fjölmiðlum í Rússlandi er ekki talað um það að það séu ungir menn þarna. Þetta er séraðgerð samkvæmt þeim og það þýðir að það séu officerar í henni. En við sjáum það bara af þeim sem hafa verið sýndir fallnir eða teknir til fanga, þá eru tuttugu og fimm prósent örugglega nærri lagi,“ segir Jón. Hann segir að erfitt sé að ganga að því vísu að ungu mennirnir, sem margir fari tilneyddir í herinn vegna herkvaðningar, séu undirbúnir fyrir átökin. „Þá er ótrúlega auðvelt að spyrja, myndirðu fórna lífi þínu fyrir einhvern sem hefur beitt þig grófu ofbeldi og treystirðu þeim sem pynti þig til að bera hag þinn fyrir brjósti á vígvellinum? Og ég held að þetta spili ótrúlega mikið inn í móralinn hjá rússneska hernum,“ segir Brynja Huld. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sprengisandur Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira