Borgarstjóranum sleppt eftir mótmæli úkraínsks almennings Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. mars 2022 19:29 Rússaher hefur mætt mikilli mótspyrnu almennra borgara víða um Úkraínu. EPA/SERGEI ILNITSKY Rússneski herinn hefur sleppt borgarstjóra úkraínsku borgarinnar Slavútítsj, skammt frá Tjernóbyl í norðurhluta Úkraínu, eftir kröftug mótmæli íbúa. Rússar hafa tekið völd í borginni og handtóku borgarstjórann, við lítinn fögnuð íbúa Slavútítsj. Fjöldi fólks kom saman á aðaltorgi borgarinnar, óvopnað, til þess að mótmæla handtöku Júrí Fomitsjev og veru rússneskra hersveita í bænum. Samkvæmt Guardian reyndu hermenn að leysa upp mótmælin með því að skjóta upp í loft úr byssum sínum og nota hvellsprengjur. Það hafi hins vegar haft allt annað en tilætluð áhrif, og orðið þess valdandi að mótmælin urðu fjölmennari. Að endingu hafi borgarstjóranum verið sleppt úr haldi og herinn gert samkomulag við borgina um að fara þaðan, ef íbúar myndu afhenda borgarstjóranum vopn sín. Þó var undanþága gerð fyrir þá sem eiga veiðiriffla. Fomitsjev ku hafa sagt mótmælendum að með þessu vildu Rússar tryggja að enginn frá úkraínska hernum væri í borginni. Málið er enn eitt dæmi þeirrar miklu mótspyrnu sem rússneski innrásarherinn hefur mætt frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir rúmum mánuði síðan. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Öflugar loftárásir gerðar á Lviv Kröftugar loftárásir hafa verið gerðar á borgina Lviv í Úkraínu í dag. Sprengjurnar féllu mjög skammt frá borginni. Blaðamaður segir mikinn reykmökk svífa yfir og loftvarnarflautur óma hátt. Íbúar eru beðnir um að halda kyrru heima fyrir. 26. mars 2022 16:05 Óttast að borgin verði „næsta Mariupol“ Íbúar borgarinnar Chernihiv í vesturhluta Úkraínu eru hræddir um að árásir á borgina fari að versna til muna. Ástandið er ekki orðið jafn slæmt og í Mariupol en versnar ört. Matur er af skornum skammti og fjölmargir íbúar byrja daginn á því að bíða í röð eftir vatni. 26. mars 2022 15:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Rússar hafa tekið völd í borginni og handtóku borgarstjórann, við lítinn fögnuð íbúa Slavútítsj. Fjöldi fólks kom saman á aðaltorgi borgarinnar, óvopnað, til þess að mótmæla handtöku Júrí Fomitsjev og veru rússneskra hersveita í bænum. Samkvæmt Guardian reyndu hermenn að leysa upp mótmælin með því að skjóta upp í loft úr byssum sínum og nota hvellsprengjur. Það hafi hins vegar haft allt annað en tilætluð áhrif, og orðið þess valdandi að mótmælin urðu fjölmennari. Að endingu hafi borgarstjóranum verið sleppt úr haldi og herinn gert samkomulag við borgina um að fara þaðan, ef íbúar myndu afhenda borgarstjóranum vopn sín. Þó var undanþága gerð fyrir þá sem eiga veiðiriffla. Fomitsjev ku hafa sagt mótmælendum að með þessu vildu Rússar tryggja að enginn frá úkraínska hernum væri í borginni. Málið er enn eitt dæmi þeirrar miklu mótspyrnu sem rússneski innrásarherinn hefur mætt frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir rúmum mánuði síðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Öflugar loftárásir gerðar á Lviv Kröftugar loftárásir hafa verið gerðar á borgina Lviv í Úkraínu í dag. Sprengjurnar féllu mjög skammt frá borginni. Blaðamaður segir mikinn reykmökk svífa yfir og loftvarnarflautur óma hátt. Íbúar eru beðnir um að halda kyrru heima fyrir. 26. mars 2022 16:05 Óttast að borgin verði „næsta Mariupol“ Íbúar borgarinnar Chernihiv í vesturhluta Úkraínu eru hræddir um að árásir á borgina fari að versna til muna. Ástandið er ekki orðið jafn slæmt og í Mariupol en versnar ört. Matur er af skornum skammti og fjölmargir íbúar byrja daginn á því að bíða í röð eftir vatni. 26. mars 2022 15:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Öflugar loftárásir gerðar á Lviv Kröftugar loftárásir hafa verið gerðar á borgina Lviv í Úkraínu í dag. Sprengjurnar féllu mjög skammt frá borginni. Blaðamaður segir mikinn reykmökk svífa yfir og loftvarnarflautur óma hátt. Íbúar eru beðnir um að halda kyrru heima fyrir. 26. mars 2022 16:05
Óttast að borgin verði „næsta Mariupol“ Íbúar borgarinnar Chernihiv í vesturhluta Úkraínu eru hræddir um að árásir á borgina fari að versna til muna. Ástandið er ekki orðið jafn slæmt og í Mariupol en versnar ört. Matur er af skornum skammti og fjölmargir íbúar byrja daginn á því að bíða í röð eftir vatni. 26. mars 2022 15:01